Skeifan 13
Skjalnúmer : 6742
8. fundur 1997
Skeifan 13, bensínafgreiðsla
Að aflokinni 4 vikna kynningu er lagt fram að nýju erindi Gunnars O. Skaptasonar f.h. Bensínorkunnar ehf, dags. 15.10.96, varðandi eldsneytisafgreiðslu á lóðinni nr. 13 í Skeifunni samkv. uppdr. Hauks Harðarsonar arkitekts, dags. 27.01.97, ásamt bréfi Hauks Harðarsonar, dags. 29.01.97, varðandi bílastæði. Ennfremur lagt fram bréf Gunnars Á. Kristjánssonar verkfræðings f.h. Brunamálastofnunar ríkisins, dags. 21.02.97. Einnig lagðar fram eftirfarandi athugasemdir: Frá Óskari Baldurssyni framkv.stj., f.h. Húsfélagsins Faxafen 5 ehf, dags. 07.04.97, Húsfélagi Skeifunnar 11a til 11d, dags. 25.03.97, Hilmari Magnússyni hdl. f.h. Lóðarfélags Suðurlandsbrautar 46-54, dags. 15.04.97.
Synjað. Nefndin getur ekki fallist á erindið eins og það liggur fyrir.
5. fundur 1997
Skeifan 13, bensínafgreiðsla
Lagt fram erindi Gunnars O. Skaptasonar f.h. Bensínorkunnar ehf, dags. 15.10.96, varðandi eldsneytisafgreiðslu á lóðinni nr. 13 í Skeifunni samkv. uppdr. Hauks Harðarsonar arkitekts, dags. 27.01.97, ásamt bréfi Hauks Harðarsonar, dags. 29.01.97, varðandi bílastæði. Ennfremur lagt fram bréf Gunnars Á. Kristjánssonar verkfræðings f.h. Brunamálastofnunar ríkisins, dags. 21.02.97.
Nefndin samþykkir að auglýsa tillöguna í 4 vikur.