Austurstræti 18

Skjalnúmer : 6458

2. fundur 1999
Austurstræti 18, ofanábygging á bakhús
Lögð fram bréf Arkitekta Skógarhlíð, dags. 23.11.98, 19.01.99 og 21.01.99, ásamt uppdr. dags. 19.10.98, síðast br. 15.01.99, varðandi ofanábyggingu á bakhús við Pennann/Eymundsson. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 11.11.98.
Samþykkt að kynna tillöguna samkv.. 2. mgr. 26. gr. laga nr. 73/1997 fyrir hagsmunaaðilum að Pósthússtræti 9 og 11 og Austurstræti 16 og 20.

21. fundur 1998
Austurstræti 18, breyting
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 22.9.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 21. s.m. um breytingu á Austurstræti 18.


15. fundur 1998
Austurstræti 18, breyting
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 28.07.98 á bréfi skipulagsstjóra frá 20.07.98, varðandi breytingu á götuhlið Austurstrætis 18.


19. fundur 1998
Austurstræti 18, breyting
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 04.05.98 og 31.07.98, varðandi fyrirspurn Pennans hf. Hallarmúla 4 um breytingu á götuhlið 1. og 2. hæðar á lóðinni nr. 18 við Austurstræti, samkv. uppdr. Arkitekta Skógarhlíð, dags. 21.07.1998. Einnig lagðir fram minnispunktar Borgarskipulags, dags. 15.05.98. Erindið var í kynningu frá 05.08.98 til 02.09.98, athugasemdafrestur var til 16. sept. 1998. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt

11. fundur 1998
Austurstræti 18, breyting
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 04.05.98, varðandi fyrirspurn Pennans hf. Hallarmúla 4 um breytingu á götuhlið 1. og 2. hæðar á lóðinni nr. 18 við Austurstræti, samkv. uppdr. Arkitekta Skógarhlíð, dags. 15. maí 1998. Einnig lagðir fram minnispunktar Borgarskipulags, dags. 15.05.98.
Borgarskipulagi falið að vinna áfram að málinu með hönnuðum, en að því loknu verði lögð fyrir borgarráð tillaga um að auglýsa tillöguna samkv. 25. gr. laga 73/1997 sem breytingu á deiliskipulagi.