Auglýsingaskilti í borgarlandi
Skjalnúmer : 8288
3489. fundur 2000
Auglýsingaskilti/götugögn, Auglýsingaskilti, 4 stk.
Sótt er um leyfi til þess að setja upp 4 upplýstar auglýsinga- og upplýsingatöflur á mismunandi stöðum á landi Reykjavíkurborgar.
Gjald kr. 2.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum 9. kafla samþykktar um skilti í lögsögu Reykjavíkur.
Með þremur atkvæðum. Hilmar Guðlaugsson og Gunnar L. Gissurarson voru á móti og óskuðu bókað:
1. Skiltin brjóta í bága við skiltareglugerð.
2. Staðsetning skiltana getur valdið slysahættu bæði fyrir gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur.
3. Skiltin eru víða staðsett á fallegum, viðkvæmum og áberandi stöðum og valda þar sjónmengun.
4. Skiltin eru staðsett á borgarlandi og þetta hlýtur því að vera fordæmisgefandi fyrir önnur fyrirtæki.
5. Þessi sérmeðferð og forréttindi sem þetta erlenda fyrirtæki fær er grófleg mismunun gangvart öðrum íslenskum fyrirtækjum.
6. Auk þessa skal bent á bréf dags. 12. október 1999 frá formanni Blindrafélagsins.
Meirihluti óskaði bókað:
Kynningar- og upplýsingaskilti sem um er að ræða eru hluti af víðtækari samningi milli Reykjavíkurborgar og AFA JCDecaux Ísland ehf., um götugögn.
Það er ekki rétt sem fram kemur í bókun D-listans að skiltin brjóti í bága við reglur um skilti í lögsögu Reykjavíkur þar sem þau falla undir heimildarákvæði 9. kafla.
Afgreiðsla byggingarnefndar lýtur fyrst og fremst að staðsetningu skiltanna og hefur nefndin lagt á það áherslu að faglega sé staðið að þessum staðsetningum. Sú ákvörðun minnihlutans að taka ekki þátt í þeirri vinnu er ekki í samræmi við þá afstöðu þeirra þegar staðsetning skiltanna kom fyrir í fyrsta skipti, en á þeim fundi tóku þeir á faglegan hátt þátt í umfjöllun um staðarval skiltanna.
Minnihluti óskaði bókað:
Við mótmælum harðlega þeirri fullyrðingu meirihluta byggingarnefndar að minnihlutinn hafi gert eitthvað samkomulag um afgreiðslu málsins.
1. fundur 2000
Auglýsingaskilti/götugögn, staðsetning
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa, f.h. byggingarnefndar, dags. 10.12.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að setja upp 4 upplýstar auglýsinga- og upplýsingatöflur á mismunandi stöðum á landi Reykjavíkurborgar.
26. fundur 1999
Auglýsingaskilti/götugögn, staðsetning
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, f.h. byggingarnefndar, dags. 10.12.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að setja upp 4 upplýstar auglýsinga- og upplýsingatöflur á mismunandi stöðum á landi Reykjavíkurborgar.
Frestað.
3486. fundur 1999
Auglýsingaskilti/götugögn, Auglýsingaskilti, 4 stk.
Sótt er um leyfi til þess að setja upp 4 upplýstar auglýsinga- og upplýsingatöflur á mismunandi stöðum á landi Reykjavíkurborgar.
Gjald kr. 2.500
Frestað.
Málinu vísað til skipulags- og umferðarnefndar til kynningar.
24. fundur 1999
Auglýsingaskilti/götugögn,
Lagðar fram tillögur að staðsetningu 7 skilta og 2 salerna.
Júlíus Vífill Ingvarsson bar upp eftirfarandi tillögu: "Lagt er til að tillögurnar verði grenndarkynntar". Árni Þór Sigurðssons bar upp frávísunartillögu. Frávísunartillagan var samþykkt með þremur atkvæðum. J.V.I. og I.J.Þ. greiddu atkvæði gegn frávísunartillögunni.
Júlíus Vífill Ingvarsson og Inga Jóna Þórðardóttir óskuðu að eftirfarandi yrði bókað: "Það má nú vera hverjum manni ljóst hversu hrikalega meirihluti borgarstjórnar samdi af sér þegar gerður var samningu við JCDecaux um 130 biðskýli. Með í kaupunum fylgdu 43 auglýsingaskilti sem eru hvert meira en tveir og hálfur meter á hæð. Í fyrsta lagi er fráleitt að samþykkja stór auglýsingaskilti á fjölförnum gangstéttum. Skiltin eru farartálmar gangandi vegfarendum og af þeim hlýst útsýnisskerðing. Í öðru lagi er í samningnum enginn fyrirvari varðandi staðsetningu auglýsingaskiltanna og er nú verið að dreifa þeim á viðkvæmustu staði borgarinnar af ótrúlegri eftirlátssemi. Skiltin eru lýti á götum borgarinnar og bera víða eldri götumyndir ofurliði. Í þriðja lagi eru reglur um staðsetningu skilta í Reykjavík einskis virtar. Niðurstaðan er sú að engar reglur eru í gildi á þessu sviði. Samkvæmt jafnræðisreglu stjórnvalda verður ekki hjá því komist að borgaryfirvöld afgreiði umsóknir um skilti á gangstéttum borgarinnar eða annars staðar með sama hætti og gert var við hið erlenda fyrirtæki. Annað er lögleysa"
Meirihlutinn óskaði að eftirfarandi yrði bókað: "Meirihluti skipulags- og umferðarnefndar vísar á bug fullyrðingum minnihlutans vegna samnings um strætisvagnabiðskýli og önnur gögn. Gögnin eru í eigu AFA JCDecaux sem sér um uppsetningu og rekstur skýlanna borgarsjóði að kostnaðarlausu. Margumrædd upplýsinga- og auglýsingaskilti eru hluti af þessum samningi. Staðsetning skiltanna er ákveðin af byggingarnefnd eftir tillögum embættismanna frá byggingarfulltrúa, Borgarskipulagi og umferðardeild. Sú túlkun minnihlutans að hér sé um lögleysu að ræða er vísað á bug. Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið í landinu sem sett hefur sér reglur í þessum efnum. Heimildarákvæði 9. kafla staðfesta að hér sé verið að vinna samkvæmt reglugerðinni"
20. fundur 1999
Auglýsingaskilti/götugögn,
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.08.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að setja upp 19 upplýstar auglýsinga- og upplýsingatöflur á mismunandi stöðum á landi Reykjavíkurborgar. Jafnframt lögð fram fundargerð fulltrúa borgarinnar og AFA JCDecaux Ísland, dags. 13.09.99. Jóhannes S. Kjarval kynnti málið.
Fallist á staðsetningu skiltanna er fram kemur í framlagðri fundargerð, með þremur atkvæðum.
Júlíus Vífill Ingvarsson og Inga Jóna Þórðardóttir voru á móti.
18. fundur 1999
Auglýsingaskilti/götugögn,
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.08.99, þar sem sótt er um leyfi til þess að setja upp 19 upplýstar auglýsinga- og upplýsingatöflur á mismunandi stöðum á landi Reykjavíkurborgar.
Samþykkt að fulltrúi Borgarskipulags ásamt fulltrúa byggingarfulltrúa fari yfir málið og móti tillögu um staðsetningu skilta er kynnt verði fyrir nefndinni.
>15. fundur 1996
Auglýsingaskilti/götugögn, kynning
Kynning á samþykktum tillögum um skiltamál borgarinnar. Jafnframt lögð fram tillaga formanns að breytingum á tillögu að samþykkt um skilti.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögur formanns fyrir sitt leyti. Skipulagsnefnd leggur til við borgarráð að það fari þess á leit við dómsmálaráðuneytið að settar verði reglur sem taka til auglýsinga á bifreiðum og vinnuvélum.
21. fundur 1995
Auglýsingaskilti/götugögn, endurskoðuð reglugerð
Lagt fram bréf Borgarskipulags, byggingarfulltrúa og umferðardeildar, dags. 19.09.95 og kynnt drög að endurskoðaðri reglugerð um skilti í lögsögu Reykjavíkur, dags. 06.09.95.
17. fundur 1995
Auglýsingaskilti/götugögn,
Lagt fram erindi Þróunarfélags Reykjavíkur vegna auglýsingaskilta, dags. 27.7.95.
20. fundur 1994
Auglýsingaskilti/götugögn,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 06.09.94 á bókun skipulagsnefndar frá 05.09.1994 um auglýsingaskilti og kort í Reykjavík.
19. fundur 1994
Auglýsingaskilti/götugögn,
Lagðar fram tillögur arkitektastofunnar Verkstæði 3, Fjölnisvegi 3, dags. í ágúst 1994, varðandi tillögur að auglýsingasúlum og kortastöndum í Reykjavík.
Þorvaldur S. Þorvaldsson kynnti málið. Vísað til borgarráðs til kynningar.