Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Hverfisgata 59, 61 og Frakkastígur 6B, Krosshamrar 5, Bólstaðarhlíð 47, Háteigsskóli, Einholt-Þverholt, Úlfarsárdalur, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Tryggvagata 16, Kambavað 1-3, Laugavegur 34A og 36, Gámaþjónustan hf., Skógræktarsvæði Reykjavíkurborgar, Hofsvallagata, Strætó bs., Vesturlandsvegur- Grundarhverfi, Fjarðarsel 2-18, Orrahólar, Bergstaðastræti, Njarðargata, Skothúsvegur, Umhverfis- og skipulagssviðs, Ölfus/Grafningur, Umhverfis- og skipulagssvið, Kjalarnes, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, 1.172.0 Brynjureitur, Njarðargata 25, Njarðargata 25, Ægisíða 74, Þingholtsstræti 18, Búðavað, gestabílastæði, Guðrúnargata 8, Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Fegrunarnefnd, Fiskislóð 11-13 og 47, Gamla höfnin - Vesturbugt, Grandavegur 44, Hafnarstrætisreitur 1.118.5, Holtavegur 11, Jafnasel 1-3, Kvosin, Landsímareitur, Mýrargata, Reitur 1.131, Nýlendureitur, Njálsgötureitur 3, Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, Reykjavíkurflugvöllur, flugstjórnarmiðstöð, Reitur 1.132.0, Norðurstígsreitur, Suðurhlíðar 9, Klettaskóli, Öskjuhlíð, Ásatrúarfélagið,

28. fundur 2013

Ár 2013, miðvikudaginn 14. ágúst kl. 09:13, var haldinn 28. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman,Karl Sigurðsson, Diljá Ámundadóttir, Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Gísli Marteinn Baldursson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 12. 19. og 26. júlí 1. og 9. ágúst 2013.



Umsókn nr. 130235 (01.15.25 01)
460212-1460 Hverfill ehf.
Helluvaði 1 110 Reykjavík
660504-2060 Plúsarkitektar ehf
Laugavegi 59 101 Reykjavík
2.
Hverfisgata 59, 61 og Frakkastígur 6B, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram að nýju umsókn Hverfils ehf. dags. 10. maí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.152.5 vegna lóðanna nr. 59 og 61 við Hverfisgötu og 6b við Frakkastíg. Í breytingunni felst sameining lóða, bygging bílkjallara og loka undirgöngum samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 2. maí 2013. Erindi var í auglýsingu frá 14. júní til 25. júlí 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Helgi S. Gunnarsson og Ragnheiður Lárusdóttir dags. 19. júlí 2013, Landslagnir ehf., dags. 23. júlí 2013, Þóra Andrésdóttir , dags. 25. júlí 2013. Helgi S. Gunnarsson og Ragnheiður Lárusdóttir afturkalla sína athugasemd með bréfi, dags. 29. júlí 2013. Einnig lagt fram bréf hverfisráðs miðborgar, dags. 23. júlí 2013.

Valný Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Sverrir Bollason tók sæti á fundinum kl. 9:22.
Athugasemdir kynntar

Umsókn nr. 130267 (02.29.47)
190177-4329 Atli Már Agnarsson
Ásakór 4 203 Kópavogur
140669-4319 Rúnar Ingi Guðjónsson
Álfholt 26 220 Hafnarfjörður
3.
Krosshamrar 5, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Atla M. Agnarssonar dags. 29. maí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hamrahverfis vegna lóðarinnar nr. 5 við Krosshamra. Í breytingunni felst stækkun hússins, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Rúm dags. 28 maí 2013. Tillagan var grenndarkynnt frá 10. júní til og með 10. júlí 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jón Kristjánsson dags. 27. júní 2013. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. júlí 2013.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 29. júlí 2013.

Umsókn nr. 130337 (01.27.12)
4.
Bólstaðarhlíð 47, Háteigsskóli, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 47 við Bólstaðarhlíð, Háteigsskóli. Í breytingunni felst að koma fyrir byggingarreit fyrir tvær færanlegar kennslustofur ásamt tengigangi, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 9. ágúst 2013. Einnig er lagt fram bréf skólastjóra Háteigsskóla dags. 9. ágúst 2013.

Helga Lund verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Frestað
Umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir minnisblaði frá skóla- og frístundasviði um nauðsyn þess að færa til kennslustofur. Ráðið ítrekar þá stefnu borgarinnar að frístundastarf skuli fara fram innan veggja skólanna þar sem því verður við komið og telur þörf á rökstuðningi fyrir því að börn sem rúmast ágætlega fyrir hádegi innan veggja skólans geta ekki verið þar eftir hádegi.
Jafnframt óskar ráðið eftir almennum upplýsingum um húsnæðismál frístundaheimilanna:
a. Hversu mörg frístundaheimili eru inni í húsnæði skólanna?
b. Hversu mörg frístundaheimili eru í lausum kennslustofum?
c. Hversu mörg frístundaheimili eru í öðru húsnæði, s.s. utan skólans?
d. Hversu mörg frístundaheimili eru aðþrengd eða í húsnæði sem þyrfti að betrumbæta?



Umsókn nr. 130238 (01.24.43)
5.
Einholt-Þverholt, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi samkvæmt uppdrætti og greinargerð Ask arkitekta dags. 26. júní 2013 breytt 11. ágúst 2013.
Einnig lagður fram skýringaruppdráttur dags. 26. júní 2013 breytt 11. ágúst 2013. Svæðið afmarkast af Einholti, Háteigsvegi, Þverholti og Stórholti. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt frá 5. til 18. júlí 2013. Athugasemdir og ábendingar sendu: Sigurður A. Sigurðsson og Árný L. Sigurðardóttir, dags. 8. júlí 2013, Þórarinn Hauksson dags. 9., 10. og 12. júlí 2013, Eygló Guðjónsdóttir og Magnús Steinarsson dags. 18. júlí 2013.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 120553 (02.6)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
6.
Úlfarsárdalur, hönnunarsamkeppni um samþættan leik- og grunnskóla
Lögð fram til kynningar forsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. í ágúst 2013 vegna hönnunarsamkeppni um samþættan leik- og grunnskóla með aðstöðu fyrir frístunda- og félagsstarf, menningarmiðstöð og almenningsbókasafn, sundlaug og íþróttahús í Úlfarsárdal.

Hildur Sverrisdóttir tók sæti á fundinum kl. 10:08.

Nikulás Úlfar Másson skrifstofustjóri sat fundinn undir þessum lið.
Frestað.
Kynna skal forsögn og tillögu að dómnefnd fyrir hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals.


Umsókn nr. 45423
7.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 739 frá 16. júlí 2013. Fundargerð nr. 740 frá 23. júlí 2013 , fundargerð nr. 741 frá 30. júlí 2013 og fundargerð nr. 742 frá 13. ágúst 2013.



Umsókn nr. 46233 (01.13.210.4)
570498-2669 AFA JCDecaux Ísland ehf
Vesturvör 30b 200 Kópavogur
8.
Tryggvagata 16, Biðskýli
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. júlí 2013 þar sem sótt er um tímabundið leyfi fyrir fjögur biðskýli við Sæbraut/Kalkofnsveg.
Gjald kr. 9.000

Margrét Þormar verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Frestað þar til nánari útfærsla á akstri Strætó bs. um Hverfisgötu liggur fyrir.

Umsókn nr. 130231 (04.73.36)
581298-3589 Kristinn Ragnarsson,arkit ehf
Ármúla 1 108 Reykjavík
9.
Kambavað 1-3, (fsp) stækkun á lóð
Á fundi skipulagsfulltrúa 17. maí 2013 var lögð fram fyrirspurn Kristins Ragnarssonar dags. 7. maí 2013 varðandi stækkun lóðarinnar nr. 1-3 við Kambavað. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar Minjastofnunnar og borgarminjavarðar og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 11. júlí 2013 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 10. júlí 2013.

Valný Aðalsteinsdóttir verkefnisstjórai sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurninga, á eigin kostnað, sem síðan verður auglýst.



Umsókn nr. 130347 (01.17.22)
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
490911-2510 Kolefni ehf.
Borgartúni 27 105 Reykjavík
10.
Laugavegur 34A og 36, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 12. júlí 2013 var lögð fram fyrirspurn Kolefna ehf. dags. 11. júlí 2013 varðandi byggingu á baklóðum húsanna á lóðunum nr. 34A og 36 við Laugaveg, samkvæmt tillögu Arkþings ehf. ódags.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurninga, á eigin kostnað, sem síðan verður auglýst.



Umsókn nr. 130201
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
11.
Gámaþjónustan hf., starfsleyfi
Lagt fram erindi heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags 2. júlí 2013 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs hvort það samrýmist stefnu borgarinnar um meðferð úrgangs í Reykjavík að veita Gámaþjónustunni hf. starfsleyfi.

Frestað.

Umsókn nr. 130156
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
12.
Skógræktarsvæði Reykjavíkurborgar, umsjón skógræktarsvæðis
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 28. maí 2013 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs á tillögu stjórnar Skógræktarfélags Reykjavíkur um að Skógræktarfélag Reykjavíkur taki til umsjónar skógræktarsvæði Reykjavíkurborgar.

Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri sat fundinn undir þessum lið.

Frestað.

Umsókn nr. 130203
13.
Hofsvallagata, umræður
Umræður um framkvæmdir á Hofsvallagötu.

"Lagt er til að umhverfis og skipulagssvið boði til almenns íbúafundar strax á næstu dögum um breytingar á skipulagi Hofsvallagötu og framkvæmdir á götunni í tengslum við það. Fyrst og fremst verði tilefni fundarins að kalla eftir samráði, hugmyndum og athugasemdum frá íbúum hverfisins. Á fundinum verður hlustað eftir skoðunum íbúa, þær ræddar í Umhverfis- og skipulagsráði og brugðist við þeim eftir því sem þurfa þykir. Þær verði einnig fóður í umræður um framtíðarfyrirkomulag götunnar. Óskað er eftir því að formaður og/eða varaformaður Umhverfis- og skipulagsráðs sitji fundinn.

Framkvæmdum við götuna verði ekki frestað þar til fundur hefur verið haldinn, enda þær farnar af stað og því fylgir aukinn kostnaður að stöðva þær og setja af stað aftur síðar. Athygli er vakin á því að umræddar framkvæmdir eru til bráðabrigða."
Samþykkt


Umsókn nr. 130059
500501-3160 Strætó bs
Pósthólf 9140 129 Reykjavík
14.
Strætó bs., leiðarkerfisbreytingar 2014
Lagt fram bréf Strætó bs. dags. 4. febrúar 2013 varðandi leiðarkerfisbreytingar hjá Strætó árið 2014. Einnig eru lagðar fram umsagnir hverfisráðs Háaleitis og Bústaða dags. 17. maí 2013, hverfisráðs Laugardals dags. 27. maí 2013.

Frestað.

Umsókn nr. 130202
15.
Vesturlandsvegur- Grundarhverfi, breyting á hringvegi
Lögð fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. ágúst 2013 ásamt tillögu Vegagerðarinnar varðandi breytingu á hringveginum við Grundarhverfi. Í breytingunni felst að eingöngu verði hægt að beygja út úr Klébergsskólavegi inn á Hringveg til hægri. Klébergsskólavegur verði jafnframt mótaður þannig að aðeins verði hægt að beygja af honum
til hægri inn á Hringveg, en ekki verði hægt að beygja af Hringvegi inn á Klébergsskólaveg. Ennfremur felur tillagan í sér að malbika axlir við Klébergsskólaveg og setja vegrið í miðjan Hringveg til að loka fyrir beygjur til vinstri. Tillagan felur einnig í sér að lengja vinstribeygjuvasa á Hringvegi við Brautarholtsveg.

Vísað til umsagnar hjá hverfisráði Kjalarnes.

Umsókn nr. 130154
101262-3409 Sindri Sveinsson
Fjarðarsel 16 109 Reykjavík
281262-5139 Páll Þór Kristjánsson
Fjarðarsel 18 109 Reykjavík
16.
Fjarðarsel 2-18, áskorun vegna bílastæða
Lagt fram bréf lögreglustjórans í Reykjavík dags. 8. júlí 2013 það sem fallist er á tillögu umhverfis- og samgönguráðs um bann við að leggja bílum í Flúðaseli beggja vegna götunnar frá Seljabraut vestur fyrir Fjarðarsel og að beygju á Flúðaseli.



Umsókn nr. 130158
17.
Orrahólar, stöðubann
Lagt fram bréf lögreglustjórans í Reykjavík dags. 8. júlí 2013 það sem fallist er á tillögu umhverfis- og samgönguráðs um stöðubann verði við vesturkant Orrahóla frá Krummahólum að bílastæði í suðurenda götunnar og við austurkant frá innkeyrslu að Orrahólum 7 að Norðurhólum



Umsókn nr. 130165
18.
65">Bergstaðastræti, einstefna
Lagt fram bréf lögreglustjórans í Reykjavík dags. 8. júlí 2013 það sem fallist er á tillögu umhverfis- og samgönguráðs að einstefna verði á Bergstaðastræti til norðurs frá Skólavörðustíg að Laugavegi.





Umsókn nr. 130164
19.
Njarðargata, stöðubann
Lagt fram bréf lögreglustjórans í Reykjavík dags. 8. júlí 2013 það sem fallist er á tillögu umhverfis- og samgönguráðs að bannað verði að leggja bílum við suðurkant Njarðargötu frá Þórsgötu að Eiríksgötu.




Umsókn nr. 130159
20.
Skothúsvegur, stöðubann
Lagt fram bréf lögreglustjórans í Reykjavík dags. 8. júlí 2013 það sem fallist er á tillögu umhverfis- og samgönguráðs að stöðubann verði við norður- og suðurkant Skothúsvegar frá Suðurgötu að Fríkirkjuvegi.




Umsókn nr. 130186
21.
Umhverfis- og skipulagssviðs, Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna umhirðu borgarlands
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 3. júli 2013 var lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Mörtu Guðjónsdóttur, Gísla Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur svohljóðandi
Tillögunni fylgir greinargerð.
Þriðja árið í röð er grassláttur og almenn umhirða á opnum grænum svæðum og við umferðagötur í borginni langt frá því að vera viðunandi. Augljóslega er betur að þessu staðið í nærliggjandi sveitarfélögum og nú er svo komið að víða í borginni er arfi, úr sér vaxið gras og almenn óhirða orðin svo áberandi að ásýnd borgarinnar líður verulega fyrir. Því er lagt til að þegar verði gert átak í því að koma þessum málum í betra horf. Einnig er lögð fram greinargerð skrifstofustjóra reksturs og umhirðu borgarlands dags. í júlí 2013

Tillagan felld með 6 atkvæðum Fulltrúa Besta flokksins Elsu Hrafnhildar Yeoman, Diljár Ámundadóttur og Karls Sigurðssonar og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Sverris Bollasonar og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur gegn 3 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífilis Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur.

Fulltrúar Besta flokksins Elsa Hrafnhildur Yeoman, Diljá Ámundadóttir og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir bókuðu:
¿Samkvæmt mati skrifstofustjóra reksturs og umhirðu borgarlandsins er ástandið vel viðunandi hvað grasslátt og umhirðu borgarlandsins varðar. Í sumar hefur verið ráðist í atvinnuátaksverkefni til að bæta umhirðu borgarlandsins til viðbótar við það sem fyrir lá í fjárhagsáætlun. Að forgangsraða frekari fjármunum til þessara verka er ekki ráðlegt, enda yrði það á kostnað annarra og brýnni verkefna. Þá liggja ekki fyrir nein gögn sem sýna fram á að betur sé að þessum málum staðið í nærliggjandi sveitarfélögum. Óski tillöguflytjendur eftir breytingum á þessum málum er þeim í lófa lagið að leggja fram tillögu þess efnis við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014.¿

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir bókuðu:
¿Öllum borgarbúum er ljóst að sleifarlag hefur verið við grasslátt og almenna umhirðu borgarlandsins í sumar. Það kom raunar einnig fram í munnlegum svörum á þessum fundi að nokkur misbrestur hefði orðið á grasslætti snemmsumars. Fullyrðingar um að grassláttur hafi gengið eins og í sögu eru því ekki réttar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillögu sína um áttak í grasslætti fram þann 3. júlí og það er eftir öðru í þessu máli að það hafi tekið meirihlutann 6 vikur að svara því hvort hann hyggðist slá grasið í borginni almennilega. Efnislega virðist svarið vera nei¿

Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi kl. 13:27 þá var einnig búið að afgreiða liði 14 til 59.

Fulltrúar Besta flokksins Elsa Hrafnhildur Yeoman, Diljá Ámundadóttir og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir óskuðu bókað:
"Skiptar skoðanir eru um hvernig standa skuli að grasslætti og almennri umhirðu borgarlandsins. Einhverjum þykir of lítið slegið, öðrum of mikið slegið og enn aðrir eru sáttir við stöðu mála. Þetta mál snýst um forgangsröðun fjármuna og er það mat fulltrúa SamBesta og VG að hún sé rétt í þessu tilviki."


Umsókn nr. 130325
420369-7009 Sveitarfélagið Ölfus
Hafnarbergi 1 815 Þorlákshöfn
22.
Ölfus/Grafningur, deiliskipulag við Bolaöldur
Lagður fram að nýju tölvupóstur skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins Ölfusar dags. 28. júní 2013 þar sem kynnt er tillaga að deiliskipulagi fyrir aksturskennslusvæði og vélhjólaakstursbrautir við Bolaöldur á Ölfusi. Einnig er lögð fram greinargerð dags. 3. júní 2013 og uppdr. 1 og 2 Landmótunar dags. 3. júní 2013. Erindi var vísað til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 17. júlí 2013.

Árný Sigurðardóttir tók sæti á fundinum undir þessum lið.
Umhverfis- og skipulagsráð tekur undir þær athugasemdir sem fram koma í umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 17. júlí 2013.

Umsókn nr. 130045
23.
Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla
Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í júlí 2013.



Umsókn nr. 130340
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
24.
Kjalarnes, framkvæmdaleyfi
Á fundi skipulagsfulltrúa 12. júlí 2013 var lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 5. júlí 2013 um að grafa meðfram gamla Vesturlandsveginum við Kjalarnes. Umsókninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2013.

Gunnar Sigurðsson verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa og c liðar 12. gr. samþykktar fyrir umhverfis- og skipulagsráð.




Umsókn nr. 130142
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
25.
Betri Reykjavík, fleiri ruslatunnur við göngustíga fyrir hundafólk
Lögð fram önnur efsta hugmynd aprílmánaðar á samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. apríl 2013 og jafnframt efsta hugmynd í málaflokknum Umhverfismál "Fleiri ruslatunnur við göngustíga fyrir hundafólk"ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. júlí 2013.





Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. júlí 2013 samþykkt

Umsókn nr. 130180
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
26.
Betri Reykjavík, Minnkum svifryks- og hljóðmengun með barrtrjám
Lögð fram efsta hugmynd maímánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík og jafnframt efst í málaflokknum Umhverfi "Minnkum svifryks- og hljóðmengun með barrtrjám " sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31.maí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 5. júlí 2013.

Tekið er jákvætt í tillöguna með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 5. júlí 2013.

Umsókn nr. 130179
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
27.
Betri Reykjavík, Hrein borg - fögur borg
Lögð fram fjórða efsta hugmynd maímánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur úr flokknum Umhverfismál "Hrein borg - fögur borg" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31.maí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. júlí 2013.


Tekið er jákvætt í tillöguna með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. júlí 2013.

Umsókn nr. 130144
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
28.
Betri Reykjavík, bekki í Hólahverfið
Lögð fram efsta hugmynd í flokknum Ýmislegt af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 30. apríl 2013 " Bekki í Hólahverfið" ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. júlí 2013.




Tillögunni vísað til fjárhagsáætlunar framkvæmda og viðhalds mannvirkja með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. júlí 2013.

Umsókn nr. 130195
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
29.
Betri Reykjavík, Almenningshjólaleiga
Lögð fram önnur efsta hugmynd júnímánaðar 2013 af samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur ú flokknum Samgöngur "Almenningshjólaleiga" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. ágúst 2013.

Ekki er fallist á tillöguna með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. ágúst 2013.

Umsókn nr. 130197
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
30.
Betri Reykjavík, Nýtt hverfisskipulag- Stuðlar að sjálfbæru, vistvænu hverfi
Lögð fram efsta hugmynd júnímánaðar 2013 úr flokknum Skipulag "Nýtt hverfisskipulag- Stuðlar að sjálfbæru, vistvænu hverfi" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 9. ágúst 2013.






Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 9. ágúst 2013 samþykkt.

Umsókn nr. 130198
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
31.
Betri Reykjavík, Bekkur við fiskbúðina Freyjugötu
Lögð fram þriðja efsta hugmynd júnímánaðar 2013 af samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur úr flokknum Umhverfi "Bekkur við fiskbúðina Freyjugötu" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Tillögunni vísað til fjárhagsáætlunar framkvæmda og viðhalds mannvirkja.

Umsókn nr. 130194
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
32.
Betri Reykjavík, Snyrta hverfið kringum Bólstaðarhlíð og Háteigsskóla
Lögð fram efsta hugmynd júnímánaðar 2013 úr flokknum Framkvæmdir "Snyrta hverfið kringum Bólstaðarhlíð og Háteigsskóla" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.


Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs

Umsókn nr. 130196
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
33.
Betri Reykjavík, Aukin tíðni strætó í Árbæ á kvöldin og um helgar
Lögð fram fjórða efsta hugmynd júnímánaðar 2013 af samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur ú flokknum Samgöngur "Aukin tíðni strætó í Árbæ á kvöldin og um helgar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs

Umsókn nr. 130199
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
34.
Betri Reykjavík, Hafa meira af fallegum útisvæðum/ görðum í úthverfum
Lögð fram efsta hugmynd júnímánaðar 2013 af samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur úr flokknum Umhverfi "Hafa meira af fallegum útisvæðum/ görðum í úthverfum" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til yfirstandandi hverfaskipulagsvinnu umhverfis- og skipulagssviðs

Umsókn nr. 130200
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
35.
Betri Reykjavík, Sekta þá sem henda frá sér sígarrettum á gangstéttir
Lögð fram fimmta efsta hugmynd júnímánaðar 2013 af samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur úr flokknum Umhverfi "Sekta þá sem henda frá sér sígarrettum á gangstéttir" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 1. júlí 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs

Umsókn nr. 130345 (01.17.20)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
36.
1.172.0 Brynjureitur, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 5. júlí 2013 ásamt kæru vegna samþykktar deiliskipulags Brynjureits í umhverfis- og skipulagsráði 22. maí 2013.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

Umsókn nr. 130367 (01.18.65)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
37.
Njarðargata 25, kæra 73/2013
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 25. júlí 2013 ásamt kæru, dags. 19. júlí 2013 vegna samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. maí 2013 á breyttu deiliskipulagi Nönnugötureits vegna lóðar nr. 25 við Njarðargötu.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

Umsókn nr. 130381 (01.18.65)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
38.
">Njarðargata 25, kæra 75/2013
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 25. júlí 2013 ásamt kæru, dags. 14. júlí 2013 vegna samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. maí 2013 á breyttu deiliskipulagi Nönnugötureits vegna lóðar nr. 25 við Njarðargötu.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

Umsókn nr. 130383 (01.54.50)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
39.
Ægisíða 74, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 19. júlí 2013 ásamt kæru, dags. 16. júlí 2013 vegna ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 19. mars 2013 um veitingu leyfis til breytinga á þaki Ægisíðu 74.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

Umsókn nr. 130351 (01.18.00)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
40.
Þingholtsstræti 18, kæra 40/2013, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 23. apríl 2013 ásamt kæru, dags. 21. apríl á samþykkt byggingarfulltrúa frá 19. mars 2013 þar sem samþykkt var umsókn þar sem sótt var um samþykki fyrir áður gerðri klæðningu á austur - og vesturhlið Þingholtsstrætis 18, á lóðinni Lækjargata MR. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 11. júlí 2013.
Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 11. júlí 2013 samþykkt.

Umsókn nr. 130103 (04.79)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
41.
Búðavað, gestabílastæði, kæra 16/2013 umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 15. febrúar 2013 ásamt kæru dags. 14. febrúar 2013 vegna neikvæðrar afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs frá 16. janúar s.l. varðandi gestabílastæði við Búðavað. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, lögfræðideild dags. 12. apríl 2013.

Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 12. apríl 2013 samþykkt.

Umsókn nr. 120459
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
42.
Guðrúnargata 8, kæra, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 10. október 2012 ásamt kæru dags. 9. október 2012 þar sem kærð er veiting byggingarleyfis fyrir framkvæmdum á lóð nr. 8 við Guðrúnargötu. Einnig lögð fram umsögn lögfræðings Umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. mars 2013. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 26. júlí 2013. Úrskurðarorð: felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa frá 8. maí 2012 um að veita byggingarleyfi til að setja hurð í stað glugga á suðurgafl bílskúrs á lóð að Guðrúnargötu 8 og loka dyrum á vesturgafli hans.



Umsókn nr. 110200
590269-5149 Skipulagsstofnun
Laugavegi 166 150 Reykjavík
43.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. júlí 2013, vegna samþykktar borgarráðs 25. s.m. að uppfæra aðalskipulagstillöguna og önnur skipulagsgögn, með vísan til framlagðra gagna, fyrir auglýsingu hennar. Jafnframt er samþykkt að minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs verði til kynningar með tillögunni á auglýsingatíma hennar, ásamt athugasemdum Skipulagsstofnunar, sbr. 3. mgr. 30. gr. l. nr. 123/2010, en borgarstjórn samþykkti tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 í auglýsingu þann 4. júní sl., að undangenginni afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs og borgarráðs þann 3. júní.




Umsókn nr. 130334
44.
Fegrunarnefnd, tilnefningar 2013
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 25. s.m. á tilnefningum fegrunarnefndar Reykjavíkur um viðurkenningar vegna lóða fjölbýlishúsa og stofnana og vegna endurbóta á eldri húsum.



Umsókn nr. 130290 (01.08.91)
530269-7529 Faxaflóahafnir sf.
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
45.
Fiskislóð 11-13 og 47, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 21. og 12. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 11. júlí 2013 um auglýsingu á deiliskipulagi Vesturhafnar vegna lóðanna nr. 11-13 og 47 við Fiskislóð.



Umsókn nr. 120436 (01.0)
46.
Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 11. júlí 2013 á auglýsingu Vesturbugtar sem afmarkast af Ánanaustum í vestri og Slippnum í austri.



Umsókn nr. 130055 (01.52.04)
47.
Grandavegur 44, breyting á deiliskipulag
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 12. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 11. júlí 2013 um breytingu á deiliskipulagi Lýsisreits vegna lóðarinnar nr. 44 við Grandaveg.


Umsókn nr. 130075 (01.11.85)
48.
Hafnarstrætisreitur 1.118.5, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 25. s.m. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna Hafnarstrætisreits.



Umsókn nr. 130143 (01.41.11)
510402-2940 Umhverfis- og samgöngusvið Reyk
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
49.
Holtavegur 11, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 25. s.m. á breytingu á deiliskipulagi Þróttarsvæðis vegna lóðarinnar Holtavegur 11.



Umsókn nr. 130336 (04.99.3)
50.
Jafnasel 1-3, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 12. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 11. júlí 2013 um breytingu á deiliskipulagi Jafnasels vegna lóðarinnar nr. 1-3 við Jafnasel.



Umsókn nr. 120528 (01.14.04)
51.
Kvosin, Landsímareitur, breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 25. s.m. á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna Landsímareits.



Umsókn nr. 130115 (01.13)
52.
Mýrargata, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 12. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 11. júlí 2013 um að falla frá stokkalausn á Mýrargötu í aðalskipulagi 2001-2024. Einnig lagðar fram umsagnir eftirfarandi: Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 11. júlí 2013, Vegagerðarinnar, dags. 22. júlí 2013 og Umhverfisstofnunar, dags. 30. júlí 2013.



Umsókn nr. 130122 (01.13)
53.
Reitur 1.131, Nýlendureitur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 12. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 11. júlí 2013 um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi Nýlendureits.


Umsókn nr. 130157 (01.19.03)
54.
Njálsgötureitur 3, deiliskipulag
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 12. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 11. júlí 2013 um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi Njálsgötureits 3.



Umsókn nr. 130293
681077-0819 Samtök sveitarfél höfuðborgarsv
Hamraborg 9 200 Kópavogur
55.
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, verkefnislýsing skipulagsgerðar og umhverfismats
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 12. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 11. júlí 2013 á umsögn verkefnisstjóra svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins.



Umsókn nr. 130102 (01.6)
550210-0370 Isavia ohf.
Reykjavíkurflugvelli 101 Reykjavík
440703-2590 THG Arkitektar ehf.
Faxafeni 9 108 Reykjavík
56.
Reykjavíkurflugvöllur, flugstjórnarmiðstöð, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 25. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar vegna flugstjórnarmiðstöðvar.



Umsókn nr. 130211 (01.13.20)
57.
Reitur 1.132.0, Norðurstígsreitur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 25. s.m. um auglýsingu á tillögu varðandi endurskoðun deiliskipulags Norðurstígsreits.



Umsókn nr. 130328 (01.78.0)
58.
Suðurhlíðar 9, Klettaskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 25. s.m. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suðurhlíða vegna lóðarinnar nr. 9 við Suðurhlíð, Klettaskóla.



Umsókn nr. 130182 (01.76)
680374-0159 Ásatrúarfélagið
Pósthólf 8668 128 Reykjavík
230458-5889 Hilmar Örn Hilmarsson
Blikastígur 3 225 Álftanes
59.
Öskjuhlíð, Ásatrúarfélagið, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 25. s.m. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar vegna lóðar Ásatrúarfélagsins.