Miðborg, þróunaráætlun,
Deiliskipulag,
Eirhöfði 11,
Eiríksgata 5,
Grensásvegur 14,
Gatnagerðaráætlun,
Keilugrandi 1,
Laugavegur 53B,
Kjalarnes, Vallá,
Korpúlfsstaðir,
Kjalarnes, Perluhvammur,
Skerjafjörður,
Bæjarflöt 13/Gylfaflöt 15,
Njálsgata 15A,
Vallengi 1-15,
Vesturbæjarsundlaug,
Gerðuberg 3-5,
Skipulags- og umferðarnefnd,
Geirsgata 19,
Skipulags- og umferðarnefnd
27. fundur 1998
Ár 1998, mánudaginn 14. desember kl. 09:00, var haldinn 27. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Ágústsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Inga Jóna Þórðardóttir og Júlíus V. Ingvarsson. Fundarritari var Ágúst Jónsson.
Þetta gerðist:
Miðborg, þróunaráætlun,
Lögð fram íslensk þýðing á greinargerð um stefnumörkun fyrir miðborg Reykjavíkur sem lögð var fram á ensku í desember 1997.
Deiliskipulag, forval
Lagðar fram niðurstöður úr forvali fyrir deiliskipulag á reitum í miðborginni, dags. 14.12.98.
Eirhöfði 11, mastur
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.11.98, þar sem m.a. er sótt um að reisa 30 m hátt mastur fyrir fjarskiptaloftnet á lóðinni nr. 11 við Eirhöfða. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 11.12.98. Ennfremur lagt fram bréf Landssímans hf., dags. 11.12.98.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi, en leggur áherslu á að ekki verði settar auglýsingar á fjarskiptamastur.
Eiríksgata 5, nýbygging
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Björns Skaptasonar arkitekts, dags. 22.09.98, varðandi uppbyggingu á lóðinni á horni Barónsstígs og Eiríksgötu, skv uppdr. Atelier arkitekta dags. 6.10.98 og 22.09.98, ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 07.10.98. Einnig lagt fram athugasemdabréf íbúa við Barónsstíg 59, 61, 63 og 65, dags. 05.11.98 og Finns Bárðarsonar, Barónsstíg 63, dags. 16.11.98. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 02.12.98, breytt 14.12.98 og br. teikningar Björns Skaftasonar, dags. 06.12.98 mótt. 11.12.98. Málið var í kynningu frá 19. okt. til 16. nóv. 1998. Ennfremur lögð fram bréf Björns Skaptasonar arkitekts, dags. 30.11.98 og 08.12.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsögn Borgarskipulags, dags. 2.12. br. 14.12.98 um athugasemdir sem bárust að lokinni grenndarkynningu. Ennfremur samþykkir nefndin tillöguuppdrætti Björns Skaptasonar, arkitekts, dags. 6.12.98.
Grensásvegur 14, hækkun, gistiheimili
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.11.98, varðandi hækkun um eina hæð og innréttingu gistiheimilis á 3. og 4. hæð á lóðinni nr. 14 við Grensásveg, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Garðastræti 17, dags. 10.10.89, samþ. á fundi byggingarnefndar 28.06.90. Einnig lagt fram bréf Stakfells ehf, dags. 04.11.98.
Nefndin samþykkir að kynna erindið samkv. 2. mgr. 26. gr. laga nr. 73/1997 fyrir hagsmunaaðilum að Grensásvegi 6, 12 og 16 Síðumúla 33, 35 og 37.
Gatnagerðaráætlun, fjárhagsáætlun 1999
Lögð fram fjárhagsáætlun gatnamálastjóra fyrir árið 1999.
Keilugrandi 1, landnotkunarbreyting
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags, dags. 18.09.98, að breytingu á aðalskipulagi á Keilugranda 1. Einnig lagt fram mótmælabréf frá Stefáni J. Hreiðarssyni og Margréti O. Magnúsdóttur, dags. 08.12.98, varðandi landnotkunarbreytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur að Keilugranda 1 og umsögn Borgarskipulags, dags. 14.12.98 um þær athugasemdir sem bárust.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsögn Borgarskipulags um athugasemdir sem bárust vegna auglýsingar á tillögu um breytt aðalskipulag á lóðinni Keilugrandi 1. Ennfremur samþykkir nefndin framlagða tillögu að breytingu á landnotkun á lóðinni.
Skipulags- og umferðarnefnd telur mikilvægt að heilbrigðiseftirlit fylgist vel með notkun svartolíu á lóðinni.
Laugavegur 53B, nýbygging
Lagt fram bréf skrifst.stj. byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.11.98, varðandi byggingu verslunar-, þjónustu- og íbúðarhúss á lóðinni nr. 53B við Laugaveg, samkv. uppdr. Arnar Sigurðssonar arkitekts, dags. 17.11.98. Einnig lagðir fram nýir uppdr. Arnar Sigurðssonar, dags. 01.12.98 og bréf Kolbrúnar S. Guðmundsdóttur, dags. 11.12.98.
Frestað
Kjalarnes, Vallá, br. aðalskipulag
Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 10.12.98 varðandi málið.
Korpúlfsstaðir, Korpuskóli
Lagt fram bréf Vinnustofu arkitekta ehf, dags. 26.11.98, varðandi tímabundna notkun á vesturenda hússins að Korpúlfsstöðum sem skóla. Einnig lögð fram skýrsla byggingardeildar borgarverkfræðings og ARKÍS, dags. í nóvember 1998. Ennfremur lögð fram samantekt Borgarskipulags, dags. 10.12.98 ásamt umsögn og tillögu umferðardeildar, dags. 09.12.98.
Nefndin samþykkir með 3 samhlj. atkv. tillögur umferðardeildar um úrbætur varðandi umferðaröryggi.
Vísað til kynningar í hverfisnefnd Grafarvogs og fyrir íbúum í Staðarhverfi og Víkurhverfi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðsluna og vísa til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í borgarráði 27.11.97.
Kjalarnes, Perluhvammur, nýbygging
Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 09.09.98, varðandi byggingu íbúðarhúss í Perluhvammi í Álfsnesi. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 03.12.98.
Nefndin synjar erindinu með vísan til umsagnar skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 9.9.98 með 3 samhlj. atkv. (Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá)
Skerjafjörður, íbúðabyggð
Hugmynd Björns Ólafs að íbúðabyggð á uppfyllingu í Skerjafirði, sunnan Reykjavíkurflugvallar kynnt.
Bæjarflöt 13/Gylfaflöt 15, lóðarafmörkun
Lagt fram bréf skrifst.stjóra byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.11.98, varðandi byggingu atvinnuhúsnæðis á lóðinni Bæjarflöt 13/Gylfaflöt 15, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Ármúla 6, dags. 17.11.98. Einnig lagt fram bréf skrifst.stj. borgarverkfræðings, dags. 17.07.98 og umsögn Borgarskipulags, dags. 09.12.98.
Samþykkt með vísan til umsagnar Borgarskipulags.
Njálsgata 15A, breytingar
Lagt fram bréf Jóns S. Ólafssonar f.h. Rósu Rúnudóttur, dags. 03.12.98, varðandi breytingar á húsinu Njálsgötu 15A, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Kvarða, dags. í jan. 1998, br. í nóvember 1998. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 08.12.98.
Samþykkt með vísan til umsagnar Borgarskipulags.
Vallengi 1-15, bílgeymslur
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf skrifstofustj. byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar dags. 28.09.98 varðandi byggingu þriggja bílskúra fyrir hús nr. 5-11 á lóð nr. 1-15 við Vallengi skv. uppdr. Helga M. Halldórssonar dags. 15.09.98. Erindinu fylgir samþykki íbúa, dags. 30.01.98. Einnig lagt fram bréf Helga Más Halldórssonar arkitekts, dags. 20.10.98, varðandi stækkun á byggingarreit, samkv. uppdr. Arkitekta, Skógarhlíð, dags. 15.09.98, br. 19.10.98 og umsögn Borgarskipulags, dags. 23.10.98. Málið var í kynningu frá 10. nóv. til 10. des. 1998.
Samþykkt
Vesturbæjarsundlaug, útiskýli, eimbað, viðbygging
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf frá byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 09.10.98, varðandi byggingu útiskýlis, eimbaðs o.fl. við sundlaug Vesturbæjar við Hofsvallagötu, samkv. uppdr. Jes Einars Þorsteinssonar arkitekts, dags. í sept. 1998. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 21.10.98. Málið var í kynningu frá 10. nóv. til 10. des. 1998.
Samþykkt
Gerðuberg 3-5, stækkun anddyris
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 11.12.98, varðandi stækkun anddyris Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergi, samkv. uppdr. Halldórs Guðmundssonar arkitekts, dags. 02.12.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 11.12.98.
Samþykkt með vísan í umsögn Borgarskipulags.
Skipulags- og umferðarnefnd, undirnefnd um umferðaröryggismál
Lögð fram fundargerð nefndar um umferðaröryggismál frá fundi þann 09.12.98.
Geirsgata 19, bensínstöð, innkeyrsla, bílastæði
Skipulags- og umferðarnefnd staðfestir eftirfarandi afgreiðslu undirnefndar um umferðaröryggismál frá 9.12.98.
1. Geirsgata 19, bensínstöð, innkeyrsla, bílastæði - skj.nr. 10168.
Lagt fram bréf Olíufélagsins Esso, dags. 24.11.98, varðandi breytingu á innkeyrslu að bensínstöð á Geirsgötu 11 og fyrirkomulagi bílastæða, samkv. uppdr. Vinnustofunnar Þverá, dags. í okt. 1998.
Samþykkt með fyrirvara um upphækkun (öldu), vegna gangstígs. Lóðarhafar skulu greiða kostnað sem af breytingunni hlýst og vinna að frekari útfærslu í samráði við umferðardeild borgarverkfræðings.