Kringlan
Skjalnúmer : 7497
5. fundur 1999
Kringlan, lóðabr.
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 9.2.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 8. s.m. um lóðamörk Listabrautar og Kringlunnar 4 - 12.
3. fundur 1999
Kringlan, lóðabr.
Lögð fram tillaga Halldórs Guðmundssonar arkitekts, dags. 03.02.99, að breyttum lóðamörkum ásamt bréfi sama, dags. 22.01.99. Einnig lagt fram bréf borgarlögmanns mótt. 5.2.99.
Samþykkt
2. fundur 1999
Kringlan, aðkomur, torg, bílageymsla
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 12.01.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 11. s.m. um Kringluna, aðkomur, torg og bílageymslu.
23. fundur 1998
Kringlan, aðkomur, torg, bílageymsla
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 13.10. á bókun skipulags- og umferðarnefndar 12.10. um auglýsingu tillögu um breytingu á deiliskipulagi við Kringluna vegna torgs og bílastæða.
1. fundur 1999
Kringlan, aðkomur, torg, bílageymsla
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Studio Granda ehf., dags. 13.09.98 varðandi aðkomur, torg og bílageymslu Kringlunni 8-12, samkv. uppdr. sama, dags. í sept. síðast breytt í jan.´99. Einnig lagt fram bréf Ólafs Ó. Guðmundssonar f.h. stjórnar Húsfélags Kringlunnar 15-41, dags. 11.11.98 og bréf Ágústs Jónatanssonar, dags. 02.12.98. Málið var í auglýsingu frá 23. okt. til 20. nóv., athugasemdafrestur var til 4. des. 1998. Ennfremur lögð fram umsögn umferðardeildar, dags. 11.12.98 og umsögn Borgarskipulags, dags. 08.01.99.
Nefndin samþykkir uppdr. Studio Granda, dags. í sept. ´98 br. jan. ´99 að breytingum í Kringlunni. Einnig samþykktar umsagnir Borgarskipulags og umferðardeildar um athugasemdir.
22. fundur 1998
Kringlan, aðkomur, torg, bílageymsla
Lagt fram að nýju bréf Studio Granda ehf., dags. 13.09.98 varðandi aðkomur, torg og bílageymslu Kringlunni 8-12, samkv. uppdr. sama, dags. í sept. síðast breytt 12. okt. 1998.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem breyting á deiliskipulagi svæðisins, en ennfremur verði tillagan kynnt fyrir forsvarsmönnum hagsmunaaðila á svæðinu.
18. fundur 1998
Kringlan, bílastæði
Skipulagsstjóri kynnti tillögu Studio Granda, dags. í sept. 1998, að breyttu skipulagi bílastæða við Kringluna.
19. fundur 1998
Kringlan, aðkomur, torg, bílageymsla
Lagt fram bréf Studio Granda ehf., dags. 06.09.98, varðandi torg og bílageymslu Kringlunni 8-12, samkv. uppdr. sama, dags. í sept. 1998.
Steve Christer, arkitekt, kom á fundinn og kynnti tillöguna.
9. fundur 1998
Kringlan, skipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7.4. á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 6. s.m. um skipulag Kringlunnar.
5. fundur 1998
Kringlan, skipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 10.02.1998 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 9.2.98 um skipulag Kringlunnar.
8. fundur 1998
Kringlan, skipulag
Að lokinni kynningu eru lagðir fram að nýju deiliskipulagsuppdrættir Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 4.2.1998. Einnig lagðar fram athugasemdir Húsfélagsins Ofanleiti 7, dags 26.03.98, Húsfélagsins Ofanleiti 3-9 og 19-21 bílskýli dags. 26.03.98, Húsfélagsins Ofanleiti 9 dags. 26.03.98, Húsfélagsins Ofanleiti 19 dags. 26.03.98, Ágústs Jónatanssonar Ofanleiti 19 dags. 26.03.98 og Húsfélagsins Ofanleiti 21 dags. 26.03.98 ásamt umsögn Borgarskipulags, dags. 3.04.98. Ennfremur lagt fram bréf umhverfismálaráðs, dags. 12.03.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir umsögn Borgarskipulags um þær athugasemdir sem bárust eftir grenndarkynningar. Ennfremur samþykkir nefndin deiliskipulagstillöguna.
4. fundur 1998
Kringlan, skipulag
Lagðir fram uppdrættir Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 3.2 og 4.2.1998 að endurskoðuðu deiliskipulagi og umferðarfyrirkomulagi í Kringlu. Einnig lögð fram bréf Borgarskipulags, dags. 9.12.1997 og 19.1.1998, vegna athugasemda í kynningu og umsagna um þær og fundargerð frá fundi með hagsmunaaðilum dags. 4.2.´98, dags. 7.2., br. 9.2.´98, ásamt bréfi umferðardeildar borgarverkfræðings, dags. 9.2.´98 varðandi umferðartæknileg atriði.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að senda tillöguna í kynningu skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga.
21. fundur 1997
Kringlan, umferðarmál
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 14.10.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 13. s.m. um umferðar- og bílastæðamál við Kringluna.
10. fundur 1997
Kringlan, bílastæði
Lögð fram og kynnt tillaga dags. 7.5.97. að bílastæðum við eystri gatnamót Listabrautar og Kringlunnar.
5. fundur 1997
Kringlan, bílastæði
Á fundinn komu fulltrúar eigenda Kringlunnar, verslunarmiðstöðvar, þeir Einar Halldórsson og Richard Abrams, og kynntu hugmyndir að frekari uppbyggingu í Kringlunni og N-S tengingu.
20. fundur 1997
Kringlan, umferðarmál
Lagt fram bréf Gísla Þórs Gíslasonar, Guðlaugs Einarssonar og Jakobs Hafstein, dags. 05.11.96, varðandi umferðarþunga vegna fyrirhugaðra bygginga við Efstaleiti og bréf Ólafs Ó. Guðmundssonar, dags. 3.1.97, varðandi ástand umferðarmála við íbúðargötuna Kringluna. Einnig lagt fram bréf stjórnar Íbúafélags Kringlunnar 15-41, dags. 12.05.97, varðandi bílastæði við eystri gatnamót Listabrautar og Kringlunnar og breytingar á Kringlutorgi. Ennfremur lögð fram tillaga Gunnars I. Ragnarssonar, dags. 08.10.97, að umferðarbreytingum í hverfinu ásamt bréfi borgarverkfr. og skipulagsstj. og greinargerð umferðardeildar borgarverkfr., dags. 10.10.97.
Skipulags- og umferðarnefnd fellst á fyrirliggjandi tillögu umferðardeildar um aðgerðir ásamt fyrirkomulagi bílastæða við Kringlutorg. Nefndin samþykkir að kynna tillöguna sem breytingu á deiliskipulagi reitsins, sbr. einnig mál nr. 409.97.
1. fundur 1997
Kringlan, umferðarmál
Lagt fram bréf Ólafs Ó. Guðmundssonar, dags. 3.1.97, varðandi ástand umferðarmála við íbúðargötuna Kringluna.
Vísað til athugunar Borgarskipulags og umferðardeildar borgarverkfræðings.
21. fundur 1996
Kringlan, göngubrú
Lagt fram bréf Einars I. Halldórssonar, f.h. Húsfélags Kringlunnar, f.h. Rekstrarfélags Borgarkringlunnar og f.h. Sjóvá-Almennra hf., dags. 27.09.96 og bréf Stefáns H. Stefánssonar f.h Húss Verslunarinnar, varðandi göngubrú yfir Kringlugötu, samkv. uppdr. Ingimundar Sveinssonar, dags. í ágúst 1996.
Samþykkt.
17. fundur 1995
Kringlan, umferðarmál
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 4.7.95 á bókun skipulagsnefndar frá 30.6.95 um deiliskipulag við Kringluna.
16. fundur 1995
Kringlan, bílastæði
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að breyttu deiliskipulagi Kringlunnar, dags.3.5.94, br. 8.6.95.
Samþykkt.
15. fundur 1995
Kringlan, umferðarmál
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að breyttu deiliskipulagi Kringlunnar, dags.3.5.94, br. 8.6.95.
Tillögunni frestað, en fallist á útfæslu á umferðareyjum.
13. fundur 1994
Kringlan, bílastæði
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 10.05.94 á bókun skipulagsnefndar frá 09.05.1994 um deiliskipulag Kringlunnar.
11. fundur 1994
Kringlan, bílastæði
Lögð fram tillaga Borgarskiplags að endurskoðuðu deiliskipulagi Kringlunnar, dags. 3.5.94. Einnig lagt fram bréf Stefáns H. Stefánssonar, f.h. Húss verslunarinnar, dags. 20.4.94.
Skipulagsnefnd leggur til við borgarráð að tillagan verði auglýst skv. 17. og 18. gr. skipulagslaga.
Vísað til umferðarnefndar.