Súðarvogur/Sæbraut

Skjalnúmer : 9769

15. fundur 1997
Súðarvogur/Sæbraut, umferð
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs, dags. 23.06.97, varðandi umferðarmál Súðarvogs. Jafnframt var lögð fram umsögn borgarverkfræðings um bréf fyrirtækja við Súðarvog. Einnig lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags.03.07.97, ásamt yfirlitsuppdrætti Línuhönnunar hf, dags. í júlí 1997,
Samþykkt, en útfærsla og hraðahindrandi aðgerðir verði unnar í samráði við SVR.

10. fundur 1997
Súðarvogur/Sæbraut, umferð
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 9.5.97. ásamt bréfi hans til borgarráðs, dags. 6.5.97. og uppdrætti varðandi afmörkun lóðar og stígakerfi við Suðurlandsbraut/Steinahlíð.

Borgarverkfræðingur kynnti samþykkt borgarráðs 6. maí s.l. á tillögu hans sbr. bréf borgarverkfræðings, dags. s.d.

8. fundur 1997
Súðarvogur/Sæbraut, umferð
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 17.04.97, varðandi hugmyndir að breytingum á Súðarvogi og undirgöngum undir Sæbraut.


Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir svofellda bókun: "Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að athugað verði betur hvernig tengsl Súðarvogs við stofnbrautakerfið geti orðið til frambúðar en óskar jafnframt eftir að öllum möguleikum, þ.m.t. brú yfir Sæbraut eða göng undir götuna, verði haldið opnum. Nánari tillögur skulu lagðar fyrir nefndina".