Skipulags- og umferðarnefnd, Siglingasamband Íslands, Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, Miðborg, þróunaráætlun,

Skipulags- og umferðarnefnd

10. fundur 1999

Ár 1999, mánudaginn 19. apríl kl. 09:00, var haldinn 10. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Ágústsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Halldór Guðmundsson og Júlíus V. Ingvarsson. Einnig var Helgi Hjörvar mættur sem varamaður. Fundarritari var Jón Árni Halldórsson.
Þetta gerðist:


Skipulags- og umferðarnefnd, undirnefnd um umferðaröryggismál
Lögð fram fundargerði 8. fundar umferðaröryggisnefndar frá 12.03.99:
1. Staðbundnar aðgerðir - skj.nr. 7559, lagðar fram greinargerðir Línuhönnunar og GHG umferðardeild um svartbletti og hugmyndir að aðgerðum ásamt samantekt gatnamálastjóra um samanþykktir nefnda. Farið var í gegnum greinargerðinar og málinu frestað til næsta fundar.

Lögð fram fundargerð 9. fundar umferðaröryggisnefndar frá 07.04. og 09.04.99.
1. Staðbundnar aðgerðir - skj.nr. 7559, farið yfir meðfylgjandi lista um aðgerðir í umferðaröryggismálum. Fundarmenn efnislega sammála framlögðum vinnulista nema að ágreiningur var um aðgerðir í Bankastræti, þ.e. að afleggja tvöfalda vinstri beygju. Óskað var eftir að nefndin fengi að sjá nánari útfærslu á aðgerðum í Ármúla á næsta fundi. GÁ óskaði eftir kostnaðaryfirliti yfir staðbundnar aðgerðir á árinu 1998.
2. Seljabraut tillögur- skj.nr. 7055, kynntar aðgerðir á Seljabraut milli Engjasels og Flúðasels. Nefndin samþykkti að kynna íbúum tillögu 1a með áherslu á aðgerðum 1, 4 og 7.
3. Garðastræti- skj.nr. 5884, erindi íbúa að Garðastræti 40, þar sem farið er fram á að Garðastræti, frá Sólvallagötu að Túngötu, verði gert að einstefnugötu til norðurs og gerð verði skástæði að austan verðu í götunni. Synjað.
4. Vogaland - skj.nr. 5690, erindi íbúa um að sett verði hraðahindrun í botnlangann. Samþykkt að lækka hámarkshraða í götunni í 30 km/klst með skilti.
5. Langirimi - skj.nr. 9265, undirskriftarlisti foreldra barna í leikskólanum Lyngheimum, þar sem farið er fram á að hjáleið um bílaplan við leikskólann verði lokað og í stað verði umferð hleypt á götuna. Málið rætt og frestað.
6. Bólstaðarhlíð, lokun - skj.nr. 8197, nefndin samþykkir viðvarandi lokun Bólstaðarhlíðar.
7. Innkeyrsla að söluskála á lóð Skeljungs við Miklubraut norður - skj.nr. 5871, nefndin samþykkir framlagðan uppdrátt teiknistofu Hauks Harðarsonar ehf. með nýrri innkeyrslu að söluskála.
8. Skeiðarvogur, tafir SVR - skj.nr. 9369. Lagt fram erindi Lilju Ólafsdóttur forstjóra SVR varðandi tafir strætisvagna á Skeiðarvogi. Umferðardeild falið að kanna málið.
Skipulags- og umferðarnefnd tók mál nr. 1, 4 og 6 af fundargerð 9. fundar til umfjöllunar.
1. Staðbundnar aðgerðir
Miðeyja neðst í Bankastræti samþykkt með 3 atkvæðum gegn 1.

4. Vogaland
Frestað. Skipulags- og umferðarnefnd frestar málinu.

6. Bólstaðarhlíð, lokun .
Samþykkt í skipulags- og umferðarnefnd með 4 atkvæðum, Halldór Guðmundsson sat hjá.


Siglingasamband Íslands,
Lagt fram bréf skrifst.stj. borgarstjórnar, dags. 23.03.99, varðandi þarfir siglingamanna. Einnig lagt fram bréf Siglingasambands Íslands, dags. 12.03.99.


Höfuðborgarsvæðið, svæðisskipulag, þematillögur
Lögð fram drög að umsögn borgarverkfræðings og Borgarskipulags, dags. 14.04.99, um þematillögur svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins.
Skipulagsstjóri kynnti.

Miðborg, þróunaráætlun,
Lögð fram drög að greinargerð um bílastæðamál tengd Kvosinni og byggingu tónlistarráðstefnuhúss og hótels í miðbænum, dags. í apríl 1999. Ennfremur drög að stefnu í umferðarmálum og greinargerð um Hlemm og umhverfi, dags. í okt. 1998.