Geldinganes, grjótnám
Skjalnúmer : 8161
1. fundur 1998
Geldinganes, grjótnám,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 09.12.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 08.12.97 um tillögu Reykjavíkurhafnar að skipulagi aðstöðu við grjótnám í Geldinganesi.
24. fundur 1997
Geldinganes, grjótnám,
Lagt fram að nýju bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 11.11.97, ásamt uppdr. dags. 10.11.97, varðandi deiliskipulag af grjótnámi í Geldinganesi. Einnig lagt fram bréf Skipulags ríkisins, dags. 09.10.97, varðandi úrskurð skipulagsstjóra ríkisins um mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs grjótnáms í Geldinganesi, ásamt frummatsskýrslu Stuðuls f.h. Reykjavíkurhafnar, dags. júlí 1997. Ennfremur lagt fram bréf umhverfismálaráðs, dags. 28.11.97.
Deiliskipulagstillagan er samþykkt með 4 atkvæðum gegn 2. (Gunnar Jóh. Birgisson og Guðrún Zoëga greiddu atkvæði á móti. Jóna Gróa Sigurðardóttir sat hjá). Gunnar Jóh. Birgisson og Guðrún Zoëga óskuðu bókað: "Með því að samþykkja námuleyfi í Geldinganesi og deiliskipulag af námusvæðinu er R-listinn að stíga fyrsta skrefið í þá átt að breyta einu besta byggingasvæði Reykjavíkurborgar í námusvæði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lýst andstöðu sinni við þann þátt nýsamþykkts aðalskipulags að breyta um landnotkun í Geldinganesi, þ.e. að breyta nesinu úr því að vera svæði ætlað undir íbúðabyggð í iðnaðar- og athafnasvæði. Þegar nesinu hefur verið breytt í námur verður ekki aftur snúið. Það er mat allra sem að máli þessu hafa komið að mikil sjónmengun verði af námum í Geldinganesi og grípa þurfi til sérstakra aðgerða til þess að fela námurnar fyrir borgarbúum. Í niðurstöðu skipulagsstjóra segir, að helstu umhverfisáhrif námusvæðisins séu talin vera sjónræn áhrif og hljóðmengun frá bergborun, sprengingum og flutningum. Samþykkt námuleyfis í Geldinganesi er væntanlega liður í því að mati R-listans að tryggja stöðu Reykjavíkur sem umhverfisvænnar höfuðborgar."
Bókun formanns skipulags- og umferðarnefndar:
"Í AR ´84 er gert ráð fyrir 25ha athafnasvæði sunnan megin - innan til - á Geldinganesi. Að öðru leyti er Geldinganes sýnt með blandaðri landnotkun athafna- og íbúðabyggðar eftir skipulagstímabilið. Í staðfestum texta á bakhlið AR-kortsins er eftirfarandi texti: " Geldinganes hentar vel fyrir ýmsa hafnsækna starfsemi. Í Eiðsvík, sunnan nessins, er ákjósanleg hafnaraðstaða, gott var og aðdjúpt:"
Í AR ´90 er gert ráð fyrir Eiðsvíkurhöfn með fyllingum og athafnasvæði hafnar sunnan til á nesinu, athafnasvæði austast en að öðru leyti íbúðabyggð. Í texta á bakhlið AR-kortsins er eftirfarandi texti: "Til þess að fá hagkvæmt bakland í láréttum fleti fyrir hafnarstarfsemi þarf að sprengja mikið grjót í Geldinganesi og að einhverju leyti í Gufunesi. Miðað er við, að þetta efni verði nýtt til landfyllingar. Þar sem undirbúningsvinnu er ekki lokið á hafnarsvæði í Geldinganesi, eru þær afmarkanir, sem sýndar eru í þessu aðalskipulagi, ekki endanlegar."
Í AR ´96 var ekki ágreiningur um að hafnarsvæði yrði áfram í Eiðsvík sbr. AR ´90. (Ágreiningur var um form hafnarsvæðis og landnotkun að öðru leyti á nesinu - blönduð athafna- og íbúðabyggð).
23. fundur 1997
Geldinganes, grjótnám,
Lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 11.11.97, ásamt uppdr. dags. 10.11.97, varðandi deiliskipulag af grjótnámi í Geldinganesi. Einnig lagt fram bréf Skipulags ríkisins, dags. 09.10.97, varðandi úrskurð skipulagsstjóra ríkisins um mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs grjótnáms í Geldinganesi, ásamt frummatsskýrslu Stuðuls f.h. Reykjavíkurhafnar, dags. júlí 1997.
Jón Þorvaldsson, verkfr. hjá Reykjavíkurhöfn kynnti.
Frestað og vísað til umhverfismálaráðs.
14. fundur 1997
Geldinganes, grjótnám,
Lagt fram að nýju bréf Hannesar Valdimarssonar hafnarstjóra, dags. 25.04.97, varðandi frummat á umhverfisáhrifum grjótnáms í Geldinganesi, ásamt frummatsskýrslu um grjótnám í Geldinganesi, dags. í mars 1997. Einnig lögð fram bókun umhverfismálaráðs frá 28.05.97.
Nefndin tekur undir bókun umhverfismálaráðs um að fram fari umhverfismat.
10. fundur 1997
Geldinganes, grjótnám,
Lagt fram bréf Hannesar Valdimarssonar hafnarstjóra, dags. 25.04.97, varðandi frummat á umhverfisáhrifum grjótnáms í Geldinganesi. Ennfremur kynnt frummatsskýrsla um grjótnám í Geldinganesi, dags. í mars 1997.
Frestað.