Skipulags- og umferðarnefnd,
Alþingisreitur,
Egilsgata 3,
Garðastræti 21,
Haðarstígur 6,
Naustabryggja 55 og 57, 54 og 56,
Sjúkrahús Reykjavíkur, Fossvogi,
Skildinganes 11,
Vesturlandsvegur, Fífilbrekka,
Viðarás 35A,
Þróttarsvæði,
Laugavegur,
Skipulags- og umferðarnefnd
13. fundur 1998
Ár 1998, mánudaginn 22. júní kl. 10:00, var haldinn 13. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Ágústsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Óskar Bergsson, Inga Jóna Þórðardóttir og Júlíus V. Ingvarsson. Fundarritari var Guðný Aðalsteinsdóttir.
Þetta gerðist:
Skipulags- og umferðarnefnd,
Formaður nefndar, Guðrún Ágústsdóttir, bauð nýja nefndarmenn velkomna. Skipulagsstjóri afhenti nýjum nefndarmönnum ýmis gögn varðandi nefndina og Borgarskipulag. Borgarverkfræðingur lýsti nokkrum verkefnum embættisins og samstarfsverkefni. Steinunn Valdís Óskarsdóttir var kosin varaformaður nefndarinnar.
Alþingisreitur, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu eru lögð fram að nýju erindi Alþingis og Oddfellow dags. 27.05.97 og 01.08.97 ásamt tillögu teiknistofunnar Batterísins að breyttu deiliskipulagi á Alþingisreit stgr. 1.141, dags. 22.1.98, breytt 20.03.98 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, líkani og eldri gögnum. Einnig lögð fram umsögn Árbæjarsafns varðandi fornleifar á Alþingisreit dags. 20.3. 98 og yfirlýsing Alþingis um útfærslu á nýbyggingum á reitnum, dags. 23.3.98. Ennfremur lögð fram bréf Elíasar Mar, mótt. 12.05.98 og bréf form. hússtjórnar Oddfellowhússins, dags. 06.05.98 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 19.06.98. Lagt fram bréf borgarverkfræðings dags., 22.06.98.
Frestað að ósk minnihluta nefndarmanna
Egilsgata 3, ofanábygging
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Einars Páls Svavarssonar framkvæmdastjóra Domus Medica hf., dags. 07.05.98, varðandi ósk um stækkun 6. hæðar húss nr. 3 við Egilsgötu, samkv. uppdr. Garðars Halldórssonar ark., dags. 05.05.98.
Samþykkt
Garðastræti 21, ofanábygging
Lögð fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 04.05.98 og 29.05.98, varðandi byggingu 3. hæðar ofaná húsið á lóðinni Garðastræti 21, samkv. uppdr. Guðmundar E. Þorlákssonar, samþ. í byggingarnefnd 15. janúar 1927. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 19.05.98 og minnispunktar Árbæjarsafns dags. 18.05.98.
Frestað að ósk minnihluta nefndarmanna.
Haðarstígur 6, breyting
Lagt fram frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa bréf dags. 10.06.98 varðandi endurnýjun byggingarleyfis fyrir hús nr. 6 við Haðarstíg skv. uppdr. Guðrúnar Stefánsdóttur ark. dags. 21.08.96.
Samþykkt að senda erindið í grenndarkynningu skv. 7. mgr. 43. gr.skipulags og byggingarlaga og kynnt fyrir eig. húsa Haðarstígs 4 og 8 og Njarðargötu 29, 31 og 33.
Naustabryggja 55 og 57, 54 og 56, lóðamarkabreyting
Lagt fram bréf Björns Ólafs arkitekts, dags. 03.06.98, ásamt teikningu, dags. í maí 1998, varðandi breytingu á lóðarmörkum húsanna 55 og 57 og 54 og 56 á Naustabryggju,
Samþykkt
Sjúkrahús Reykjavíkur, Fossvogi, stækkun
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 10.06.98, varðandi stækkun Sjúkrahúss Reykjavíkur, Fossvogi, samkv. uppdr. Jóns Björnssonar arkitekts, dags. 2.06.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags., 18.06.98.
Samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi.
Skildinganes 11, einbýlishús
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 04.05.98, varðandi byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 11 við Skildinganes, samkv. uppdr. Rúnars Gunnarssonar, dags. 19.04.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 07.05.1998.
Samþykkt
Vesturlandsvegur, Fífilbrekka, viðbótarstarfsleyfi
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 04.05.98, varðandi viðbótarstarfsleyfi fyrir Sandsöluna ehf. í landi Fífilbrekku við Vesturlandsveg, samkv. tillögu Umhverfisgallerísins, dags. 08.03.98 og bréfi Sigurðar Ó. Grétarssonar, dags. 24.04.98. Einnig lögð fram bókun umhverfismálaráðs, dags. 20.05.98 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 19.06.98.
Erindinu synjað með tilvísun í umsögn Borgarskipulags og bókun umhverfismálaráðs.
Viðarás 35A, breytt lóðarmörk
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf eigenda parhússins nr. 35A við Viðarás, dags. 11.02.98, varðandi breytingu á lóðarmörkum, samkv. uppdr. Borgarskipulags, dags. 06.05.98. Einnig lögð fram umsögn garðyrkjustjóra, dags. 06.05.98, ásamt samþykki meðlóðarhafa, dgs. 10.5.1998. Ennfremur lagt fram bréf íbúa/eigenda Viðaráss 49, 53, 55, 57 og 57A, mótt. 18.06.98 og umsögn Borgarskipulags dags., 19.06.98.
Synjað með vísan í umsögn Borgarskipulags.
Þróttarsvæði, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Kanon arkitekta ehf að deiliskipulagi á svæði sem markast af Holtavegi, Sæbraut, Sæviðarsundi og Njörvasundi samkvæmt uppdráttum, greinargerð og skilmálum A, dags. 24.04.98, ásamt gögnum Almennu verkfræðistofunnar dags. í apríl 1998, varðandi hljóðstig og bókun umhverfismálaráðs, dags. 25.02.98. Einnig lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 19.06.98.
Samþykkt. Endanleg ákvörðun um mörk götu og lóða einbýlis- og parhúsa er þó frestað.
Laugavegur, fegrun
Formarður skipulagsnefndar kynnti um lok fegrunaraðgerða við Laugaveg.