Umhverfis- og skipulagssviðs
Verknúmer : US130186
28. fundur 2013
Umhverfis- og skipulagssviðs, Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna umhirðu borgarlands
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 3. júli 2013 var lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Mörtu Guðjónsdóttur, Gísla Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur svohljóðandi
Tillögunni fylgir greinargerð.
Þriðja árið í röð er grassláttur og almenn umhirða á opnum grænum svæðum og við umferðagötur í borginni langt frá því að vera viðunandi. Augljóslega er betur að þessu staðið í nærliggjandi sveitarfélögum og nú er svo komið að víða í borginni er arfi, úr sér vaxið gras og almenn óhirða orðin svo áberandi að ásýnd borgarinnar líður verulega fyrir. Því er lagt til að þegar verði gert átak í því að koma þessum málum í betra horf. Einnig er lögð fram greinargerð skrifstofustjóra reksturs og umhirðu borgarlands dags. í júlí 2013
Tillagan felld með 6 atkvæðum Fulltrúa Besta flokksins Elsu Hrafnhildar Yeoman, Diljár Ámundadóttur og Karls Sigurðssonar og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Sverris Bollasonar og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur gegn 3 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífilis Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur.
Fulltrúar Besta flokksins Elsa Hrafnhildur Yeoman, Diljá Ámundadóttir og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir bókuðu:
¿Samkvæmt mati skrifstofustjóra reksturs og umhirðu borgarlandsins er ástandið vel viðunandi hvað grasslátt og umhirðu borgarlandsins varðar. Í sumar hefur verið ráðist í atvinnuátaksverkefni til að bæta umhirðu borgarlandsins til viðbótar við það sem fyrir lá í fjárhagsáætlun. Að forgangsraða frekari fjármunum til þessara verka er ekki ráðlegt, enda yrði það á kostnað annarra og brýnni verkefna. Þá liggja ekki fyrir nein gögn sem sýna fram á að betur sé að þessum málum staðið í nærliggjandi sveitarfélögum. Óski tillöguflytjendur eftir breytingum á þessum málum er þeim í lófa lagið að leggja fram tillögu þess efnis við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014.¿
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir bókuðu:
¿Öllum borgarbúum er ljóst að sleifarlag hefur verið við grasslátt og almenna umhirðu borgarlandsins í sumar. Það kom raunar einnig fram í munnlegum svörum á þessum fundi að nokkur misbrestur hefði orðið á grasslætti snemmsumars. Fullyrðingar um að grassláttur hafi gengið eins og í sögu eru því ekki réttar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillögu sína um áttak í grasslætti fram þann 3. júlí og það er eftir öðru í þessu máli að það hafi tekið meirihlutann 6 vikur að svara því hvort hann hyggðist slá grasið í borginni almennilega. Efnislega virðist svarið vera nei¿
Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi kl. 13:27 þá var einnig búið að afgreiða liði 14 til 59.
Fulltrúar Besta flokksins Elsa Hrafnhildur Yeoman, Diljá Ámundadóttir og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir óskuðu bókað:
"Skiptar skoðanir eru um hvernig standa skuli að grasslætti og almennri umhirðu borgarlandsins. Einhverjum þykir of lítið slegið, öðrum of mikið slegið og enn aðrir eru sáttir við stöðu mála. Þetta mál snýst um forgangsröðun fjármuna og er það mat fulltrúa SamBesta og VG að hún sé rétt í þessu tilviki."
26. fundur 2013
Umhverfis- og skipulagssviðs, Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna umhirðu borgarlands
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs var lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Mörtu Guðjónsdóttur, Gísla Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur svohljóðandi
Tillögunni fylgir greinargerð.
Þriðja árið í röð er grassláttur og almenn umhirða á opnum grænum svæðum og við umferðagötur í borginni langt frá því að vera viðunandi. Augljóslega er betur að þessu staðið í nærliggjandi sveitarfélögum og nú er svo komið að víða í borginni er arfi, úr sér vaxið gras og almenn óhirða orðin svo áberandi að ásýnd borgarinnar líður verulega fyrir. Því er lagt til að þegar verði gert átak í því að koma þessum málum í betra horf.
Frestað
25. fundur 2013
Umhverfis- og skipulagssviðs, Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna umhirðu borgarlands
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Mörtu Guðjónsdóttur, Gísla Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur svohljóðandi
Tillögunni fylgir greinargerð.
Þriðja árið í röð er grassláttur og almenn umhirða á opnum grænum svæðum og við umferðagötur í borginn langt frá því að vera viðunandi. Augljóslega er betur að þessu staðið í nærliggjandi sveitarfélögum og nú er svo komið að víða í borginni er arfi, úr sér vaxið gras og almenn óhirða orðin svo áberandi að ásýnd borgarinnar líður verulega fyrir. Því er lagt til að þegar verði gert átak í því að koma þessum málum í betra horf.
Frestað