Hafnarstrætisreitur 1.118.5

Verknúmer : SN130075

28. fundur 2013
Hafnarstrætisreitur 1.118.5, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. júlí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 25. s.m. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna Hafnarstrætisreits.



26. fundur 2013
Hafnarstrætisreitur 1.118.5, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga THG arkitekta dags. 9. júlí 2013 að breytingu deiliskipulags Kvosarinnar vegna Hafnarstrætisreits 1.118.5. samkvæmt uppdrætti THG arkitektar dags. 9. júlí 2013. Reiturinn markast af Hafnarstræti, Pósthússtræti og Tryggvagötu.
Í breytingunni felst uppbygging við Tryggvagötu og reiturinn stækkaður til austurs. Einnig er gert ráð fyrir torgi á horni Pósthússtrætis og Tryggvagötu þar sem gert er ráð fyrir spennistöð og pylsuvagni. Einnig eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar dags. 5. mars 2013 og Minjasafns Reykjavíkur dags. 12. mars 2013.

Margrét Þormar sat fundininn undir þessum lið

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með átta atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar. Elsu Hrafnhildur Yeoman og Karls Sigurðssonar, fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Reynis Sigurbjörnssonar og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur. Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfa Hjartarsonar greiddi atkvæði á móti tillögunni.
Vísað til borgarráðs.




25. fundur 2013
Hafnarstrætisreitur 1.118.5, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga THG arkitekta dags. 27. júní 2013 að breytingu deiliskipulags Kvosarinnar vegna Hafnarstrætisreits 1.118.5. samkvæmt uppdrætti THG arkitektar dags. 27. júní 2013. Reiturinn markast af Hafnarstræti, Pósthússtræti og Tryggvagötu.
Í breytingunni felst uppbygging við Tryggvagötu og reiturinn stækkaður til austurs. Einnig er gert ráð fyrir torgi á horni Pósthússtrætis og Tryggvagötu þar sem gert er ráð fyrir spennistöð og pylsuvagni. Einnig eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar dags. 5. mars 2013 og Minjasafns Reykjavíkur dags. 12. mars 2013.

Margrét Þormar sat fundinn undir þessum lið.

Frestað.

430. fundur 2013
Hafnarstrætisreitur 1.118.5, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram lýsing umhverfis- og skipulagsviðs vegna deiliskipulags á Hafnarstrætisreit 1.118.5
Reiturinn markast af Hafnarstræti, Pósthússtræti og Tryggvagötu. Megin tilefni deiliskipulagsvinnunar er skilgreina byggingarreit fyrir hús meðfram Tryggvagötu, þannig að götumyndin verði heilsteyptari. Endurnýja þarf spennistöð á reitnum og finna henni nýjan stað nálægt þeim stað sem hún er á. Einnig er gert ráð fyrir að pylsusjoppan "Bæjarins bestu" verði áfram nokkurn veginn þar sem hún er nú og að á lóð Reykjavíkurborgar á horni Pósthússtrætis og Tryggvagötu verði torg.

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.