Gylfaflöt 5, Hallsvegur, Hamravík 16-20, Húsverndarsjóður Reykjavíkur, Lokinhamrar, Miðborg, þróunaráætlun, Reykjanesbraut, Skólabær, Stórhöfði, Stórhöfði, Sævarhöfði 2, Sóltún, Umferðarmál, Miðborg, þróunaráætlun, Grafarholt, Ólafsgeisli 105, Ólafsgeisli 81, Ólafsgeisli 57 , Ólafsgeisli 2-6, Barðastaðir 67, Austurstræti 17, Elliðaárnar, Langirimi/Skólavegur, Laugavegsreitir, Laufásvegur 43, Nesvegur 62, Vesturvallagata 5, Seljavegur 25, Reitur 1.173.0, Hálsahverfi, Kjalarnes, Árvellir, Kjalarvogur , Langholtsvegur 100, Ofanleiti 17-25, Útilistaverk, Meistaravellir 5-7, Skógarhlíð 14 , Háaleitisbraut 1, Umferðarmál, Umferðarmál, Auglýsingaskilti/götugögn,

Skipulags- og umferðarnefnd

13. fundur 2000

Ár 2000, föstudaginn 16. júní, var haldinn 13. fundur skipulags- og umferðarnefndar. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 3, 4. hæð og hófst kl. 8:30. Viðstaddir voru: Árni Þór Sigurðsson, Guðmundur Haraldsson, Júlíus V. Ingvarsson og Snorri Hjaltason Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


424.00 Gylfaflöt 5, starfsleyfi fyrir bakarí
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 6. júní 2000 á erindi skipulagsstjóra frá 5. s.m. um starfsleyfi fyrir bakarí að Gylfaflöt 5. Borgarráð samþykkti að ekki verði fallist á undanþágu frá gildandi lóðarleigusamningi.


425.00 Hallsvegur, breyting á deiliskipulagi og br. á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 30. maí 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 29. s.m. um auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna Hallsvegar.


426.00 Hamravík 16-20, fjölbýlish. 3 h. 22 íb. 4 bílg.
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 6. júní 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 5. s.m. um byggingu á þrílyftu fjölbýlishúsi og innbyggðum bílageymslum á lóð nr. 16-20 við Hamravík.


427.00 Húsverndarsjóður Reykjavíkur, úthlutun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 30. maí 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 29. s.m. varðandi úthlutun úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur 2000. Að gefnu tilefni skal ítrekaður sá vilji borgarráðs, að við auglýsingu umsókna hverju sinni verði nánar skilgreint hvaða þætti varðandi húsvernd er ætlað að styrkja hverju sinni.


428.00 Lokinhamrar, tengigata biðskylda
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 6. júní 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 29. f.m. varðandi biðskyldu á tengigötu milli Gullinbrúar og Lokinhamra gagnvart umferð um Lokinhamra. Erindið hefur verið sent lögreglustjóra til staðfestingar.


429.00 Miðborg, þróunaráætlun, samgöngustefna
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 6. júní 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 29. f.m. um samgöngustefnu fyrir miðborgarsvæði Reykjavíkur. Borgarráð samþykkti erindið með breyttu orðalagi 5. liðar kaflans um stefnumörkun.


430.00 Reykjanesbraut, undirgöng við Mjódd
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 30. maí 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 29. s.m. varðandi Reykjanesbraut, auglýsingu um breytingu á aðalskipulagi vegna undirganga við Mjódd.


431.00 Skólabær, bann við lagningu ökutækja
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 6. júní 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 29. f.m. um bann við lagningu ökutækja austan megin Skólabæjar. Erindið hefur verið sent lögreglustjóra til staðfestingar.


432.00 Stórhöfði, þjónustumiðstöð gatnamálastjóra
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 6. júní 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 29. f.m. um þjónustumiðstöð gatnamálastjóra við Stórhöfða.


433.00 Stórhöfði, biðskylda á Viðarhöfða
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 6. júní 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 29. f.m. um stöðvunarskyldu á Viðarhöfða við Stórhöfða. Erindið hefur verið sent lögreglustjóra til staðfestingar.


434.00 Sævarhöfði 2, nýbygging, lóðarstækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 6. júní 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 29. f.m. um auglýsta tillögu að deiliskipulagi, nýbyggingu og lóðarstækkun á lóð nr. 2 við Sævarhöfða.


435.00 Sóltún, deiliskipulag/aðalskipulagsbreyting
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 30. maí 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 29. s.m. varðandi Sóltún, auglýsingu um breytingu aðalskipulagi og auglýsingu deiliskipulags.


436.00 Umferðarmál, staðbundnar aðgerðir
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 6. júní 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 29. f.m. um ýmsar staðbundnar aðgerðir í umferðarmálum


437.00 Miðborg, þróunaráætlun, verndun og uppbygging
Lögð fram drög að stefnu um verndun og uppbyggingu miðborgarinnar, dags. 16.06.00.


438.00 Grafarholt, svæði 2 og 3, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu eru lagðir fram að nýju breyttir deiliskipulagsuppdr. Kanon arkitekta ehf merktir A og B, að Grafarholti, svæði 2, dags. 2. mars 2000 breytt 14.6.00. Einnig lagðir fram breyttir deiliskipulagsuppdrættir Sveins Ívarssonar og Guðmundar Gunnarssonar að Grafarholti, svæði 3, dags. 2. mars 2000. Málið var í auglýsingu frá 29. mars til 26. apríl, athugasemdafrestur var til 10. maí 2000. Engar athugasemdir bárust. Einnig lögð fram greinargerð Kanon arkitekta ehf, dags. 14.06.00 ásamt samantekt Borgarskipulags, dags. 14.06.00
Auglýst tillaga fyrir svæði 3 samþykkt.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að það samþykki auglýsta tillögu fyrir svæði 2 með þeim breytingum sem fram koma í greinargerð Kanon arkitekta og samantekt Borgarskipulags.


439.00 Ólafsgeisli 105, (fsp) Íbúðarhús
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar dags. 14.04.2000 ásamt ódags. rissteikningum. Spurt er hvort leyft yrði að byggja einbýlishús í líkingu við fyrirliggjandi uppdrætti á lóðinni nr. 105 við Ólafsgeisla. Einnig lagt fram bréf Þorgríms Guðmundssonar, dags. 01.05.00 og umsögn Borgarskipulags, dags. 14.06.00.

Fallist á umsögn Borgarskipulags. Framlögð tillaga samræmist ekki skilmálum deiliskipulagsins.

440.00 Ólafsgeisli 81, Einbýlishús
Lagt fram að nýju bréf byggingafulltrúa f.h. byggingarnefndar dags. 14.04.2000 varðandi umsókn um leyfi til þess að byggja steinsteypt tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 81 við Ólafsgeisla skv. uppdr. Gunnlaugs Johnson ark. dags. 5.04.2000. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 14.06.00.
Fallist á umsögn Borgarskipulags. Tillagan samræmist að mestu skilmálum eins og þeim hefur verið breytt sbr. umsögn Borgarskipulags.

441.00 Ólafsgeisli 57 , Einbýlishús m. bílg.
Lagt fram bréf frá skrifstofustj. byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.06.00, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu úr steinsteypu einangrað að utan og klætt múrkerfi og dökkgráum flísum á lóð nr. 57 við Ólafsgeisla. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 14.6.00.

Fallist á umsögn Borgarskipulags. Tillagan samræmist skilmálum eins og þeim hefur verið breytt.

442.00 Ólafsgeisli 2-6, Nýbygging nr. 2, 4 og 6
Lagt fram bréf skrifst.stjóra byggingarfulltrúa, f.h. byggingarnefndar, dags. 13.06.00, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja tvö þrílyft steinsteypt tvíbýlishús með innbyggðum bílgeymslum sem matshluta 01 og 02 á lóð nr. 2-6 við Ólafsgeisla og byggja tvílyft steinsteypt tvíbýlishús með innbyggðum bílgeymslum sem matshluta 03 á lóð nr. 2-6 við Ólafsgeisla.
Tillögurnar samræmast skilmálum eins og þeim hefur verið breytt.

443.00 Barðastaðir 67, Aldamótahúsið
Að lokinn kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 04.04.00, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja einbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr. 67 við Barðastaði, samkv. uppdr. Arkitektastofu Guðmundar Jónssonar, dags. 21.02.99. Um er að ræða svokallað "Aldamótahús" sem sýna á stöðu hönnunar og verklags í menningu þjóðarinnar við upphaf nýrrar aldar. Í bréfi hönnuðar, dags. 15.03.00 eru skýrð tengsl hússins við sögu og samtíð. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 7. apríl 2000. Málið var í kynningu frá 12. maí til 9. júní 2000. Lagt fram bréf eigenda Barðastaða 65, dags. 07.06.00 og samantekt Borgarskipulags, dags. 14.06.00.
Fallist á umsögn Borgarskipulags. Samþykkt að leggja til við borgarráð að það samþykki kynnta breytingu á deiliskipulagi.

444.00 Austurstræti 17, viðbygging
Lagt fram bréf Guðna Pálssonar arkitekts, dags. 29.05.00, varðandi létta viðbyggingu við 7. hæð hússins á lóðinni nr. 17 við Austurstræti, samkv. uppdr. A1 arkitekta, dags. 31.05.00. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 15.06.00.
Synjað með vísan til umsagnar Borgarskipulags.

445.00 Elliðaárnar,
Lögð fram bréf borgarverkfræðings, dags. 15.06.00, varðandi aðgengi veiðimanna að Elliðaðánum ásamt uppdrætti dags. 15.6.00.
Samþykkt til reynslu í eitt ár. Málið verði kynnt fyrir Hestamannafélaginu Fáki og haft samráð við það um útfærslu.

446.00 >Langirimi/Skólavegur, búnaður til lokunar
Lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 08.06.00, varðandi búnað til lokunar miðsvæðis á Langarima og Skólavegi sem tengir Gullengi og Reyrengi.
Frestað. Vísað til umferðaröryggisnefndar.

447.00 Laugavegsreitir, deiliskipulag
Lögð fram drög að tillögu að deiliskipulagi Bankastrætisreita (5), dags. 31.05.00 ásamt drögum að greinargerð, dags. 14.06.00. Einnig lagt fram bréf Íslensku Óperunnar dags. 14.6.00.
Höfundar kynntu

448.00 Laufásvegur 43, Stækkun og endurb.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 09.06.00, þar sem sótt er um leyfi til þess að endurbyggja, breyta innra skipulagi og stækka til austurs (inn á baklóð) húsið á lóðinni nr. 43 við Laufásveg, samkv. uppdr. Teiknistofu Leifs Blumenstein, dags. 18.04.00.
Skoðunarskýrsla frá Árbæjarsafni dags. 31. janúar 2000, umsögn Árbæjarsafns dags. 19. maí 2000, umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 18. maí 2000, samþykki nágranna dags. 15. maí 2000 ásamt greinargerð hönnuðar (ódagsett) fylgja erindinu. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 15.06.00.

Samþykkt að grenndar erindið fyrir hagsmunaaðilum að Laufásvegi 41, 41a,, 45, 45b og c, Baldursgötu 4 og Bergstaðastræti 50b.

449.00 Nesvegur 62, Bílskúr+viðbygging
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 02.05.00, þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi og byggja viðbyggingu á tveimur hæðum úr timbri með steinsteyptum kjallara við húsið á lóðinni nr. 62 við Nesveg, samkv. uppdr. Arkitekta Skógarhlíð, dags. 17.04.00. Á lóðinni er einnig sótt um leyfi til þess að byggja bílskúr úr steinsteypu (að lóðarmörkum) og timbri. Einnig lagt fram samþykki íbúa Nesvegi 56, 60, 64, 66 og Granaskjóls 15 og 17, mótt. 28.04.00. Ennfremur umsögn Borgarskipulags dags. 4.05.00. Málið var í kynningu frá 15. maí til 12. júní 2000.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi á grundvelli kynntra teikninga.

450.00 Vesturvallagata 5, Kvistur og uppfærðar teikn.
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 22.03.00, þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi 1., 2. og 3. hæðar og byggja kvist á norðurhlið 3. hæðar hússins nr. 5 við Vesturvallagötu, samkv. uppdr. Rúnars Haukssonar arkitekts, dags. í júní ´93, br. í júlí ´93. Bréf hönnuðar dags. 13. mars 2000 og samþykki meðeigenda (á teikningu) fylgja erindinu. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 4.05.00. Málið var í kynningu frá 15. maí til 12. júní 2000. Engar athugasemdir bárust.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi á grundvelli kynntra teikninga.

451.00 Seljavegur 25, Kvistur, svalir
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 02.05.00, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja kvist klæddan sléttum trefjaplastplötum á götuhlið og svalir á suðurhlið hússins á lóðinni nr. 25 við Seljaveg, samkv. uppdr. Inga Gunnars Þórðarsonar, bygg.fr., dags. 14.04.00. Einnig lagðar fram umsagnir Borgarskipulags dags. 9.11.99 og 4.05.00. Málið var í kynningu frá 15. maí til 12. júní 2000.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi á grundvelli kynntra teikninga.

452.00 Reitur 1.173.0,
Lagt fram bréf Elínar Ebbu Ásmundsdóttur og Jon Kjell Seljeseth, dags. 06.06.00, varðandi afturköllun á kæru til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála.


453.00 Hálsahverfi, endurskoðun deiliskipulags
Lögð fram tillaga ARKÍS ehf, dags. 16.06.00, að endurskoðuðu deiliskipulagi Hálsahverfis ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. í júní 2000.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem deiliskipulag fyrir svæðið þegar skilmálar/greinargerð hafa verið lagfærðir.

454.00 Kjalarnes, Árvellir, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 15.06.00, að deiliskipulagi á Árvöllum Kjalarnesi.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem deiliskipulag fyrir Árvelli.

455.00 Kjalarvogur , breyting á deiliskipulagi
Lagt fram minnisblað Reykjavíkurhafnar, mótt. 15.06.00, varðandi breytingu á deiliskipulagi í Kleppsvík, hvað varðar lóðirnar Kjalarvogur 1-3, 12 og 16, samkv. uppdr. Gunnars og Reynis arkitekta, dags. 25.05.00 og sniðteikningum, dags. 14.06.00.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem deiliskipulag svæðisins þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.

456.00 Langholtsvegur 100, Bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 11.05.00, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja tvöfaldan steinsteyptan bílskúr á lóðinni nr. 100 við Langholtsveg, samkv. uppdr. Hallgríms Sandholt verkfr., dags. 24.04.00. Samþykki nágranna fylgir erindinu. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 09.06.00.
Fallist á umsögn Borgaskipulags. Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Langholtsvegi 102 og Sólheimum 1, 3 og 5 þegar gerðar hafa verið þær breytingar sem fram koma í umsögn Borgarskipulags.

457.00 Ofanleiti 17-25, bílastæði
Lagt fram bréf Rafns Sigurðssonar, f.h. bílskúrseigenda við Ofanleiti 17, 23 og 25, dags. 29.05.00, varðandi merkingu á bílastæðum við Ofanleiti 17-25.
Borgarskipulagi falið að afgreiða erindið.

458.00 Útilistaverk, skólaverkefni
Kynning á tímabundinni staðsetningu verka norrænna arkitektaskóla.
Nefndin gerir ekki athugasemd við erindið.

459.00 Meistaravellir 5-7, breyting á lóðarmörkum
Lagt fram bréf VST, dags. 15.05.00, varðandi ósk um breytingu á lóðarmörkum, samkv. uppdr. sama dags. í maí 2000. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 15.06.00.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn Borgarskipulags.

460.00 Skógarhlíð 14 , Viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 09.06.00, þar sem sótt er um leyfi fyrir steinsteyptri viðbyggingu í norður við núverandi húsnæði Neyðarlínunnar, stækkun anddyris Slökkvistöðvar og fjölgun bílastæða á norðurhluta lóðar nr. 14 við Skógarhlíð, samkv. uppdr. Arkþings, dags. í maí 2000. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 15.06.00.

Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum að Eskihlíð 14, 14a, 16, 16a, 16b, 18 og 18a og Skógarhlíð 12, sem byggingarleyfisumsókn í ódeiliskipulögðu hverfi.

461.00 ">Háaleitisbraut 1, lokun innkeyrslu
Lagt fram bréf Kjartans Gunnarssonar, f.h. Sjálfstæðisflokksins, dags. 10.05.00, varðandi lokun á innkeyrslu frá Háaleitisbraut inn á bílstæði Sjálfstæðishússins. Einnig lögð fram umsögn umferðardeildar, dags. 07.06.00.

Samþykkt með vísan til umsagnar umferðardeildar. Fyrirkomulag innkeyrslna og aðkomur verði skoðaðar þegar húsið að Laugavegi 180 hefur verið byggt.

462.00 Umferðarmál, staðbundnar aðgerðir
Lagður fram listi umferðardeildar og gatnamálastjóra um staðbundnar aðgerðir fyrir árið 2000 dags. 17.5.00. Leiðrétt bókun frá 29.5.00.
Nefndin samþykkti eftirfarandi leiðréttingar á bókun nefndarinnar frá 29. maí 2000:
Dunhagi (Hagatorg-Hjarðarhagi,) alda, miðeyja og eyru.
Samþykkt með þeirri breytingu að aldan verði 30 km. alda.
Njarðargata-Bergstaðastræti, alda og eyru. Samþykkt
Njarðargata-Laufásvegur, alda og eyru. Frestað.
Selásbraut við Reykás, 40 km. steinlögð alda, eyja og útvíkkun. Samþykkt með þeirri breytingu að aldan verði 30 km. alda og eldri alda verði fjarlægð samtímis.
Súðarvogur, (Kleppsmýrarvegur-Knarrarvogur), tvær 40 km. öldur. Samþykkt með þeirri breytingu að settar verði tvær 30 km. samöldur.
Hringbraut-Meistaravellir, stöðvunarskylda. Samþykkt.


463.00 Umferðarmál, staðbundnar aðgerðir
Lagður fram að nýju listi umferðardeildar og gatnamálastjóra um staðbundnar aðgerðir fyrir árið 2000, dags. 17.5.00.
Suðurlandsbraut-Skeiðarvogur, þrenging úr austri og breikkun miðeyju. Synjað.
Ægissíða við Dunhaga, eyja og útvíkkun. Frestað. Umferðardeild falið að skoða málið.


464.00 Auglýsingaskilti/götugögn,
Lagðar fram teikningar Ásdísar Ingþórsdóttur, ark. dags. 29.5.00 varðandi staðsetningu tólf auglýsinga- og upplýsingataflna. Einnig lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3.3.00, bréf menningarmálanefndar dags. 9.2 og 25.2.00 og 25.5.00 og bréf Vegargerðarinnar dags. í janúar 2000.
Fulltrúar R-lista óskuðu bókað að þeir gerðu ekki athugasemd við staðsetningu skiltanna.
Fulltrúar D-lista óskuðu að eftirfarandi yrði bókað:
Við bendum á og tökum undir álit fulltrúa Borgarskipulags, Jóhannesar S. Kjarvals, til byggingarnefndar sem dagsett er 16.5. sl. Þar stendur: "Ég álít að of mikið sé nú þegar komið af skiltum og að þau nýtist ekki nema í litlum mæli til upplýsingagjafar." Mál þetta hefur þegar verið afgreitt og samþykkt í byggingarnefnd en er nú vísað til skipulags- og umferðarnefndar úr borgarstjórn vegna ákveðinna athugasemda sjálfstæðismanna við málsmeðferðina. Staðsetningu skilta í borginni ber að leggja fyrir skipulags- og umferðarnefnd til samþykktar. Við ítrekum þá skoðun okkar að það eigi að grenndarkynna umrædd skilti svo sem lög gera ráð fyrir. Við tökum undir bókun Sjálfstæðismanna í byggingarnefnd við afgreiðslu málsins í þeirri nefnd þann 8. júní sl.