Hlíðarendi 2-6

Skjalnúmer : 5409

125. fundur 2003
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, aðalskipulag/deiliskipulag
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15. júlí 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 2. s.m. varðandi aðalskipulag- og deiliskipulag við Hlíðarenda.


123. fundur 2003
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, aðalskipulag/deiliskipulag
Að lokinni endurauglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Alark arkitekta sf, að deiliskipulagi Hlíðarenda fyrir reiti 1.62, 1.628.8 sem markast af Hringbraut (eftir færslu), Bústaðavegi, Flugvallarvegi og Hlíðarfæti, dags. 01.10.02, breytt 04.04.03. Einnig lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á aðalskipulagi, dags. 08.10.02, og minnisblað verkfræðistofu varðandi gönguleiðir dags. 08.10.02. Tillagan var í auglýsingu frá 17. janúar til 29. febrúar, og í endurauglýsingu frá 7. maí til 18. júní. Athugasemdabréf bárust frá eftirfarandi aðilum vegna fyrri auglýsingarinnar: Bolla Héðinssyni dags. 26.01.03, Orra Gunnarssyni, Bryndísi Loftsdóttur, Andrési Magnússyni f.h. Samtakanna 102 Reykjavík, dags. 25.02.03. Tvær athugasemdir bárust vegna seinni auglýsingar frá Landspítala, dags. 16.06.03 og Sverri Bollasyni, dags. 19.06.03. Einnig lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi/aðalskipulagi, dags. 04.04.03 og umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 27.06.03.
Auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi samþykkt.
Auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi samþykkt með fyrirvara um staðfestingu aðalskipulagsbreytingarinnar.
Vísað til borgarráðs.


114. fundur 2003
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, aðalskipulag/deiliskipulag
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 11. apríl 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 9. s.m. um auglýsingu aðalskipulags og deiliskipulags að Hlíðarenda.


12. fundur 2003
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, aðalskipulag/deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Alark arkitekta sf, að deiliskipulagi Hlíðarenda fyrir reiti 1.62, 1.628.8 sem markast af Hringbraut (eftir færslu), Bústaðavegi, Flugvallarvegi og Hlíðarfæti, dags. 01.10.02, breytt 04.04.03. Einnig lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á aðalskipulagi, dags. 08.10.02, og minnisblað verkfræðistofu varðandi gönguleiðir dags. 08.10.02. Tillagan var í auglýsingu frá 17. janúar til 29. febrúar, athugasemdafrestur var til 29. febrúar 2003. Athugasemdabréf bárust frá eftirfarandi aðilum: Bolla Héðinssyni dags. 26.01.03, Orra Gunnarssyni, Bryndísi Loftssyni, Andrési Magnússyni f.h. Samtakanna 102 Reykjavík, dags. 25.02.03.
Kynnt.

111. fundur 2003
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, aðalskipulag/deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Alark arkitekta sf, að deiliskipulagi Hlíðarenda fyrir reiti 1.62, 1.628.8 sem markast af Hringbraut (eftir færslu), Bústaðavegi, Flugvallarvegi og Hlíðarfæti, dags. 01.10.02, breytt 04.04.03. Einnig lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á aðalskipulagi, dags. 08.10.02, og minnisblað verkfræðistofu varðandi gönguleiðir dags. 08.10.02. Tillagan var í auglýsingu frá 17. janúar til 29. febrúar, athugasemdafrestur var til 29. febrúar 2003. Athugasemdabréf bárust frá eftirfarandi aðilum: Bolla Héðinssyni dags. 26.01.03, Orra Gunnarssyni, Bryndísi Loftsdóttur, Andrési Magnússyni f.h. Samtakanna 102 Reykjavík, dags. 25.02.03. Einnig lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi, dags. 04.04.03 og samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 07.04.03.
Samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi að nýju og breytingu á aðalskipulagi.
Athugasemdum verður svarað að lokinni endurauglýsingu.
Vísað til borgarráðs.


91. fundur 2002
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, aðalskipulag/deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15. október 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 9. s.m. um auglýsingu deiliskipulags Hlíðarenda og breytingu á aðalskipulagi.


87. fundur 2002
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, aðalskipulag/deiliskipulag
Lögð fram tillaga Alark arkitekta sf, að deiliskipulagi Hlíðarenda fyrir reiti 1.62, 1.628.8 sem markast af Hringbraut (eftir færslu), Bústaðavegi, Flugvallarvegi og Hlíðarfæti, dags. 01.10.02. Einnig lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á aðalskipulagi, dags. 08.10.02, og minnisblað verkfræðistofu varðandi gönguleiðir dags. 08.10.02.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir vék af fundi kl. 9:15, Þorlákur Traustason tók sæti á fundinum í hennar stað.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi.
Vísað til borgarráðs.

Skipulags- og byggingarnefnd ítrekaði svohljóðandi bókun frá fundi nefndarinnar 02.10.02:

"Forsenda fyrir uppbyggingu íþróttaaðstöðu við Hlíðarenda er að aðgengi gangandi, hjólandi og annarrar óvarinnar umferðar verði tryggt. Tengja ber Þingholt, Norðurmýri og Hlíðarhverfi með mislægum lausnum, t.d. göngubrú við Hlíðarendasvæðið samhliða uppbyggingu svæðisins."

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda Hlíðarendaskipulagið í auglýsingu en ítreka þá skoðun að mun betur þarf að ganga frá göngutengingu að svæðinu og þá sérstaklega hvað varðar tengingu Norðurmýrar við svæðið. Einnig teljum við að nýta hefði mátt svæðið betur með þéttari byggð en fyrirhugað er samkvæmt því skipulagi sem nú er sent í kynningu.

Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Fulltrúar Reykjavíkurlista samþykkja að senda skipulag Hlíðarendasvæðisins í auglýsingu, en leggja áherslu á að líta beri heildstætt á aðkomu gangandi vegfarenda að íþróttasvæðinu og útivistarsvæðinu í og við Öskjuhlíð. Sérstaklega beri að tryggja ásættanlega tengingu Norðurmýrar og Holta- og Hlíðarhverfis við þetta svæði.
Að öðru leyti er skipulagið í fullu samræmi við það byggingarmagn atvinnu- og íbúðarhúsnæðis sem kveðið er á um í aðalskipulagi og frekari þétting vart framkvæmanleg.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks taka undir fyrri hluta bókunar Reykjavíkurlista. Hins vegar ítrekum við að skipulag og forsendur þess eru háðar pólitískum vilja. Hlíðarendasvæðið er kjörið að nýta til þess að þétta byggð í nágrenni miðborgarinnar og því hefði átt að leita leiða til að ná því markmiði enn betur en gert er í þessari tillögu.

Áheyrnarfulltrúi Frjálslynda flokksins, Ólafur F. Magnússon, óskaði bókað:
Tekið er undir ábendingar um nauðsyn þess að tryggja betur örugg göngutengsl við Hlíðarendasvæðið, sérstaklega frá Norðurmýrarsvæðinu, en fyrirliggjandi tillaga gerir ráð fyrir.


86. fundur 2002
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, aðalskipulag/deiliskipulag
Lögð fram tillaga Alark arkitekta sf, að deiliskipulagi Hlíðarenda ásamt tillögu að greinargerð fyrir reiti 1.62, 1.628.8 sem markast af Hringbraut (eftir færslu), Bústaðavegi, Flugvallarvegi og Hlíðarfæti, dags. 01.10.02.
Frestað.

Skipulags- og byggingarnefnd óskaði bókað:
Forsenda fyrir uppbyggingu íþróttaaðstöðu við Hlíðarenda er að aðgengi gangandi, hjólandi og annarrar óvarinnar umferðar verði tryggt. Tengja ber Þingholt, Norðurmýri og Hlíðarhverfi með mislægum lausnum, t.d. göngubrú við Hlíðarendasvæðið samhliða uppbyggingu svæðisins.


84. fundur 2002
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, aðalskipulag/deiliskipulag
Lögð fram drög Alark arkitekta sf, mótt. 02.09.02, að deiliskipulagi Hlíðarenda ásamt tillögu að greinargerð fyrir reiti 1.62, 1.628.8 sem markast af Hringbraut (eftir færslu), Bústaðavegi, Flugvallarvegi og Hlíðarfæti, dags. í ágúst 2002.
Höfundur kynnti.

25. fundur 2002
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, aðalskipulag/deiliskipulag
Lögð fram breytt tillaga Alark arkitekta sf, dags. 22.05.02, að deiliskipulagi Hlíðarenda.
Staða skipulagsins rædd.

20. fundur 2002
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, aðalskipulag/deiliskipulag
Lögð fram breytt tillaga Alark arkitekta sf, dags. 22.05.02, að deiliskipulagi Hlíðarenda.
Kynnt ný tillaga með íbúðum.

73. fundur 2002
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, aðalskipulag/deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7. maí 2002 á samningi Reykjavíkurborgar og Knattspyrnufélagsins Vals um skipulag á félagssvæði Vals á Hlíðarenda, dags. í maí 2002.


72. fundur 2002
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, aðalskipulag/deiliskipulag
Lögð fram tillaga Alark arkitekta sf, dags. 11.05.02, að deiliskipulagi Hlíðarenda.
Höfundur kynnti.

18. fundur 2002
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, aðalskipulag/deiliskipulag
Lögð fram tillaga Alark arkitekta sf, dags. 01.05.02, að deiliskipulagi Hlíðarenda.
Kynna formanni.

67. fundur 2002
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, aðalskipulag/deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 5. mars 2002 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 20. f.m. um gerð deiliskipulags á Hlíðarenda. Jafnframt lögð fram ný skipulagsforsögn, dags. 4. þ.m.
Borgarráð samþykkti skipulagsbreytinguna með þeirri breytingu, að í lið 4.2 í forsögn falli út í 2. mgr. setningin "setja skal kvöð um slíka notkun við gerð skilmála". Í stað komi "slíkt skal tryggt við gerð skilmála".


63. fundur 2002
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, aðalskipulag/deiliskipulag
Lögð fram forsögn að deiliskipulagi Hlíðarenda, dags. febrúar 2002.

Samþykkt að unnin verði tillaga að deiliskipulagi á grundvelli forsagnarinnar með þeim breytingum sem fram komu á fundinum varðandi bílastæði og landnotkun.
Vísað til borgrráðs.


62. fundur 2002
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, aðalskipulag/deiliskipulag
Lögð fram drög að forsögn deiliskipulags Hlíðarenda, dags. 11.02.02.
Frestað.

23. fundur 1998
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, aðalskipulag/deiliskipulag
Lagt fram bréf Reynis Vignis f.h. Knattspyrnufélagsins Vals, dags. 06.10.98, varðandi skipulag á svæði Vals að Hlíðarenda og aðkomu að svæðinu.