Hofsvallagata
Verknúmer : US130203
29. fundur 2013
Hofsvallagata, umræður
"Fulltrúi D-lista, Júlíus Vífill Ingvarsson, gerði athugasemd við fundargerð síðasta fundar, 13. dagskrárlið, sem var bókaður þannig:
13. Hofsvallagata, umræður Mál nr. US130203
Umræður um framkvæmdir á Hofsvallagötu.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir lögðu fram eftirfarandi tillögu:
"Lagt er til að umhverfis og skipulagssvið boði til almenns íbúafundar strax á næstu dögum um breytingar á skipulagi Hofsvallagötu og framkvæmdir á götunni í tengslum við það. Fyrst og fremst verði tilefni fundarins að kalla eftir samráði, hugmyndum og athugasemdum frá íbúum hverfisins. Á fundinum verður hlustað eftir skoðunum íbúa, þær ræddar í Umhverfis- og skipulagsráði og brugðist við þeim eftir því sem þurfa þykir. Þær verði einnig fóður í umræður um framtíðarfyrirkomulag götunnar. Óskað er eftir því að formaður og/eða varaformaður Umhverfis- og skipulagsráðs sitji fundinn.
Framkvæmdum við götuna verði ekki frestað þar til fundur hefur verið haldinn, enda þær farnar af stað og því fylgir aukinn kostnaður að stöðva þær og setja af stað aftur síðar. Athygli er vakin á því að umræddar framkvæmdir eru til bráðabrigða."
Samþykkt
Rétt bókun er:
13. Hofsvallagata, umræður
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir lögðu fram eftirfarandi tillögu:
"Lagt er til að umhverfis og skipulagssvið boði til almenns íbúafundar strax á næstu dögum um breytingar á skipulagi Hofsvallagötu og framkvæmdir á götunni í tengslum við það. Fyrst og fremst verði tilefni fundarins að kalla eftir samráði, hugmyndum og athugasemdum frá íbúum hverfisins. Formaður umhverfis og skipulagsráðs og varaformaður ráðsins sitji fundinn .
Framkvæmdum við götuna verði frestað þar til fundur hefur verið haldinn með íbúum og umhverfis og skipulagsráð hefur fjallað um niðurstöður fundarins".
Fulltrúar Besta flokksins Elsa Hrafnhildur Yeoman, Diljá Ámundadóttir og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir lögðu fram svohljóðandi breytingartillögu:
"Lagt er til að umhverfis og skipulagssvið boði til almenns íbúafundar strax á næstu dögum um breytingar á skipulagi Hofsvallagötu og framkvæmdir á götunni í tengslum við það. Fyrst og fremst verði tilefni fundarins að kalla eftir samráði, hugmyndum og athugasemdum frá íbúum hverfisins. Á fundinum verður hlustað eftir skoðunum íbúa, þær ræddar í Umhverfis- og skipulagsráði og brugðist við þeim eftir því sem þurfa þykir. Þær verði einnig fóður í umræður um framtíðarfyrirkomulag götunnar. Óskað er eftir því að formaður og/eða varaformaður Umhverfis- og skipulagsráðs sitji fundinn.
Framkvæmdum við götuna verði ekki frestað þar til fundur hefur verið haldinn, enda þær farnar af stað og því fylgir aukinn kostnaður að stöðva þær og setja af stað aftur síðar. Athygli er vakin á því að umræddar framkvæmdir eru til bráðabrigða."
Breytingartillagan var samþykkt.
Ofangreind leiðrétting á fundargerðinni var samþykkt.
28. fundur 2013
Hofsvallagata, umræður
Umræður um framkvæmdir á Hofsvallagötu.
"Lagt er til að umhverfis og skipulagssvið boði til almenns íbúafundar strax á næstu dögum um breytingar á skipulagi Hofsvallagötu og framkvæmdir á götunni í tengslum við það. Fyrst og fremst verði tilefni fundarins að kalla eftir samráði, hugmyndum og athugasemdum frá íbúum hverfisins. Á fundinum verður hlustað eftir skoðunum íbúa, þær ræddar í Umhverfis- og skipulagsráði og brugðist við þeim eftir því sem þurfa þykir. Þær verði einnig fóður í umræður um framtíðarfyrirkomulag götunnar. Óskað er eftir því að formaður og/eða varaformaður Umhverfis- og skipulagsráðs sitji fundinn.
Framkvæmdum við götuna verði ekki frestað þar til fundur hefur verið haldinn, enda þær farnar af stað og því fylgir aukinn kostnaður að stöðva þær og setja af stað aftur síðar. Athygli er vakin á því að umræddar framkvæmdir eru til bráðabrigða."
Samþykkt