Reynisvatnsás Grafarholt
Verknúmer : SN070009
107. fundur 2007
Reynisvatnsás Grafarholt, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. september 2007, um samþykkt borgarráðs 4. s.m. á afgreiðslu skipulagsráðs 15. s.m., um breytingu á aðalskipulagi vegna nýs íbúðasvæðis vestan Reynisvatnsáss.
175. fundur 2007
Reynisvatnsás Grafarholt, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju drög að breytingartillögu dags. 5. janúar 2007 að aðalskipulagi og svæðisskipulagi vegna nýs íbúðarsvæðis norðan Reynisvatnsvegar vestan Reynisvatnsáss. Einnig lagt fram bréf Kópavogsbæjar, dags. 26. janúar 2007, bréf Kjósahrepps dags. 6. febrúar 2007 og bréf Mosfellsbæjar, dags. 13. febrúar 2007. Tillagan var auglýst frá 23. mars til og með 9. maí 2007. Athugasemdir bárust frá Skógrækt ríkisins 23. apríl 2007 og Umhverfisstofnun dags. 3. maí 2007. Eftir að athugasemdarfresti lauk barst athugasemd frá Landsneti, dags. 20. maí 2007. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til skipulagsráðs.
103. fundur 2007
Reynisvatnsás Grafarholt, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, dags. 5. janúar 2007, vegna nýs íbúðarsvæðis norðan Reynisvatnsvegar vestan Reynisvatnsáss. Tillagan var auglýst frá 23. mars til og með 9. maí 2007. Athugasemdir bárust frá Skógrækt ríkisins 23. apríl 2007 og Umhverfisstofnun dags. 3. maí 2007. Eftir að athugasemdarfresti lauk barst athugasemd frá Landsneti, dags. 20. maí 2007. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 28. júní 2007.
Auglýst tillaga samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Dagur B. Eggertsson og Stefán Benediktsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs, Svandís Svavarsdóttir greiddi atkvæði á móti og óskaði bókað ásamt fulltrúa Frjálslyndra og óháðra, Ástu Þorleifsdóttur;
"Í fyrirliggjandi aðalskipulagstillögu fyrir Reynisvatnsás er um fjórðungur svæðisins innan græna trefilsins (2,5ha). Fulltrúar Vinstri grænna og F-lista leggjast gegn tillögunni á þeim forsendum að óásættanlegt er að gengið sé á trefilinn með þeim hætti sem lagt er til. Tillagan gerir ráð fyrir raski á skógi og nágrenni Úlfarsárinnar sem getur ekki samrýmst hugmyndum um græna borg og sjálfbæra þróun. Jafnframt gæti hér verið um varhugavert fordæmi að ræða gagnvart síðari tíma skipulagsákvörðunum borgarinnar og nágrannasveitarfélaganna að því er varðar græna trefilinn. "
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Snorri Hjaltason ásamt fulltrúa Framsóknarflokksins, Jóhönnu Hreiðarsdóttur óskuðu bókað;
Vegna bókunar fulltrúa Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúa F-lista benda fulltrúar meirihlutans á eftirfarandi skýringar í umsögn skipulagsstjóra: Í greinargerð með aðalskipulagi er eftirfarandi tekið fram: "Svæðið teygir sig hins vegar lítillega inná Græna trefilinn eins og hann er skilgreindur í gildandi aðalskipulagi. Vegna þessa gerir tillagan ráð fyrir lítilsháttar tilfærslu á mörkum Græna trefilsins til austurs upp í Reynisvatnsásinn. Til að skerða ekki land innan Græna trefilsins eru mörk hans færð til norðurs í Úlfarsárdalnum. Á hluta svæðisins eru lágar trjáplöntur sem stefnt er að því að flytja og rækta upp á öðrum svæðum í borgarlandinu." Með þessu er undirstrikað að skerðing á skógræktar- og útivistarsvæði í Reynisvatnsásnum verði bætt með mótvægisaðgerðum, annars vegar með tryggingu á samsvarandi stækkun Græna trefilsins á öðru svæði og hinsvegar með ræktun skógar á öðrum svæðum í borgarlandinu eða í nágrenni fyrirhugaðrar íbúðarbyggðar. Athugasemdum við deiliskipulagstillögu er vísað til afgreiðslu hennar en bent er á að í greinargerð með deiliskipulaginu segir að taka "beri sérstakt tillit til trjágróðurs á svæðinu og flytja hann eftir föngum."
169. fundur 2007
Reynisvatnsás Grafarholt, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju drög að breytingartillögu dags. 5. janúar 2007 að aðalskipulagi og svæðisskipulagi vegna nýs íbúðarsvæðis norðan Reynisvatnsvegar vestan Reynisvatnsáss. Einnig lagt fram bréf Kópavogsbæjar, dags. 26. janúar 2007, bréf Kjósahrepps dags. 6. febrúar 2007 og bréf Mosfellsbæjar, dags. 13. febrúar 2007. Tillagan var auglýst frá 23. mars til og með 9. maí 2007. Athugasemdir bárust frá Skógrækt ríkisins 23. apríl 2007 og Umhverfisstofnun dags. 3. maí 2007. Eftir að athugasemdarfresti lauk barst athugasemd frá Landsneti, dags. 20. maí 2007. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra.
Frestað.
163. fundur 2007
Reynisvatnsás Grafarholt, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju drög að breytingartillögu dags. 5. janúar 2007 að aðalskipulagi og svæðisskipulagi vegna nýs íbúðarsvæðis norðan Reynisvatnsvegar vestan Reynisvatnsáss. Einnig lagt fram bréf Kópavogsbæjar, dags. 26. janúar 2007, bréf Kjósahrepps dags. 6. febrúar 2007 og bréf Mosfellsbæjar, dags. 13. febrúar 2007. Tillagan var auglýst frá 23. mars til og með 9. maí 2007. Athugasemdir bárust frá Skógrækt ríkisins 23. apríl 2007 og Umhverfisstofnun dags. 3. maí 2007.
Frestað. Svæðisskipulagsbreyting hefur ekki verið staðfest.
87. fundur 2007
Reynisvatnsás Grafarholt, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. mars 2007, vegna samþykktar borgarráðs dags. 8. mars á afgreiðsu skipulagsráðs frá 10. janúar sl. um tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins varðandi nýjan byggðareit austan Grafarholts.
85. fundur 2007
Reynisvatnsás Grafarholt, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 16. febrúar 2007, vegna samþykktar borgarráðs dags. 15. febrúar 2007 á afgreiðslu skipulagsráðs frá 7. febrúar 2007 um auglýsingu á breytingu á svæðisskipulagi vegna nýs íbúðasvæðis norðan Reynisvatnsvegar vestan Reynisvatnsáss.
82. fundur 2007
Reynisvatnsás Grafarholt, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju drög að breytingartillögu dags. 5. janúar 2007 að aðalskipulagi og svæðisskipulagi vegna nýs íbúðarsvæðis norðan Reynisvatnsvegar vestan Reynisvatnsáss. Einnig lagt fram bréf Kópavogsbæjar, dags. 26. janúar 2007.
Samþykkt að auglýsa framlagðar tillögur.
Vísað til borgarráðs.
146. fundur 2007
Reynisvatnsás Grafarholt, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Lögð fram drög að breytingartillögu dags. 05.01.07. að aðalskipulagi og svæðisskipulagi vegna nýs íbúðarsvæðis norðan Reynisvatnsvegar vestan Reynisvatnsáss.
Kynna formanni.
79. fundur 2007
Reynisvatnsás Grafarholt, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Lögð fram drög að breytingartillögu dags. 5. janúar 2007 að aðalskipulagi og svæðisskipulagi vegna nýs íbúðarsvæðis norðan Reynisvatnsvegar vestan Reynisvatnsáss.
Samþykkt að kynna framlögð drög að breytingu á aðalskipulagi með vísan til 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 á vef skipulags- og byggingarsviðs. Einnig samþykkt að kynna tillögu að breytingu á svæðisskipulagi fyrir sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.