Spöngin
Skjalnúmer : 8930
13. fundur 1999
Spöngin , lóð E
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Hrafnkels Thorlacius ark. dags. 12.02.99 ásamt uppdr. Hauks Harðarsonar ark. dags. 15.02.99 að fyrirhuguðum byggingum á einingu E í verslunar- og þjónustumiðstöðinni Spöng á Borgarholti. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 4.03.99 ásamt bréfi skrifstofustj. borgarverkfræðings, dags. 27.01.99, varðandi breytingar á skipulagi á Spönginni og bréfi Þyrpingar h.f., dags. 21.01.99. Málið var í auglýsingu frá 23.3.-24.4., athugasemdafrestur var til 7. maí 1999.
Samþykkt.
9. fundur 1999
Spöngin , lóð E
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9.3.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 8. s.m. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar E við Spöninga.
6. fundur 1999
Spöngin , lóð E
Lagt fram bréf Hrafnkels Thorlacius ark. dags. 12.02.99 ásamt uppdr. Hauks Harðarsonar ark. dags. 15.02.99 af fyrirhuguðum byggingum á einingu E í verslunar- og þjónustumiðstöðinni Spöng á Borgarholti. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 4.03.99 ásamt bréfi skrifstofustj. borgarverkfræðings, dags. 27.01.99, varðandi breytingar á skipulagi á Spönginni og bréfi Þyrpingar h.f., dags. 21.01.99.
Samþykkt samhljóða að leggja til við borgarráð að tillaga dags. 15.2.99, eining E verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi á Spönginni. Vísað til upplýsingar í hverfisnefnd Grafarvogs. Málinu frestað að öðru leyti.
1. fundur 1999
Spöngin 43-47, breyting á byggingarreit
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Hrafnkels Thorlacius arkitekts, dags. 27.10.98, varðandi framkvæmdaáform Þyrpingar og breytingar á byggingarreit, samkv. uppdr. sama, dags. 25. október 1998. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 04.11.98. Einnig lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.11.98, varðandi byggingu verslunarhúss á lóðinni Spöngin lóðB, samkv. uppdr. Hauks Harðarsonar arkitekts, dags. 02.11.98. Málið var í kynningu frá 18. nóv. til 16. des. 1998. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt
24. fundur 1998
Spöngin 43-47, breyting á byggingarreit
Lagt fram bréf Hrafnkels Thorlacius arkitekts, dags. 27.10.98, varðandi framkvæmdaáform Þyrpingar og breytingar á byggingarreit, samkv. uppdr. sama, dags. 25. október 1998. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 04.11.98.
Samþykkt að kynna erindið samkv. 2. mgr. 26. gr. laga nr. 73/1997 fyrir hagsmunaaðilum að Vættaborgum 6.
8. fundur 1994
Spöngin 43-47, staðsetning Mormónakirkju
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 29.03.94 á bókun skipulagsnefndar frá 28.03.1994 um byggingu mormónakirkju við Spöngina í Borgarholti.
7. fundur 1994
Spöngin 43-47, staðsetning Mormónakirkju
Lögð fram tillaga Borgarskipulags um staðsetningu kapellu fyrir Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, á Spönginni í Borgarholti, dags. 13.3.94.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna í meginatriðum.