Barkarvogur, Egilsgata 5, Hjólreiðar, Hverfisgata 113-115, Hávallagata 14-16, Landspítalalóð, Lindargata 26, Lágmúli, Reykjahlíð, Templarasund 3, Umferðarmál, Aðalstræti 12-18, Túngata 2-4, Alþingisreitur, Sameining Reykjavíkur og Kjalarness, Höfðabakki 1, Kaplaskjólsvegur, Geldinganes, grjótnám, Bryggjuhverfi, Hljóðvist, Langirimi, Bústaðavegur 20, Hafnarstræti 4, Njörvasund 32, Öskjuhlíð, Keiluhöll, Skipulags- og byggingarlög, Kringlumýrarbraut, göngubrú,

Skipulags- og umferðarnefnd

14. fundur 1997

Ár 1997, mánudaginn 23. júní kl. 10:00, var haldinn 14. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Jónsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Halldór Guðmundsson, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Margrét Sæmundsdóttir og Óskar Dýrmundur Ólafsson. Fundarritari var Jón árni Halldórsson.
Þetta gerðist:


Barkarvogur, biðskylda
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 10.06.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 9. s.m. um biðskyldu á Barkarvog við mót Holtavegar.


Egilsgata 5, bensíndæla
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 10.06.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 9. s.m. um bensíndælu á lóð nr. 5 við Egilsgötu, ásamt breytingu á lóðarmörkum. Borgarráð vísaði jafnframt erindu til meðferðar skrifstofustjóra borgarverkfræðings.


Hjólreiðar, umferðarskilti
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 10.06.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 9. s.m. um uppsetningu skilta til öryggis hjólreiðarmönnum.


Hverfisgata 113-115, stöðumælar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 10.06.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 9. s.m. um stöðumæla við Hverfisgötu 113-115.


Hávallagata 14-16, bílskúr
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarrráðs um samþykkt borgarráðs 10.06.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 9. s.m. um bílskúr að Hávallagötu 14-16.


Landspítalalóð, barnaspítali, hljóðstig
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarrráðs um samþykkt borgarráðs 10.06.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 9. s.m. um fyrirhugaða byggingu barnaspítala á lóð Landspítalans.


Lindargata 26, bílastæði
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 10.06.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 9. s.m. um bílastæði við Lindargötu 26, tímatakmörkun.


Lágmúli, bílastæðalóð
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarrráðs um samþykkt borgarráðs10.06.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 9. s.m. um bílastæðalóð við Lágmúla.


Reykjahlíð, biðskylda
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 10.06.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 9. s.m. um biðskyldu á Reykjahlíð við mót Flókagötu.


Templarasund 3, svalir
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarrráðs um samþykkt borgarráðs 10.06.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 9. s.m. um að gerðar verði svalir á hús nr. 3 við Templarasund.


Umferðarmál, staðbundnar aðgerðir
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarrráðs um samþykkt borgarráðs 10.06.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 9. s.m. um staðbundnar aðgerðir í umferðarmálum.


Aðalstræti 12-18, Túngata 2-4, uppbygging lóða
Lögð fram að nýju til kynningar tillaga Borgarskipulags og Minjaverndar um skipulag reits við Aðalstræti 12-18 og Túngötu 2-4, dags. í júní 1997. Einnig lagður fram samstarfssamningur Borgarskipulags og Minjaverndar um deiliskipulag og uppbyggingu á svæðinu dags. 22.05.97. Ennfremur lagt fram bréf umhverfismálaráðs, dags. 16.10.97.
Samþykkt skipulags- og umferðarnefndar frá 9.6. 97 varðandi Aðalstræti 12-18 og Túngötu 2-4 er dregin til baka. Hugsanlegum flutningi Austurstrætis 8 er vísað til umsagnar umhverfismálaráðs.

Alþingisreitur, skipulag
Vegna kynningar á Alþingisreit í skipulagsnefnd 9.6.97 er samþykkt að vísa málinu til umhverfismálaráðs.

Sameining Reykjavíkur og Kjalarness,
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkti samhljóða eftirfarandi bókun:
Nú hafa íbúar á Kjalarnesi og í Reykjavík tekið ákvörðun um að sveitarfélögin verði sameinuð að loknum næstu sveitarstjórnarkosningum. Þess vegna samþykkir skipulags- og umferðarnefnd að gefa sveitarstjórn Kjalarness kost á að tilnefna áheyrnarfulltrúa. Yrði sá fulltrúi boðaður sérstaklega þegar málefni er varða Kjalarnes eru til umræðu.


Höfðabakki 1, aðkoma, bílastæði
Lagt fram bréf Hjartar Aðalsteinssonar f.h. Húsfélagsins Höfðabakka 1, dags. 14.05.97, varðandi aðkomu, útkeyrslurampa og bílastæði að Höfðabakka 1, samkv. uppdr. Sigríðar Maack arkitekts,.dags. 20.01.97 mótt. 15.05.97. Einnig lögð fram umsögn umferðardeildar dags. 10.06.97

Skipulags- og umferðarnefnd samþykkti umsögn umferðardeildar dags.10.6.97.

Kaplaskjólsvegur, umferð
Lagt fram að nýju bréf Guðrúnar Þorsteinsdóttur, Kaplaskjólsvegi 33A, dags. 18.11.96, varðandi umferðarhraða og umferðarþunga á Kaplaskjólsvegi. Einnig lögð fram umsögn yfirverkfr. umferðardeildar dags. 18.06.97.
Umsögn umferðardeildar samþykkt. Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að upplýsingaskilti sem mælir ökuhraða og gefur jafnframt til kynna leyfilegan ökuhraða verði notað á Kaplaskjólsvegi með reglulegu millibili.

Geldinganes, grjótnám,
Lagt fram að nýju bréf Hannesar Valdimarssonar hafnarstjóra, dags. 25.04.97, varðandi frummat á umhverfisáhrifum grjótnáms í Geldinganesi, ásamt frummatsskýrslu um grjótnám í Geldinganesi, dags. í mars 1997. Einnig lögð fram bókun umhverfismálaráðs frá 28.05.97.
Nefndin tekur undir bókun umhverfismálaráðs um að fram fari umhverfismat.

Bryggjuhverfi, skipulag
Lögð fram að nýju bréf Sigurðar R. Helgasonar, framkv.stj. Björgunar hf, dags. 09.04.97 og 2.05.97 varðandi áherslubreytingar á skipulagi Bryggjuhverfis í Grafarvogi. Einnig lagðir fram uppdr. Björns Ólafssonar arkitekts um breytt skipulag dags 16.06.97 ásamt skilmálum mótt. 26.05.97 og skýringarmyndum. Framkvæmdastjóri Björgunar og skipulagshöfundur kynntu.

Frestað. Tillögu að skipulagsskilmálum vísað til byggingarnefndar til umsagnar. Skipulagstillögunni ennfremur vísað til umhverfismálaráðs til umsagnar.

Hljóðvist,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs dags. 11.06.97 vegna bréfs borgarverkfræðings frá 2.06.97 varðandi tillögur um úrbætur á hljóðvist við umferðargötur. Einnig lagt fram bréf borgarverkfræðings dags. 19.06.97 varðandi aðgerðir vegna umferðarhávaða við íbúðarhúsnæði og bréf borgarstjóra dags. 11.6 97 um afgreiðslu borgarráðs á erindi borgarverkfræðings frá 2.6.97 og lögð fram og kynnt skýrsla hans um hljóðvist við umferðargötur dags. maí 97.
Frestað.

Langirimi, umferð
Lögð fram tillaga Borgarskipulags dags. 20.06.97 um opnun í tilraunaskyni fyrir almenna bílaumferð austan Langarima, um bílastæðalóð, ásamt fyrirkomulagi leikskóla og bílastæða á sameinaðri lóð leikskóla og gæsluvallar.

Samþykkt.

Bústaðavegur 20, stækkun bensínstöðvar
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar dags. 16.06.97 varðandi fyrirspurn Skeljungs hf um stækkun húss bensínstöðvar á lóðinni nr. 20 við Bústaðaveg skv. uppdr. Ormars Þórs Guðmundssonar arkitekts dags. 4.06.97. Einnig lagt fram erindi Gissurars Pálssonar deildarstjóra framkvæmdad., dags. 20.06.97.
Vísað til umsagnar umhverfismálaráðs.

Hafnarstræti 4, byggingaframkvæmdir
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 2.06.97 vegna Hafnarstrætis 4 ásamt uppdr. Pálma Guðmundssonar arkitekts dags. mars 1997. Einnig lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags 13.05.97, ásamt bréfi Guðmundar Jónssonar f.h. eigenda Austurstrætis 3, dags. 05.05.97. varðandi svalir á húsi á lóð nr. 4 við Hafnarstræti.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir samhljóða svohljóðandi bókun:
"Skipulags- og umferðarnefnd getur ekki fallist á erindi varðandi byggingu svala á húsið á lóð nr. 4 við Hafnarstræti og bendir á að um óleyfisframkvæmd er að ræða. Um er að ræða sameiginlega hagsmuni þeirra sem eiga aðild að inngarðinum en m.a. hefur verið veitt leyfi fyrir íbúð á efri hæð (sjá mótmæli í bréfi dags. 5.5.97)".


Njörvasund 32, viðbygging og flutningur dreifistöðvar RR
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 14.03.97, varðandi byggingu vinnustofu á lóð og hækkun þaks húss á lóðinni nr. 32 við Njörvasund, samkv. uppdr. Nýju teiknistofunnar hf, dags. 03.03.97 ásamt umsögn Borgarskipulags dags. 15.04.97. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags um breytta staðsetningu dreifistöðvar RR dags. 18.06.97 ásamt bréfi deildarstjóra áætlunardeildar Rafmagnsveitu Reykjavíkur dags. 19.06.97. Ennfremur lagður fram uppdr. Nýju teiknistofunnar hf, dags. 20.05.97 ásamt fylgigögnum.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki umhverfismálaráðs, enda verði vinnustofan fyrir listamenn. Nefndin vekur athygli byggingarnefndar á framandi formi hússins. Vísað til umhverfismálaráðs.

Öskjuhlíð, Keiluhöll, útlitsbreyting/stækkun
Lagt fram bréf Guðna Pálssonar arkitekts f.h. eigenda Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð dags. 10.06.97 varðandi stækkun og útlitsbreytingu hússins skv. uppdr. sama aðila dags.10.06.97.

Frestað. Vísað til umsagnar umhverfismálaráðs.

Skipulags- og byggingarlög,
Lögð fram skipulags- og byggingarlög nr. 73, 1997.


Kringlumýrarbraut, göngubrú,
Kynnt tillaga Landslagsarkitekta, dags. 21.5.97 að göngubrú yfir Kringlumýrarbraut við Sóltún.
Nefndin samþykkir útfærslu göngubrúarinnar fyrir sitt leyti og vísar málinu til umhverfismálaráðs.