Njörvasund 32
Skjalnúmer : 7009
15. fundur 1997
Njörvasund 32, viðbygging og flutningur dreifistöðvar RR
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 01.07.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 23.06.97 um viðbyggingu og flutning dreifistöðvar RR við Njörvasund 32.
14. fundur 1997
Njörvasund 32, viðbygging og flutningur dreifistöðvar RR
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 14.03.97, varðandi byggingu vinnustofu á lóð og hækkun þaks húss á lóðinni nr. 32 við Njörvasund, samkv. uppdr. Nýju teiknistofunnar hf, dags. 03.03.97 ásamt umsögn Borgarskipulags dags. 15.04.97. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags um breytta staðsetningu dreifistöðvar RR dags. 18.06.97 ásamt bréfi deildarstjóra áætlunardeildar Rafmagnsveitu Reykjavíkur dags. 19.06.97. Ennfremur lagður fram uppdr. Nýju teiknistofunnar hf, dags. 20.05.97 ásamt fylgigögnum.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki umhverfismálaráðs, enda verði vinnustofan fyrir listamenn. Nefndin vekur athygli byggingarnefndar á framandi formi hússins. Vísað til umhverfismálaráðs.