Jöldugróf 16, Grettisgata 20C, Kjalarnes, Sætún, Grandagarður 2, Holtavegur, Fossháls 17-25, Dragháls 18-26, Spöngin 3-5, Spöngin 3-5, Keilugrandi 1, Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, Kjalarnes, Vellir, Heiðmörk, Vatnsendakrikar, Heiðmörk, Vatnsendakrikar, Tryggvagata 19, Tollhúsið, Eikjuvogur 1, Freyjubrunnur 25-27, Gefjunarbrunnur 17-19, Kistuhylur 4, Lambasel 38, Úlfarsbraut 50-56, Lækjargata 12, Brekkubær 13-45, Njálsgata 50,

Skipulagsráð

94. fundur 2007

Ár 2007, miðvikudaginn 16. maí kl. 09:10, var haldinn 94. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Óskar Bergsson, Stefán Benediktsson, Svandís Svavarsdóttir, Heiða Björg Pálmadóttir og áheyrnarfulltrúinn Ásta Þorleifsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Birgir H. Sigurðsson, Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Marta Grettisdóttir, Ágúst Jónsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Axelsson, Haraldur Sigurðsson, Jóhannes Kjarval og Nikuráls Úlfar Másson. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 70189 (01.88.90)
500591-2189 Argos ehf
Eyjarslóð 9 101 Reykjavík
230250-2359 Steinn Ólafsson
Jöldugróf 16 108 Reykjavík
1.
Jöldugróf 16, breyting á deiliskipulagi Blesugrófar
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga að breyttu deiliskipulagi Blesugrófar vegna lóðarinnar nr. 16 við Jöldugróf samkvæmt uppdráttum Argos ehf. dags. 14. mars 2007. Í breytingunni felst breikkun byggingarreits bílgeymslu til norðurs. Grenndarkynningin stóð frá 10. apríl til og með 8. maí 2007. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 50547 (01.18.21)
250573-4729 Anna María Torfadóttir
Grettisgata 20c 101 Reykjavík
430289-1529 Úti og inni sf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
2.
Grettisgata 20C, breyting á deiliskipulagi reitur 1.182.1.
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn og tillaga Úti og inni arkitekta, dags. 19. febrúar 2007, að breytingu á deiliskipulagi reits 1.182.1 vegna lóðar nr. 20c við Grettisgötu. Breytingin felst í því að heimilað verður að hækka hús um portbyggða rishæð. Grenndarkynningin stóð frá 10. apríl til og með 8. maí 2007. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 60404
020563-4199 Stefán Már Jónsson
Ólafsgeisli 71 113 Reykjavík
3.
Kjalarnes, Sætún, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Einars Ingimarssonar arkitekts dags. 11. maí 2007 að deiliskipulagi lóðarinnar Sætún I á Kjalarnesi. Einnig lagt fram bréf Stefáns Jónssonar, dags. 8. júní 2006 og bréf umhverfisráðuneytisins dags. 22. mars 2007.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs sátu hjá við afgreiðslu málsins.



Umsókn nr. 70296
4.
Grandagarður 2, breyting á deiliskipulag Slippa- og Ellingsenreits
Lögð fram drög VA arkitekta vegna uppbyggingar á lóðinni Grandagarður 2. mótt. 10. maí 2007.
Kynnt.

Gísli Marteinn Baldursson og Stefán Þór Björnsson tóku sæti á fundinum kl. 9:17


Umsókn nr. 70042 (01.4)
621097-2109 Zeppelin ehf
Skeifunni 19 108 Reykjavík
5.
Holtavegur, breyting á deiliskipulagi Laugardals
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Zeppelin arkitekta, dags. 22. janúar 2007, að breytingu á deiliskipulagi vegna byggingu tveggja sex íbúða fjölbýlishúsa á tveimur hæðum við Holtaveg. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Holtavegi í norð- og suðaustur, skólagörðum í suðvestur og í norðvestur af göngustíg sem liggur á milli Fjölskyldugarðsins í Laugardal og áðurnefndra skólagarða. Auglýsingin stóð yfir frá 21. febrúar til 13. apríl 2007 samkv. bókun skipulagsráðs frá 28. mars 2007. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Skólastjóri Langholtsskóla dags. 20. mars 2007, foreldrafélag og foreldraráð Langholtsskóla, dags. 28. mars 2007, ályktun frá starfsmannafundi Langholtsskóla dags. 10. apríl 2007, Íbúasamtök Laugardals, dags. 13. apríl 2007, Klara V. Þórhallsdóttir fh. KFUM og KFUK dags. 22. mars 2007, Sigurður Jónsson, dags. 28. mars 2007, S. Brynja Svavarsdóttir Rauðalæk 63 mótt. 29. mars 2007, Þórður Á. Henriksson mótt. 29. mars 2007, Ásta Óskardóttir Langholtsvegi 106 mótt.29. mars 2007, Herdís Eiríksdóttir Álfheimum 9 mótt. 29. mars 2007, Auður Stefánsdóttir og Ágúst Guðmundsson dags. 10. apríl 2007, Helgi Baldvinsson dags. 7. apríl 2007, Magni Steinsson mótt. 11. apríl 2007, Kristján Guðmundsson dags. 10. apríl 2007, Erna Jónasdóttir, mótt. 11. apríl 2007, Sóley Þórmundsdóttir, mótt. 11. apríl 2007, Sigríður Jónsdóttir, mótt. 3. apríl 2007, Kleopatra Stefánsdóttir, mótt. 2. apríl 2007, Anna Gísladóttir, mótt. 2. apríl 2007, María Arnar, mótt. 3. apríl 2007, Birgir Arnar, mótt. 3. apríl 2007, Páll Svavarsson og Valgerður Guðmundsdóttir, dags. 2. apríl 2007, Herdís Þorgrímsdóttir, dags. 4. apríl 2007, Árni Stefánsson, mótt. 2. apríl 2007, Svava Sveinbjörnsdóttir, mótt. 2. apríl 2007, Jóhannes Sigtryggsson, dags. 30. mars 2007, Ragnheiður Eðvarðsdóttir, mótt. 29. mars 2007, Ágústa Þorbergsdóttir, dags. 30. mars 2007, Kári Kaaber, dags. 30. mars 2007, Ólafur og Steinn Halldórssynir, dags. 12. apríl 2007, Baldur Halldórsson, dags. 12. apríl 2007, Ingiríður Þórhallsdóttir, dags. 29. mars 2007, Kristberg Óskarsson, dags. 29. mars 2007, Óskar og Þorbjörg Sandholt, dags. 29. mars 2007, Edda Halldórsdóttir, mótt. 13. apríl 2007, Anna Guðjónsdóttir, mótt. 13. apríl 2007, Jóhanna Aspar, mótt. 13. apríl 2007, Hugrún Þorsteinsdóttir, mótt. 13. apríl 2007, Ína Guðmundsdóttir og Eysteinn Leifsson, mótt. 13. apríl 2007, Katrín Magnúsdóttir, mótt. 13. apríl 2007, Bergljót Ingólfsdóttir, mótt. 13. apríl 2007, Tryggvína Steinsdóttir, mótt. 13. apríl 2007, Guðrún Pétursdóttir, mótt. 13. apríl 2007, Anna Sveinsdóttir, mótt. 13. apríl 2007, Sigríður Jóhannsdóttir, mótt. 13. apríl 2007, Herdís Þorgrímsdóttir, mótt. 13. apríl 2007, Herdís Tryggvadóttir, mótt. 13. apríl 2007, Hjördís Harðardóttir, mótt. 13. apríl 2007, Þórdís Árnadóttir, mótt. 13. apríl 2007, Haraldur Sigfússon, mótt. 13. apríl 2007, Hervör Hólmjárn, mótt. 13. apríl 2007, Erling Edwald, mótt. 13. apríl 2007, Sverrir Karlsson, mótt. 13. apríl 2007, Sighvatur Árnason, mótt. 13. apríl 2007, Stefán Mikaelson, mótt. 13. apríl 2007, Morten Lange, mótt. 13. apríl 2007, Ólafur Jónsson, mótt. 13. apríl 2007, Magnús Magnússon dags. 12. apríl 2007, Gauti Kristmannsson, dags. 13. apríl 2007, Sigríður Ólafsdóttir, dags. 13. apríl 2007, Morten Lange, dags. 14. apríl 2007,Atli Jósafatsson og Andrea Þormar, dags. 13. apríl 2007, Sigrún Jónsdóttir dags. 16. apríl 2007, og 105 samhljóða bréf íbúa.
Frestað.

Umsókn nr. 70075 (04.30.43)
620206-1560 Norðurhlíð fasteignafélag ehf
Stuðlahálsi 1 110 Reykjavík
581298-3589 Kristinn Ragnarsson,arkit ehf
Suðurlandsbraut 4A 108 Reykjavík
6.
Fossháls 17-25, Dragháls 18-26, breyting á deiliskipulagi Hálsahverfis
Lögð fram umsókn KRark f.h. Norðurhlíðar fasteignafélags, dags. 1. febrúar 2007, um breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðanna Fossháls 17-25 og Dragháls 18-26. Breytingin felur í sér aukna nýtingu á lóðunum frá 0,7 í 1,5. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. febrúar 2007 og umsögn Framkvæmdasviðs dags. 11. apríl 2007.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 70146
7.
Spöngin 3-5, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur
Lögð fram drög að tillögu skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 að breyttri landnotkun í vesturhluta Spangarinnar milli Móavegar og Borgavegar dags. mars 2007. Tillagan felur í sér að skilgreindur er nýr þéttingarreitur. Landnotkun vestast á svæðinu er breytt úr miðsvæði í íbúðarsvæði.
Samþykkt að kynna framlögð drög að breytingu á aðalskipulagi með vísan til 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 á vef skipulags- og byggingarsviðs.

Umsókn nr. 70280 (02.37.6)
8.
Spöngin 3-5, breytt deiliskipulag
Lögð fram tillaga Ask arkitekta fh. Félagsbústaða og Reykjavíkurborgar dags. 3. maí 2007 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna uppbyggingar fyrir íbúðabyggð á lóðinni nr. 3-5 við Spöngina.
Frestað. Aðalskipulagsferli ólokið.

Umsókn nr. 70064 (01.51.33)
9.
Keilugrandi 1, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 15. maí 2007 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Í tillögunni felst að skilgreina nýjan þéttingarreit við Keilugranda þar sem gert er ráð fyrir allt að 130 íbúðum.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi með vísan til 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 á vef skipulags- og byggingarsviðs.

Fulltrúar Samfylkingarinnar; Stefán Benediktsson og Heiða Björg Pálmadóttir, fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs; Svandís Svavarsdóttir og áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra; Ásta Þorleifsdóttir, greiddu atkvæði gegn tillögunni og óskuðu bókað: Við leggjumst eindregið gegn framlagðri tillögu að breytingu á aðalskipulagi þar sem lögð er til fjölgun íbúða, auk þess sem reiturinn er skilgreindur sem þéttingareitur. Ekki verður séð að breytingin þjóni íbúum í nágrenninu eða hagsmunum grenndarsamfélgasins. Svo virðist sem hér sé verið að þjóna hagsmunum eigenda lóðarinnar, verktökum og þeim sem hafa vætingar um hagnað undir yfirskini þéttingar byggðar.


Umsókn nr. 60540 (04.4)
560389-1089 Fisfélag Reykjavíkur
Pósthólf 8702 128 Reykjavík
10.
Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, tímabundin aðstaða
Lagt fram að nýju bréf Fisfélags Reykjavíkur, dags. 23. ágúst 2006, varðandi aðstöðu fyrir félagið á Hólmsheiði og drög skipulagsfulltrúa að afmörkun svæðis dags. 1. september 2006, breytt 14. maí 2006. Tillögunni var vísað til umsagnar Flugmálastjórnar, umhverfisráðs, Hestamannafélagsins Fáks og hagsmunafélags sumarhúsaeigenda á svæðinu. Einnig er lagt bréf Guðmundar Ósvaldssonar f.h. stjórnar Landeigendafélagsins Græðis, dags. 11. september 2006 ásamt umsögn sama, dags. 31. október 2006, umsögn Flugmálastjórnar, dags. 29. september 2006, umsögn Umhverfissviðs, dags. 24. október 2006, umsögn hestamannafélagsins Fáks, dags. 28. nóvember 2006, bréf Fisfélagsins, dags. 9. febrúar og 30. mars 2007, bréf borgarstjóra dags. 23. mars 2007, athugasemd Fjáreigendafélags Reykjavíkur dags. 7. mars 2007 og bréf Landeigendafélagsins Græðis dags. 7. maí 2007. Einnig lögð fram svör umhverfisstjóra við athugasemdum dags. 14.maí 2007.
Tillaga að tímabundinni afmörkun svæðis samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 70215
160275-4809 Ólafur Örn Jónsson
Reynigrund 9 200 Kópavogur
11.
Kjalarnes, Vellir, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 16. apríl 2007 var lögð fram umsókn Ólafs Jónssonar, dags. 27. mars 2007, um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Valla á Kjalarnesi skv. uppdrætti, dags. 12. mars 2007. Tillagan felur í sér byggingarreit fyrir allt að 3 íbúðarhúsum ásamt hesthúsi með aðkomu frá núverandi vegi auk þess sem syðri mörk Græna trefilsins á Völlum verði færð.
Synjað með vísan til þess að umsóknin samræmist ekki ákvæðum Aðalskipulags Reykjavíkur 2001-2024 um uppbyggingu innan græna trefilsins og ákvæðum svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins.

Erindinu er vísað til skoðunar varðandi mörk græna trefilsins, til stýrihóps um endurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur.


Umsókn nr. 70293
12.
Heiðmörk, Vatnsendakrikar, svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins
Lagt er fram bréfi skipulagsstjóra dags. 10. maí 2007 ásamt tillögu skipulags- og byggingarsviðs dags. 11. maí 2007 að breytinu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Í breytingunni felst m.a stækkun á brunnsvæði í Vatnsendakrikum.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir nágrannasveitarfélögum með vísan til 2. mgr. 14. gr. l. nr. 73/1997.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 70294
13.
Heiðmörk, Vatnsendakrikar, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 -2024
Lögð fram drög að tillögu skipulags- og byggingarssviðs að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Í breytingunni felst m.a. stækkun á brunnsvæði í Vatnsendakrikum..
Samþykkt að kynna framlögð drög að breytingu á aðalskipulagi með vísan til 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 á vef skipulags- og byggingarsviðs.

Umsókn nr. 60694 (01.11.83)
690981-0259 Fasteignir ríkissjóðs
Borgartúni 7 150 Reykjavík
710178-0119 Teiknistofan ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
14.
Tryggvagata 19, Tollhúsið, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Tark arkitekta f.h. Fasteigna ríkissjóðs, dags. 9. nóvember 2006, ásamt uppdrætti, dags. 7. febrúar 2006 og sneiðmynd, dags. 23. mars 2007, að deiliskipulagi fyrir Tryggvagötu 19.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að umsækjandi láti fullvinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið. Tillagan verður auglýst þegar hún berst.

Umsókn nr. 35620 (01.47.010.6)
061163-3369 Sigríður Héðinsdóttir
Eikjuvogur 1 104 Reykjavík
050359-3449 Sigurður Valur Sveinsson
Eikjuvogur 1 104 Reykjavík
280326-2759 Ingvar Gíslason
Eikjuvogur 1 104 Reykjavík
15.
Eikjuvogur 1, bílskúr og stækka svalir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. mars 2007 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvöfaldan bílskúr og stækka svalir við fjölbýlishúsið á lóðinni nr. 1 við Eikjuvog.
Samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt dags. 12. mars 2007 fylgir.
Grenndarkynningin stóð frá 10. apríl til og með 8. maí. Engar athugasemdir bárust.
Stærð bílskúrs 60 ferm. og 174 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 11.832
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 35953 (02.69.550.2)
691282-0829 Frjálsi fjárfestingarbankinn hf
Lágmúla 6 108 Reykjavík
16.
Freyjubrunnur 25-27, 8 íb. fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölýlishús með átta íbúðum og bílageymslu fyrir sjö bíla á lóð nr. 25-27 við Freyjubrunn.
Stærð: Íbúð 1. hæð 230,1 ferm., 2. hæð 528,3 ferm., 3. hæð 504,5 ferm., bílgeymsla 152 ferm., samtals 1414,9 ferm., 4454 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 302.872
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 35916 (02.69.520.8)
020971-4609 Kristinn Steinn Traustason
Starengi 20 112 Reykjavík
280174-2979 Viðar Örn Traustason
Sigtún 39 105 Reykjavík
17.
Gefjunarbrunnur 17-19, tvílyft parhús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft parhús með innbyggðum bílgeymslum allt úr forsteyptum einingum og að hluta klætt með dökkri viðarklæningu á lóð nr. 17-19 við Gefjunarbrunn.
Stærð: Hús nr. 17 (matshluti 01) íbúð 1. hæð 85,1 ferm., 2. hæð 112,3 ferm., bílgeymsla 28,7 ferm., samtals 226,1 ferm., 746,3 rúmm.
Hús nr. 19 (matshluti 02) er sömu stærðar og hús nr. 17 eða samtals 226,1 ferm., 746,3 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 101.497
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 35925 (04.26.--9.9)
521280-0189 Minjasafn Reykjavíkur
Pósthólf 10020 130 Reykjavík
18.
Kistuhylur 4, safngeymsla mhl.39
Sótt er um leyfi til þess að byggja safnageymslau á lóð Árbæjarsafns sem einlyfta timburbyggingu klædda alusinkklæðningu á steinsteyptann kjallara á lóð nr. 4 við Kistuhyl.
Stærð: Safnageymsla (matshluti 39) kjallari 263,3 ferm., 1. hæð 268,1 ferm., samtals 531,4 ferm., 1958,4 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 133.171
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 35927 (04.99.870.9)
050744-3619 Sverrir Jóhannesson
Hagamelur 45 107 Reykjavík
19.
Lambasel 38, Einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús einangrað að utan og klætt með múrkerfi á lóð nr. 38 við Lambasel.
Jafnframt er erindi 35535 dregið til baka.
Bréf hönnuðar dags. 7. maí 2007 fylgir erindinu.
Stærð: Einbýlishús 186,5 ferm., 713,3 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 48.504
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 35698 (02.69.870.2)
641005-0880 ORK ehf
Lágmúla 6 108 Reykjavík
20.
Úlfarsbraut 50-56, 4 raðhús
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjögur raðhús með jafn mörgum innbyggðum bílgeymslum sem tveggja hæða timburhús klætt með álklæðningu á lóð nr. 50-56 við Úlfarsbraut.
Stærð: Hús nr. 50 (matshluti 01) íbúð 1. hæð 73,1 ferm., 2. hæð 90,4 ferm., bílgeymsla 22,9 ferm., samtals 186,4 ferm., 650,4 rúmm.
Hús nr. 52 (matshluti 02) íbúð 1. hæð 72,6 ferm., 2. hæð 89,9 ferm., bílgeymsla 22,9 ferm., samtals 185,4 ferm., 647,1 rúmm.
Hús nr. 54 (matshluti 03) er sömu stærðar og hús nr. 52 eða samtals 185,4 ferm., 647,1 rúmm.
Hús nr. 56 (matshluti 04) er sömu stærðar og hús nr. 50 eða samtals 186,4 ferm., 650,4 rúmm.
Raðhús er samtals 743,6 ferm., 2595 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 176.460
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 40624 (01.14.12)
601202-3280 Eignarhaldsfélagið Fasteign hf
Pósthólf 128 121 Reykjavík
140548-2439 Halldór Guðmundsson
Laugalækur 14 105 Reykjavík
21.
Lækjargata 12, (fsp) uppbygging
Hugmyndir Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. um mögulega uppbyggingu á lóðinni að Lækjargötu 12 kynntar.
Halldór Guðmundsson, arkitekt, kynnti.

Umsókn nr. 60749 (04.36.16)
020364-4679 Hulda Rós Rúriksdóttir
Brekkubær 35 110 Reykjavík
22.
Brekkubær 13-45, (fsp) bílastæði
Lögð fram fyrirspurn torgfélags Brekkubæjar, félags eigenda bílskúra á sameiginlegri lóð raðhúsa nr. 13-45 við Brekkubæ, dags. 31.10.06, með beiðni um fjölgun bílastæða. Einnig er lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs dags. 22. mars 2007, umsögn Umhverfissviðs dags. 27. apríl 2007 og umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 11. maí 2007.

Stefán Þór Björnsson vék af fundi kl. 10:40, eftir var að afgreiða B-hluta fundargerðar.

Neikvætt með vísan til framlagðra umsagna. Fyrirpyrjendum er leiðbeint um möguleika þess að leggja fram fyrirspurn um lóðarstækkun með vísan til umsagnar umhverfisstjóra.

Umsókn nr. 70224 (01.19.03)
23.
Njálsgata 50, kæra, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 29. mars 2007 ásamt kæru, dagsettri 14. september 2006, þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa 15. ágúst 2006 á umsókn um að íbúð fáist samþykkt í kjallara hússins að Njálsgötu 50. Einnig lögð fram umsögn byggingarfulltrúa dags. 11. maí 2007.
Umsögn byggingarfulltrúa samþykkt.