Egilsgata 5

Skjalnúmer : 8188

19. fundur 1996
Egilsgata 5, bensíndæla
Lagðar fram athugasemdir, sem fram komu við kynningu á bensínsölu að Egilsgötu 5. Kynningu lauk 27. ágúst sl. Þrjár athugasemdir bárust umfram þær sem lagðar voru fram á skipulagsnefndarfundi 26. ágúst sl.: Bréf Harðar Magnússonar f.h. H.S.S.R. og Þorsteins Sigurðssonar f.h. B.Í.S. dags. 4.9.96., bréf Einars Páls Svavarssonar f.h. Domus Medica, dags. 4.9.96 og bréf Sigurðar S. Wiium, dags. 27.8.96.
Skipulagsnefnd vísar málinu til frekari úrvinnslu Borgarskipulags í samvinnu við íbúa og hagsmunaaðila. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulagsnefnd óskuðu bókað:
"Vegna framkominna athugasemda íbúa við Egilsgötu teljum við rétt að endurskoða hugmyndir um bensínsölu á horni Egilsgötu og Snorrabrautar. Við teljum hugmyndir íbúa sem fram koma í aths. þeirra, þ.e. að bensínsala verði færð norðar og að ekki verði útkeyrsla út á Egilsgötu, vel ásættanlegar fyrir alla aðila. Forsenda þess að bensínsala verði á þessari lóð er að íbúar verði fyrir sem minnstri truflun frá starfsseminni því tökum við undir ábendingar þeirra um að bensínsalan verði ekki opin á nóttunni. Við leggjum áherslu á að endanlegum frágangi lóðarinnar verði hraðað."


14. fundur 1997
Egilsgata 5, bensíndæla
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 10.06.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 9. s.m. um bensíndælu á lóð nr. 5 við Egilsgötu, ásamt breytingu á lóðarmörkum. Borgarráð vísaði jafnframt erindu til meðferðar skrifstofustjóra borgarverkfræðings.


12. fundur 1997
Egilsgata 5, bensíndæla
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags að breyttum lóðarmörkum Egilsgötu 3 og 5 og Snorrabraut 60 og aðkomu frá Snorrabraut, dags. 18.03.1997, breytt 17.04.97 og 09.05.97 og tillaga Ingimundar Sveinssonar ark., dags. 17.01.97. Einnig lagt fram að nýju bréf Guðmundar Sv. Hermannssonar f.h. íbúa við Egilsgötu 10-32 og Þorfinnsgötu 2, dags. 18.11.96. Ennfremur lagt fram bréf Einars P. Svavarssonar f.h. Húsfélags Domus Medica, dags. 14.04.97, bréf eiganda Skátahússins, dags. 15.04.97 og bréf Snorra Waage, f.h. Steinars Waage hf, mótt. 21.05.97. Einnig lagt fram bréf yfirverkfræðings umferðardeildar, dags. 22.05.97, ásamt bréfi borgarverkfræðings, dags. 23.05.97.
Eftirfarandi bókun samþykkt með 6 atkvæðum:
"SKUM samþykkir framlagða teikningu að fyrirkomulagi á lóð með bensínsjálfsala að Egilsgötu 5, ásamt sýndum lóðabreytingum og nýrri aðkomu frá Snorrabraut að lóðunum, Egilsgötu 5, Egilsgötu 3 (Domus Medica)og Snorrabraut (Skátabúðin).
Í tillögunni er komið til móts við óskir íbúa um lokun inn- og útaksturs sem nú er frá Egilsgötu og fyrir liggur samþykki fulltrúa aðliggjandi lóða.
Miðað er við hámarksnýtingu 0,7
Öll nánari útfærsla skal unnin í samráði við Borgarskipulag og liggi fyrir áritað samþykki Borgarskipulags áður en málið er lagt fyrir byggingarnefnd."
Ólafur F. Magnússon greiddi atkvæði á móti með eftirfarandi bókun:
"Með vísan til bókunar minnar og Óskars D. Ólafssonar í umferðarnefnd þann 23.05.96 og með umferðaröryggi í huga greiði ég atkvæði gegn tillögunni."


10. fundur 1997
Egilsgata 5, bensíndæla
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að breyttum lóðarmörkum Egilsgötu 3 og 5 og Snorrabraut 60 og aðkomu frá Snorrabraut, dags. 18.03.1997, breytt 17.04.97 og 09.05.97 og tillaga Ingimundar Sveinssonar ark., dags. 17.01.97. Einnig lagt fram að nýju bréf Guðmundar Sv. Hermannssonar f.h. íbúa við Egilsgötu 10-32 og Þorfinnsgötu 2, dags. 18.11.96 ásamt umsögn borgarverkfræðings, dags. 20.11.96. Ennfremur lagt fram bréf Einars P. Svavarssonar f.h. Húsfélags Domus Medica, dags. 14.04.97 ásamt bréfi eiganda Skátahússins, dags. 15.04.97.
Frestað.

18. fundur 1996
Egilsgata 5, bensíndæla
Lagðar fram athugasemdir íbúa Egilsgötu 10-32 og Þorfinnsgötu 2 vegna fyrirhugaðrar bensínsölu við Egilsgötu 5. Einnig lögð fram álitsgerð Gests Ólafssonar, dags. 12.8.96, og fundargerð frá fundi 14.8.96.

Lagt fram og kynnt.

14. fundur 1996
Egilsgata 5, bensíndæla
Lagt fram bréf Sveins Jakobssonar, dags. 20.6.96, ásamt afriti af bréfi nokkurra íbúa við Egilsgötu og Þorfinssgötu til borgarráðs, dags. 20.6.96, með athugasemdum vegna fyrirhugaðrar bensínsölu að Egilsgötu 5.

Borgarskipulagi falið að eiga fund með bréfriturum.

13. fundur 1996
Egilsgata 5, bensíndæla
Lagðar fram að nýju tillögur Ingimundar Sveinssonar arkitekts, að staðsetningu bensínsölu á lóð nr. 5 við Egilsgötu, dags. 5.2.96, br. 18.3.96. Einnig lögð fram bókun umferðarnefndar frá 30.05.96.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og tekur jafnframt undir skilyrði þau sem greinir í 1-3 tl. í bókun umferðarnefndar. Borgarskipulagi er falið að fylgjast með útfærslu bensínstöðvarinnar m.a. með hliðsjón af gróðri meðfram Snorrabraut.

10. fundur 1996
Egilsgata 5, bensíndæla
Lagðar fram tillögur Ingimundar Sveinssonar arkitekts, að staðsetningu bensínsölu á lóð nr. 5 við Egilsgötu, dags. 5.2.96, br. 18.3.96.

Frestað. Vísað til umsagnar umferðarnefndar.