Reynisvatnsás Grafarholt
Verknúmer : SN070145
111. fundur 2007
Reynisvatnsás Grafarholt, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. október 2007 um samþykkt borgarstjórnar frá s.d. á bókun skipulagsráðs 19. f.m., varðandi deiliskipulag íbúðabyggðar á Reynisvatnsási í Grafarholti.
107. fundur 2007
Reynisvatnsás Grafarholt, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofu Arkitekta, dags. 10. apríl 2007, að deiliskipulagi íbúðarbyggðar á Reynisvatnsási.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs. Á fundi borgarráðs 12. apríl 2007 var samþykkt skipulagsráðs frá 11. apríl 2007 staðfest.
Tillagan var auglýst frá 18. apríl til og með 30. maí 2007. Athugasemd barst frá Skógrækt ríkisins, dags. 23. apríl 2007.
Auglýst tillaga samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúi Samfylkingarinnar Stefán Benediktsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs, Svandís Svavarsdóttir greiddi atkvæði á móti og óskaði bókað ásamt fulltrúa Frjálslyndra og óháðra, Margréti Sverrisdóttir;
"Í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu fyrir Reynisvatnsás er um fjórðungur svæðisins innan græna trefilsins (2,5ha). Fulltrúar Vinstri grænna og F-lista leggjast gegn tillögunni á þeim forsendum að óásættanlegt er að gengið sé á trefilinn með þeim hætti sem lagt er til. Tillagan gerir ráð fyrir raski á skógi og nágrenni Úlfarsárinnar sem getur ekki samrýmst hugmyndum um græna borg og sjálfbæra þróun. Jafnframt gæti hér verið um varhugavert fordæmi að ræða gagnvart síðari tíma skipulagsákvörðunum borgarinnar og nágrannasveitarfélaganna að því er varðar græna trefilinn. "
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson ásamt fulltrúum Framsóknarflokksins, Óskari Bergssyni og Stefáni Þ. Björnssyni óskuðu bókað;
Vegna bókunar fulltrúa Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúa F-lista benda fulltrúar meirihlutans á eftirfarandi skýringar í umsögn skipulagsstjóra: Í greinargerð með aðalskipulagi er eftirfarandi tekið fram: "Svæðið teygir sig hins vegar lítillega inná Græna trefilinn eins og hann er skilgreindur í gildandi aðalskipulagi. Vegna þessa gerir tillagan ráð fyrir lítilsháttar tilfærslu á mörkum Græna trefilsins til austurs upp í Reynisvatnsásinn. Til að skerða ekki land innan Græna trefilsins eru mörk hans færð til norðurs í Úlfarsárdalnum. Á hluta svæðisins eru lágar trjáplöntur sem stefnt er að því að flytja og rækta upp á öðrum svæðum í borgarlandinu." Með þessu er undirstrikað að skerðing á skógræktar- og útivistarsvæði í Reynisvatnsásnum verði bætt með mótvægisaðgerðum, annars vegar með tryggingu á samsvarandi stækkun Græna trefilsins á öðru svæði og hinsvegar með ræktun skógar á öðrum svæðum í borgarlandinu eða í nágrenni fyrirhugaðrar íbúðarbyggðar. Athugasemdum við deiliskipulagstillögu er vísað til afgreiðslu hennar en bent er á að í greinargerð með deiliskipulaginu segir að taka "beri sérstakt tillit til trjágróðurs á svæðinu og flytja hann eftir föngum."
89. fundur 2007
Reynisvatnsás Grafarholt, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Teiknistofu Arkitekta, dags. 10. apríl 2007, að deiliskipulagi íbúðarbyggðar á Reynisvatnsási.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
87. fundur 2007
Reynisvatnsás Grafarholt, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Teiknistofu Arkitekta, dags. 9. mars 2007, að deiliskipulagi íbúðarbyggðar á Reynisvatnsási.
Tillaga kynnt. Frestað.
155. fundur 2007
Reynisvatnsás Grafarholt, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Teiknistofu Arkitekta, dags. 9.03.07, að deiliskipulagi íbúðarbyggðar á Reynisvatnsási
Kynna formanni skipulagsráðs.