Spöngin 29-31,
Spöngin við Móaveg,
Spöngin 3-5,
Fiskislóð 15-21,
Hellisheiðaræð,
Holtavegur 29b,
Keilugrandi 1,
Reynisvatnsás Grafarholt,
Afgeiðslufundur byggingarfulltrúa,
Almannadalur 1-7,
Dyngjuvegur 2,
Fáfnisnes 5,
Iðunnarbrunnur 12,
Sifjarbrunnur 26,
Urðarbrunnur 58,
Úlfarsbraut 100-110,
Vínlandsleið 12-14,
Vínlandsleið 16,
Vesturgata 61,
Bíldshöfði 2,
Brautarholt 7,
Fjölnisvegur 9 og 11,
Hagamelur 52,
Hólmsheiði við Suðurlandsveg - athafnasvæði A3,
Kirkjustétt 36-40,
Laugavegur 4-6, Skólavörðustígur 1a,
Laugavegur 86-94,
Reitur 1.184.0, Bergstaðastrætisreitur,
Reynisvatnsás Grafarholt,
Sóltún,
Stekkjarbrekkur, Hallsvegur suður,
Sundagarðar 2,
Vatnsmýrin austursvæði,
Vesturgata 3,
Reynisvatnsás - götuheiti,
Fossvogsdalur, götuheiti,
Skipulagsráð
107. fundur 2007
Ár 2007, miðvikudaginn 19. september kl. 09:10, var haldinn 107. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Óskar Bergsson, Stefán Þór Björnsson, Stefán Benediktsson, Svandís Svavarsdóttir, Birgir Hlynur Sigurðsson, Magnús Sædal Svavarsson, Marta Grettisdóttir og Ágúst Jónsson
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: .
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 70545 (02.37.52)
471293-2109
Tekton ehf
Háteigsvegi 7 105 Reykjavík
1. Spöngin 29-31, breytt deiliskipulag
Lögð fram tillaga Tekton dags 29.ágúst 2007 að breytingu á deiliskipulagi, breytingin felst í sér að byggingarreitur er stækkaður lítillega.
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum.
Umsókn nr. 70146
2. Spöngin við Móaveg, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 að breyttri landnotkun í vesturhluta Spangarinnar milli Móavegar og Borgavegar dags. mars 2007. Tillagan felur í sér að skilgreindur er nýr þéttingarreitur. Landnotkun vestast á svæðinu er breytt úr miðsvæði í íbúðarsvæði. Auglýsing stóð yfir frá 2. júlí 2007 til og með 30. ágúst 2007, einnig lagðar fram athugasemdir eftirtaldra aðila: Elísabet Gísladóttir f.h. íbúa Fróðengis, dags. 8. ágúst 2007, Emil Kristjánsson Smárarima 6, dags. 29. ágúst 2007 og Íbúasamtök Grafarvogs, dags. 29. ágúst 2007, ásamt umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 14. september 2007.
Auglýst tillaga samþykkt með vísan til umsagnar skipulags- og byggingarsviðs.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 70280 (02.37.6)
510497-2799
Félagsbústaðir hf
Hallveigarstíg 1 101 Reykjavík
3. Spöngin 3-5, breytt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Ask arkitekta fh. Félagsbústaða og Reykjavíkurborgar dags. 3. maí 2007 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna uppbyggingar fyrir íbúðabyggð á lóðinni nr. 3-5 við Spöngina. Tillagan var auglýst frá 18. júlí til og með 29. ágúst 2007 einnig lagðar fram athugasemdir frá eftirtöldum aðilum: Steinn Sigurðsson Dísaborgum 3, dags. 28. ágúst 2007, Emil Kristjánsson Smárarima 6, dags. 29. ágúst 2007 og Íbúasamtök Grafarvogs, dags. 29. og 31. ágúst 2007
Frestað. Aðalskipulagsferli ólokið.
Umsókn nr. 70364 (01.08.93)
600269-2599
Smáragarður ehf
Skemmuvegi 2a 200 Kópavogur
420299-2069
ASK Arkitektar ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
4. Fiskislóð 15-21, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Ask arkitekta f.h. Smáragarðs ehf, dags. 12. júlí 2007, ásamt uppdrætti Teiknistofu Arkitekta, dags. 4. júlí 2007, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar vegna lóðar nr. 15-21 við Fiskislóð. Breytingin er eftirfarandi: Á lóðinni eru skilgreindir tveir byggingarreitir í stað eins. Einn fyrir meginbygginguna og annar í norðurhluta lóðarinnar þar sem hámarkshæð yfir kóta aðkomuhæðar er 4,2 m. Byggingarreitur meginbyggingar minnkar lítillega.
Grenndarkynningin stóð frá 13. ágúst til og 10. september 2007. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
Umsókn nr. 70278 (08.2)
551298-3029
Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
5. Hellisheiðaræð, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Að lokinni kynningu á vef er lagt fram að nýju erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 25. apríl 2007 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna hitaveitulagnar frá Hellisheiðavirkjun að miðlunartönkum í Reynisvatnsheiði. Lögð fram umhverfisskýrsla Landslags ehf, dags. 4. júlí 2007. Einnig lagðar fram umsagnir eftirtalinna aðila: Fornleifavernd ríkisins, dags. 23. ágúst 2007, Framkvæmdasviðs, dags. 28. ágúst 2007, Mosfellsbæjar, dags. 5. september 2007.
Gísli Marteinn Baldursson tók sæti á fundinum kl. 9:20, en áður höfðu verið afgreidd mál nr. 8-17.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 70042 (01.4)
621097-2109
Zeppelin ehf
Skeifunni 19 108 Reykjavík
6. Holtavegur 29b, breyting á deiliskipulagi Laugardals
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Zeppelin arkitekta, dags. 12. júní 2007, að breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna byggingu sex íbúða sambýlis á tveimur hæðum við Holtaveg, við hlið núverandi sambýlis fyrir fatlaða. Auglýsingin stóð yfir frá 27. júní til 8. ágúst 2007. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Jens Fylkisson Njörvasund 8, dags. 28. júní, Gígja Sigurðardóttir Goðheimum 14, dags. 27. júní, Magnús Kristinsson, Goðheimum 14, dags. 27. júní, Andrea Þormar Sæviðarsundi 55, dags. 1. ágúst, Atli Jósafatsson Sæviðarsundi 55, dags. 1. ágúst, Hildur Hafstein Goðheimum 7, dags. 2. ágúst, Björg Hermannsdóttir Álfheimum 40, dags. 1. ágúst, Sigurbjörg Óskarsdóttir Álfheimum 26, dags. 1. ágúst, Pálmi Jónsson Álfheimum 26, dags. 1. ágúst, Sigrún Sigurjónsdóttir Álfheimum 26, dags. 1. ágúst, Ólöf Davíðsdóttir Álfheimum 30, dags. 7. ágúst, Magnús Magnússon Álfheimum 40, dags. 7. ágúst 2007, Lilja Jónsdóttir Karfavogi 28, dags. 8. ágúst, Gauti Kristmannsson Langholtsvegi 87, dags. 8. ágúst. Einnig lögð fram 107 samhljóða athugasemdarbréf, dags. 1. ágúst 2007 frá eftirfarandi heimilisföngum: Álfheimar 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, 42, Ljósheimar 10, 12, Drekavogur 4, 46, Bugðulækur 2, Gullteigur 12.
Á fundi skipulagsráðs 15. ágúst 2007 var samþykkt að framlengja athugasemdarfrest frá 8. til 30. ágúst 2007. Á þeim tíma bárust athugasemdir frá eftirtöldum aðilum: Morten Lange Skeiðarvogi 151, mótt. 16. ágúst, Patricia Segura Skipasundi 4, dags. 25.ágúst, Magnús Hjálm Langholtsvegi 95, dags. 25. ágúst, Ingiríður Þórhallsdóttir Hjallavegi 23, dags. 25. ágúst, Bragi Björnsson, Álfheimum 14, dags. 25. ágúst, Olga Sverrisdóttir Hólavallavegi 5, dags. 25. ágúst, Jane Alexander Langagerði 22, dags. 25. ágúst, Ragnhildur Þórarinsdóttir Brúnavegi 8, dags. 30. ágúst, María Arnar Laugarásvegi 2, mótt. 30. ágúst, Birgir Gunn Laugarásvegi 2, mótt. 30. ágúst, Álfheiður Árdal Otrateig 24, dags. 30. ágúst, foreldraráð og foreldrafélag Langholtsskóla, dags. 28. ágúst, Íbúasamtök Laugardals, dags. 30. ágúst, umhverfis- og útivistarhópi Íbúasamtaka Laugardals, mótt. 31. ágúst 2007. Einnig bárust 98 samhljóða bréf frá eftirfarandi heimilisföngum: Álfheimar 14, 26,32, 46, 50, 52, 54, 58, 88, Austurströnd 14, Barðavogur 28, Bragagata 31, Efstasund 21, Eikjuvogur 14, Eyjabakka 12, Garðsendi 1, Goðheimar 2, 7, 14, Grettisgata 3, Gyðufell 8, Háaleitisbraut 39, Hjallavegur 23, 37,Hofteigur 28, 36, Hraunteigur 13, Hringbraut 87,, Hrísateigur 33, Kirkjuteigur 7, 25, Kleppsvegur 42, 50, 134, 140, Langholtsvegur 3, 14, 67, 75, 76, 83, 86, 92, 95, 138, 163, 174, 202,Laugarásvegur 13, 47, 58, Laugarnesvegur 106, Ljósheimar 9, 22, Njörvasund 1, Reykjavíkurvegur 31, Sæviðarsund 9, 18, 29, Selvogsgrunn 6, Skeiðarvogur 11, 83, 101, 113, 139, 155, Skipasund 6, 23, 31, 62, 86,Skúlagata 20, Sóleyjarimi 7, Sólheimar 25, 27, 41, Þórðarsveigur 11. Athugasemd sem barst frá Guðrúnu P. Héðinsdóttur, Skeiðarvogi 77, dags. 1. ágúst 2007 en móttekin 7. september 2007 eftir að framlengdum auglýsingartíma lauk.
Athugasemdir lagðar fram ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 19. september 2007.
Auglýst tillaga samþykkt með 5 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs, Svandís Svavarsdóttir greiddi atkvæði gegn tillögunni og óskaði bókað ásamt áheyrnarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra Margéti Sverrisdóttur: " Í ljósi þeirra athugasemda sem fram hafa komið og þeirrar staðreyndar að hér er verið að ganga á Laugardalinn með afgerandi hætti greiðir fulltrúi Vinstri grænna atkvæði gegn tillögunni. Ljóst er að þörfin fyrir sambýli af þessu tagi er brýn en jafnframt er ósanngjarnt að allri umræðu um reitinn sé stefnt í þá veru að hún snúist um það hvort menn séu andsnúnir eða meðmæltir úrlausnum fyrir geðsjúka. Umræðunni var alltof snemma stefnt í átakafarveg án þess að raunverulegar sáttaleiðir væru kannaðar til hlítar. Fulltrúar Vinstri grænna og F lista kjósa við þessa afgreiðslu að standa með Laugardalnum sem er einn þeirra grænu svæða í borginni sem á sannarlega undir högg að sækja þar sem ásælni í svæðið fer vaxandi og jafnvel með gjaldtöku af ýmsu tagi. Jafnframt er áréttað að dalurinn eigi í sem almestum mæli að nýtast sem opið svæði fyrir almenning þar sem fólk getur notið náttúru í borg ".
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingarinnar óskuðu bókað. "Það er rétt sem fram kemur í bókun fulltrúa vinstri grænna og frjálslyndra að þörfin fyrir sambýli af þessu tagi er brýn. Sú staðsetning sem valin hefur verið tekur mið af þörfum þeirra geðfötluðu einstaklinga sem þarna muna búa, enda talið sérlega mikilvægt að þeir njóti nágrennis við opin og græn svæði. Með þessari staðsetningu er í engu gengið á útivistarsvæði í Laugardalnum, enda hefur þetta svæði hingað til verið umráðasvæði garðyrkjustjóra. Því er alfarið vísað á bug á að málinu hafi verið ,,beint í átakafarveg". Öðru nær, hefur málið verið til umfjöllunar á vettvangi skipulagsráðs frá því í janúar og mikið samráð verið haft við íbúa og aðra hagsmunaaðila, bæði á fundum og með ítrekaðri frestun á afgreiðslu málsins. Að mati skipulagsráðs er sú niðurstaða sem nú hefur fengist til heilla fyrir borgina, hverfið og þá einstaklinga sem þarna munu búa."
Umsókn nr. 70064 (01.51.33)
7. Keilugrandi 1, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 15. maí 2007 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Í tillögunni felst að skilgreina nýjan þéttingarreit við Keilugranda þar sem gert er ráð fyrir allt að 130 íbúðum. Auglýsingin stóð yfir frá 13. júlí til 24. ágúst 2007. Eftritaldir aðilar sendu inn athugasemdir:
6 íbúar við Fjörugranda 14, 16 og 18, dags. 10. ágúst 2007, Margrét Magnúsdóttir og Valgeir Pálsson Boðagranda 10, dags. 21. ágúst 2007, Salvör Jónsdóttir og Jón Atli Árnason Fjörugranda 2, dags. 23. ágúst 2007, Guðrún Kristinsdóttir Bárugranda 11, dags. 22. ágúst 2007, Ingibjörg Sigurðardóttir og Örn Halldórsson Boðagranda 8, dags. 23. ágúst 2007, skólastjóri Grandaskóla, dags. 23. ágúst 2007, Kristjana Kjartansdóttir og Björgvin Bjarnason Frostaskjóli 15, dags. 24. ágúst 2007, Gunnar Finnsson ásamt undirskriftarlista 395 íbúa, dags. 23. ágúst 2007.
Lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 14. september 2007.
Auglýst tillaga samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Stefán Benediktsson og Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs, Svandís Svavarsdóttir greiddu atkvæði gegn tillögunni og óskuðu bókað ásamt áheyrnarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra Margréti Sverrisdóttur:
" Við leggjumst gegn auglýstri tillögu að breytingu á aðalskipulagi þar sem lögð er til fjölgun íbúða, auk þess sem reiturinn er skilgreindur sem þéttingareitur. Ekki verður séð að breytingin þjóni íbúum í nágrenninu eða hagsmunum grenndarsamfélagsins. Íbúarnir máttu gera ráð fyrir uppbyggingu sem nemur 50 íbúðum á lóðinni en ekki 130 íbúðum. Það sama gildir um fjárfesta og uppbyggingaraðila. Sá sem kaupir lóðina Keilugranda 1 með aðrar væntingar í huga tekur áhættu á eigin ábyrgð. Það er ekki rétt að Reykjavíkurborgar og íbúar í nágrenninu axli afleiðingar slíkrar áhættu. Svo virðist sem hér sé verið að þjóna hagsmunum eigenda lóðarinnar, verktökum og þeim sem hafa væntingar um hagnað undir yfirskini þéttingar byggðar".
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óskuðu bókað: "Undirbúningur að þéttingu byggðar á Keilugranda 1 hefur staðið yfir í mörg ár, og hófst undir forystu Samfylkingar og Vinstri grænna á síðasta kjörtímabili. Fyrirhuguð uppbygging á svæðinu er í samræmi við þá byggð sem fyrir er meðfram Eiðisgrandanum. Tryggt verður að samgöngumál verði leyst á þann hátt að ekki valdi íbúum í nágrenninu ónæði og ströng skilyrði verða sett varðandi röskun á grunnvatnsstöðu. Meirihluti skipulagsráðs telur að þessi staður sé vel fallinn til þéttingar á byggð, til heilla fyrir hverfið, þjónustu í hverfinu og miðborgina, en kannanir sýna að fólk sem býr þetta nálægt miðborginni eru bestu viðskiptavinir hennar."
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 70145
531200-3140
Teiknistofa ark Gylfi G/fél ehf
Skólavörðustíg 3 101 Reykjavík
8. Reynisvatnsás Grafarholt, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofu Arkitekta, dags. 10. apríl 2007, að deiliskipulagi íbúðarbyggðar á Reynisvatnsási.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs. Á fundi borgarráðs 12. apríl 2007 var samþykkt skipulagsráðs frá 11. apríl 2007 staðfest.
Tillagan var auglýst frá 18. apríl til og með 30. maí 2007. Athugasemd barst frá Skógrækt ríkisins, dags. 23. apríl 2007.
Auglýst tillaga samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúi Samfylkingarinnar Stefán Benediktsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs, Svandís Svavarsdóttir greiddi atkvæði á móti og óskaði bókað ásamt fulltrúa Frjálslyndra og óháðra, Margréti Sverrisdóttir;
"Í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu fyrir Reynisvatnsás er um fjórðungur svæðisins innan græna trefilsins (2,5ha). Fulltrúar Vinstri grænna og F-lista leggjast gegn tillögunni á þeim forsendum að óásættanlegt er að gengið sé á trefilinn með þeim hætti sem lagt er til. Tillagan gerir ráð fyrir raski á skógi og nágrenni Úlfarsárinnar sem getur ekki samrýmst hugmyndum um græna borg og sjálfbæra þróun. Jafnframt gæti hér verið um varhugavert fordæmi að ræða gagnvart síðari tíma skipulagsákvörðunum borgarinnar og nágrannasveitarfélaganna að því er varðar græna trefilinn. "
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson ásamt fulltrúum Framsóknarflokksins, Óskari Bergssyni og Stefáni Þ. Björnssyni óskuðu bókað;
Vegna bókunar fulltrúa Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúa F-lista benda fulltrúar meirihlutans á eftirfarandi skýringar í umsögn skipulagsstjóra: Í greinargerð með aðalskipulagi er eftirfarandi tekið fram: "Svæðið teygir sig hins vegar lítillega inná Græna trefilinn eins og hann er skilgreindur í gildandi aðalskipulagi. Vegna þessa gerir tillagan ráð fyrir lítilsháttar tilfærslu á mörkum Græna trefilsins til austurs upp í Reynisvatnsásinn. Til að skerða ekki land innan Græna trefilsins eru mörk hans færð til norðurs í Úlfarsárdalnum. Á hluta svæðisins eru lágar trjáplöntur sem stefnt er að því að flytja og rækta upp á öðrum svæðum í borgarlandinu." Með þessu er undirstrikað að skerðing á skógræktar- og útivistarsvæði í Reynisvatnsásnum verði bætt með mótvægisaðgerðum, annars vegar með tryggingu á samsvarandi stækkun Græna trefilsins á öðru svæði og hinsvegar með ræktun skógar á öðrum svæðum í borgarlandinu eða í nágrenni fyrirhugaðrar íbúðarbyggðar. Athugasemdum við deiliskipulagstillögu er vísað til afgreiðslu hennar en bent er á að í greinargerð með deiliskipulaginu segir að taka "beri sérstakt tillit til trjágróðurs á svæðinu og flytja hann eftir föngum."
Umsókn nr. 36856
9. Afgeiðslufundur byggingarfulltrúa, fundagerðir
Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru fundargerðir nr. 459 frá 11. september 2007 og nr. 460 frá 18. september 2007.
Umsókn nr. 36827 (05.86.570.1)
190457-4519
Þorsteinn Óskar Þorsteinsson
Hraunbær 18 110 Reykjavík
520169-2969
Hestamannafélagið Fákur
Vatnsendav Víðivöllum 110 Reykjavík
060261-2619
Jóhanna Hulda Jónsdóttir
Vesturás 5 110 Reykjavík
011254-2099
Guðbjartur G Gissurarson
Fífuhvammur 31 200 Kópavogur
270162-2829
Ríkarður Rúnar Ríkarðsson
Dalsel 31 109 Reykjavík
300157-3519
Edda Björk Karlsdóttir
Suðurás 26 110 Reykjavík
10. Almannadalur 1-7, 7 - hesthús
Sótt er um leyfi fyrir staðsteyptu hesthúsi á tveimur hæðum sem skipt er niður í 5 einingar, 6 hesta í einingu 0101 og 0102, 11 hesta í einingu 0104 og 10 hesta í einingu 0105 ásamt sameiginlegri tað og sorpgeymslu sambyggðan vesturenda hússins og gerði til suðurs álóð nr. 7 við Almannadal.
Meðfylgjandi eru hönnunarforsendur aðalhönnuðar og umboð meðlóðarhafa dags. 5. september 2007.
Stærðir: 616,3 ferm., 2010,3 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 136.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 36485 (01.38.320.1)
151268-3239
Ármann Harri Þorvaldsson
Bretland
060566-3059
Þórdís Edwald
Bretland
11. Dyngjuvegur 2, stækkun, niðurrif bílskúrs og byggja nýjan + stoðvegg
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. júlí 2007 þar sem sótt er um leyfi til að rífa eldri viðbyggingu og bílskúr og byggja tveggja hæða viðbyggingu, tvöfaldan bílskúr og stoðveggi, ásamt því að grafa frá kjallara og breyta innra skipulagi í einbýlishúsinu á lóðinni nr. 2 við Dyngjuveg.
Grenndarkynning stóð yfir frá 2. ágúst til og með 30. ágúst 2007. Athugasemd barst frá Jakobínu Ólafsdóttur, Dyngjuvegi 5, dags. 29. ágúst 2007.
Erindinu fylgir umsögn skipulagsstjóra dags. 7 . september 2007.
Niðurrif: xx ferm. og xx rúmm.
Nýbygging: 222,8 ferm. og xx rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xx.
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 36535 (01.67.501.0)
130151-7019
Birgir H Þórisson
Fáfnisnes 5 101 Reykjavík
130462-3599
Anna Laufey Sigurðardóttir
Fáfnisnes 5 101 Reykjavík
021055-4339
Þór Eysteinsson
Fáfnisnes 5 101 Reykjavík
12. Fáfnisnes 5, stækka íbúð, svalir 0201, uppfæra 0202
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. júlí 2007 þar sem sótt er um leyfi til að stækka tvíbýlishúsið þannig að íbúð 0102 stækkar út á hluta svala vesturhliðar og anddyri íbúðar 0202 stækkað á austurhlið, íbúð 0202 stækkar út á svalir austurhliðar, einnig að stækka glugga borðstofu íbúðar 0102 ásamt nýtt skyggni á austurhlið og tröppur frá svölum niður í garð.
Meðfylgandi er samþykki aðliggandi lóðarhafa dags. 20. apríl 2007.
Grenndarkynningin stóð frá 13. ágúst til og með 10. september 2007. Engar athugasemdir bárust.
Stærðir stækkunar: íbúð 0201 xx ferm., xx rúmm. og íbúð 0202 xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xx
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 36824 (02.69.370.5)
310372-3319
Berglind Bára Hansdóttir
Vífilsgata 14 105 Reykjavík
13. Iðunnarbrunnur 12, einbýlishús
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft, steinsteypt einbýlishús með innbyggðrið bílgeymslu á lóðinni nr. 12 við Iðunnarbrunn.
Stærð: 1. hæð íbúð 78,2 ferm., bílgeymsla 32,1 ferm., 2. hæð íbúð 105,1 ferm.
Samtals 215,4 ferm. og 667,4 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 45.383
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 36832 (05.05.540.2)
161278-4599
Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir
Sporhamrar 6 112 Reykjavík
251176-5749
Friðrik Kristinsson
Sporhamrar 6 112 Reykjavík
14. Sifjarbrunnur 26, einbýlishús
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft, steinsteypt einbýlishús, klætt með steinuðum flísum og innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 26 við Sifjarbrunn.
Stærð: 1. hæð íbúð 126 ferm., 2. hæð íbúð 85,4 ferm., bílgeymsla 34,2 ferm.
Samtals 245,6 ferm. og 789,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 53.706
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 36833 (05.05.450.1)
300479-6189
Þórður Daníel Ólafsson
Lækjasmári 68 201 Kópavogur
15. Urðarbrunnur 58, einbýlishús
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús, klætt flísum og sedrusviði með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 58 við Urðarbrunn.
Stærð: 1. hæð íbúð 139 ferm., 2. hæð íbúð 92,6 ferm., bílgeymsla 40,3 ferm.
Samtals 271,9 ferm. og 871,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 59.269
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 36835 (02.69.850.6)
660504-3030
Fasteignafélagið Hlíð ehf
Lágmúla 6 108 Reykjavík
550803-2080
Húsmót ehf
Melabraut 24 220 Hafnarfjörður
16. Úlfarsbraut 100-110, raðhús
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt raðhús, tvær hæðir og kjallari, einangrað að innan og steinað að utan með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 100-110 við Úlfarsbraut.
Stærðir: Hús nr. 100: Kjallari 64 ferm., 1. hæð íbúð 69,9 ferm., bílgeymsla 24 ferm., 2. hæð íbúð 48,5 ferm. Samtals 206,4 ferm. og 646 rúmm.
Hús nr. 102: Kjallari 63,1 ferm., 1. hæð 69,9 ferm., bílgeymsla 23,2 ferm., 2. hæð íbúð 47,6 ferm. Samtals 203,2 ferm. og 642,4 rúmm.
Hús nr. 104: Kjallari 63,3 ferm., 1. hæð íbúð 69,8 ferm., bílgeymsla 23,2 ferm., 2. hæð 47,9 ferm. Samrals 204,2 ferm. og 645,4 rúmm.
Hús nr. 106: Kjallari 63,3 ferm., 1. hæð íbúð 69,8 ferm., bílgeymsla 23,2 ferm., 2. hæð 47,9 ferm. Samrals 204,2 ferm. og 645,4 rúmm.
Hús nr. 108: Kjallari 63,1 ferm., 1. hæð 69,9 ferm., bílgeymsla 23,2 ferm., 2. hæð íbúð 47,6 ferm. Samtals 203,2 ferm. og 642,4 rúmm.
Hús nr. 110: Kjallari íbúð 64 ferm., 1. hæð íbúð 69,9 ferm., bílgeymsla 24 ferm., 2. hæð íbúð 48,5 ferm. Samtals 206,4 ferm. og 646 rúmm.
Úlfarsbraut 100-110 samtals: 1227,6 ferm. og 3867,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 +262.997
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 36712 (04.11.160.1)
580489-1259
Mótás hf
Stangarhyl 5 110 Reykjavík
17. Vínlandsleið 12-14, verslunar- og skrifstofuhús
Sótt er um leyfi fyrir verslunar- og skrifstofuhúsnæði á þremur hæðum auk bílgeymslu og tæknirými í kjallara húsið er staðsteypt með holplötum með ílögn á milli hæða. Utanhúsklæðning er úr áli og timbri að hluta á lóðinni nr. 12-14 við Vínlandsleið.
Stærð: 7.685,4 ferm., 31,039,0 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 2.110,652
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Umsókn nr. 36713 (04.11.160.2)
540174-0409
Ljósmyndavörur ehf
Skipholti 31 105 Reykjavík
18. Vínlandsleið 16, verslunar- og skrifstofuhús
Sótt er um leyfi fyrir verslunar og skrifstofuhúsnæði á þremur hæðum auk bílgeymslu og tæknirými í kjallara húsið er staðsteypt með holplötum með ílögn á milli hæða. Utanhúsklæðning er úr áli og timbri að hluta á lóðinni nr. 16 við Vínlandsleið.
Stærðir: 3.678,6 ferm., 14.166.8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 963.342
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Umsókn nr. 70473 (01.13.31)
070232-4139
Ólafur Axelsson
Vesturgata 61 101 Reykjavík
19. Vesturgata 61, (fsp) niðurrif, uppbygging á lóð
Lögð fram fyrirspurn Arkforms f.h. Ólafs Axelssonar dags. 8. ágúst 2007, um niðurrif steinbæjar og uppbyggingu á lóð nr. 61 við Vesturgötu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 24. ágúst 2007.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við uppbyggingu á lóðinni með vísan til umsagnar skipulagsstjóra en fellst ekki á niðurrif steinbæjarins.Fyrirspyrjanda ber að láta vinna tillögu að breytingu a deiliskipulagi, á eigin kostnað, í samráði við embætti skipulagsstjóra sem sýnir mögulega uppbyggingu á lóðinni. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.
Umsókn nr. 70414 (04.05.92)
420307-3300
Umtak fasteignafélag ehf
Dalvegi 10-14 200 Kópavogur
420299-2069
ASK Arkitektar ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
20. Bíldshöfði 2, breytt deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 31. ágúst 2007, vegna samþykkt borgarráðs 30. s.m. á afgreiðslu skipulagsráðs frá 11. júlí 2007, um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Bíldshöfða.
Umsókn nr. 70495 (01.24.20)
441292-2959
Guðmundur Kristinsson ehf
Gerðhömrum 27 112 Reykjavík
21. Brautarholt 7, uppbygging
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar f.h. borgarráðs, dags. 14. ágúst 2007 ásamt bréfi Guðmundar Kristinssonar frá 26. f.m. þar sem sótt er um lóð fyrir byggingu íbúðarhúsnæðis við Brautarholt 7. Erindinu er vísað til skipulagsstjóra og skrifstofustjóra framkvæmdasviðs.
Umsókn nr. 70533 (01.19.62)
590504-2890
Fjölnisvegur 9 ehf
Efstaleiti 5 103 Reykjavík
060768-3909
Halldóra Vífilsdóttir
Hólahjalli 11 200 Kópavogur
22. Fjölnisvegur 9 og 11, sameining lóða
Lögð fram umsókn Halldóru Vífilsdóttur ark. f.h. lóðarhafa, dags. 30. ágúst 2007, um sameiningu lóðanna nr. 9 og 11 við Fjölnisveg. Einnig lagt fram minnisblað lögfræði og stjórnsýslu dags. 18. september 2007.
Samþykkt með vísan til d-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð
Umsókn nr. 70560 (01.52.44)
23. Hagamelur 52, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 11 september 2007 þar sem tekin var fyrir kæra eigenda á synjun byggingarfulltrúa frá 9. mars 2006 um úttekt á burðarvirki, er kom í stað burðarveggjar í íbúð á fyrstu hæð fjöleignahússins.
Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
Umsókn nr. 60676
24. Hólmsheiði við Suðurlandsveg - athafnasvæði A3, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 31. ágúst 2007, vegna samþykkt borgarráðs 30. s.m. á afgreiðslu skipulagsráðs frá 29. ágúst 2007, um auglýsingu á deiliskipulagi athafnasvæðis í Hólmsheiði við Suðurlandsveg.
Umsókn nr. 50417
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
25. Kirkjustétt 36-40, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 30. ágúst 2007, vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 1. mars 2005, um að veita byggingarleyfi fyrir breytingum á gluggum, klæðningu útveggja og þaks raðhúsanna að Kirkjustétt 36-40 og breytingu á innra skipulagi húsanna að Kirkjustétt 38 og 40. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
Umsókn nr. 70506 (01.17.13)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
26. Laugavegur 4-6, Skólavörðustígur 1a, kæra, stöðvun framkvæmda, umsögn
Lögð fram krafa Höllu Bergþóru Pálmadóttur til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 31. ágúst 2007, um niðurfellingu á byggingarleyfi og stöðvun framkvæmda á Laugavegi 4-6. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 4. september 2007.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
Umsókn nr. 70520 (01.17.43)
171253-3659
Anna Ólafsdóttir
Birkihlíð 48 105 Reykjavík
27. Laugavegur 86-94, málskot
Lagt fram málskot Önnu Ólafsdóttur, dags. 23. ágúst 2007, vegna synjunar afgreiðslufundar skipulagsstjóra 9. júlí 2006, á glerskála og svölum á Laugavegi 86-94.
Ráðið gerir ekki athugasemd við að aðilar láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.
Umsókn nr. 70537 (01.18.40)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
28. Reitur 1.184.0, Bergstaðastrætisreitur, kærur, umsögn
Lagðar fram tvær kærur Þ.G. verktaka og Sighvats Snæbjörnssonar til úrskurðarnefndar skipulags og byggingamála, dags. 3. september 2007. Í annarri kærunni er gerð krafa um að fellt verði úr gildi deiliskipulag fyrir reit 1.184.0, Bergstaðastrætisreit og í hinni er þess krafist að nefndin felli úr gildi byggingarleyfi sem byggingarfulltrúi gaf út 14. ágúst 2007 fyrir Bergstaðastræti 16 og að framkvæmdir á lóðinni verði stöðvaðar. Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 6. september 2007.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt
Umsókn nr. 70009
29. Reynisvatnsás Grafarholt, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. september 2007, um samþykkt borgarráðs 4. s.m. á afgreiðslu skipulagsráðs 15. s.m., um breytingu á aðalskipulagi vegna nýs íbúðasvæðis vestan Reynisvatnsáss.
Umsókn nr. 70562 (01.23)
30. 62">Sóltún, Úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulag- og byggingarmála dags. 11. september 2007 varðandi kæru á samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkur um breytt deiliskipulag fyrir Sóltún-Ármannsreit.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu samþykktar skipulagráðs Reykjavíkurborgar frá 26. janúar 2005 um breytt deiliskipulag Sóltún-Ármannsreits
Vísað er frá úrskurðarnefndinni kröfu kæranda um að hinni kærðu ákvörðun verði breytt.
Umsókn nr. 70373 (02.49.6)
31. Stekkjarbrekkur, Hallsvegur suður, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 31. ágúst 2007, vegna samþykkt borgarráðs 30. s.m. á afgreiðslu skipulagsráðs frá 22. ágúst 2007, um deiliskipulag Stekkjarbrekkna, Hallsvegur suður.
Umsókn nr. 70547 (01.33.53)
500269-3249
Olíuverslun Íslands hf
Pósthólf 310 121 Reykjavík
700176-0109
Teiknistofa Ingimund Sveins ehf
Ingólfsstræti 3 101 Reykjavík
32. Sundagarðar 2, skipting lóðar
Lagt fram erindi Olíuverslunar Íslands dags. 6. september 2007 varðandi leyfi til að skipta lóðinni nr. 2 við Sundagarða í tvo hluta.
Samþykkt með vísan til d-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
Umsókn nr. 70540 (01.6)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
33. Vatnsmýrin austursvæði, kæra, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 4. september 2007 vegna kæru á afgreiðslu skipulagsráðs Reykjavíkur frá 27. september 2006 á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 varðandi austursvæði Vatnsmýrar í Reykjavík. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
Umsókn nr. 50775 (01.13.61)
34. Vesturgata 3, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 30. ágúst 2007, vegna kæru á afgreiðslu skipulagsráðs Reykjavíkur frá 12. apríl 2006 vegna framkvæmda við húsið að Vesturgötu 3 í Reykjavík. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
Umsókn nr. 36883
35. Reynisvatnsás - götuheiti, Tillaga nafnanefndar
Lögð fram tillaga nafnanefndar dags. 18. september 2007 að hverfis- og götuheitum í Reynisvatnsási.
Samþykkt.
Umsókn nr. 36868
36. Fossvogsdalur, götuheiti, Tillaga byggingarfulltrúa.
Lögð fram tillaga byggingarfulltrúa dags. 18. september 2007 um nafngiftir á tvær götu neðan Sléttuvegar í Fossvogsdal. Lagt er til að gata næst Sléttuvegi fái heitið Skógarvegur og neðsta gatan heitið Lautarvegur.
Samþykkt.