Langirimi
Skjalnúmer : 9265
18. fundur 1996
Langirimi, miðsvæði
Lögð fram tillaga Guðna Pálssonar um lóðamörk á miðsvæði við Langarima og akstur SVR um svæðið, dags. 20.8.96.
Frestað.
19. fundur 1996
Langirimi, miðsvæði
Lögð fram að nýju tillaga Guðna Pálssonar, dags. 20.8.96, br. 6.9.96 um breytt lóðamörk á miðsvæði við Langarima og færslu á einkavegi SVR ásamt erindi dags. 6.9.96.
Skipulagsnefnd samþykkir breytt lóðamörk, en tekur ekki afstöðu til bílastæða að svo stöddu.
20. fundur 1996
Langirimi, miðsvæði
Lagt fram bréf borgarstjóra f. h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 10.9.96 á bókun skipulagsnefndar frá 9.9.96 um breytt lóðamörk við Langarima
8. fundur 1996
Langirimi, afmörkun lóða
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 19.3.96 á bókun skipulagsnefndar frá 18.03.96 um Langarima, afmörkun lóða.
6. fundur 1996
Langirimi, afmörkun lóða
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að afmörkun lóða leikskóla, gæsluvallar og verslunar við Langarima, dags. 15.3.96.
Samþykkt.
7. fundur 1994
Langirimi, umferð
Lagður fram undirskriftalisti 158 íbúa við Berjarima, Fífurima, Flétturima, Grasarima, Hrísrima og Hvannarima, dags. 2.3.94, þar sem mótmælt er akandi umferð um Langarima.
Borgarskipulagi falið að gera íbúunum grein fyrir afstöðu skipulagsnefndar.