Elliðavatnsblettur 14
Skjalnúmer : 9133
21. fundur 1996
Elliðavatnsblettur 14, nýbygging
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 9.8.96, varðandi viðbyggingu við bústað að Elliðavatnsbletti 14, samkv. uppdr., dags. í janúar 1992. Einnig lögð fram bókun heilbrigðisnefndar frá 20.09.96.
Skipulagsnefnd fellst ekki á erindið.
10. fundur 1997
Elliðavatnsblettur 14, nýbygging
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 22.04.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 21.04.97 um Elliðavatnsblett 14, nýbyggingu.
8. fundur 1997
Elliðavatnsblettur 14, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 01.04.97, varðandi leyfi til að reisa sumarhús úr timbri á lóðinni nr. 14 við Elliðavatnsblett, samkv. uppdr. Teiknist. Torgsins, dags. 17.03.97. Ennfremur lögð fram bókun umhverfismálaráðs, dags. 16.04.97 og bréf rafmagnsstjóra, dags. 10.04.97.
Samþykkt, enda verði húsið flutt á brott borgarsjóði að kostnaðarlausu þegar krafist verður. Tryggja skal umferð gangandi meðfram vatninu.
18. fundur 1996
Elliðavatnsblettur 14, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 9.8.96, varðandi viðbyggingu við bústað að Elliðavatnsbletti 14, samkv. uppdr., dags. í janúar 1992.
Frestað.