Aflagrandi 6, Austurnes við Bauganes, Áland 1, Bakkastaðir 73, Borgartún 33, Bústaðavegur 61, Einarsnes 28, Kringlumýrarbraut, Sjúkrahús Reykjavíkur, Fossvogi, Miðborg, þróunaráætlun, Kringlan, Austurstræti 18, Gullinbrú, Hrísateigur, Rauðagerði, Vesturás, Vesturvallagata 4, Reykjavík/Keflavíkurflugvöllur, Verndunarsvæði vatnsbóla, Árbæjarhverfi, Keilugrandi 1, Víðihlíð 28, Miklabraut/Skeiðarvogur,

Skipulags- og umferðarnefnd

19. fundur 1998

Ár 1998, mánudaginn 21. september kl. 9:00, var haldinn 19. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Ágústsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus V. Ingvarsson og Sigurður Harðarson. Fundarritari var Ágúst Jónsson.
Þetta gerðist:


Aflagrandi 6, viðbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 08.09.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 07.09.98 um viðbyggingu að Aflagranda 6.


Austurnes við Bauganes, lóðarafmörkun, landnotkunarbreyting
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h borgarráðs um samþykkt borgarráðs 08.09.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 07.09.98 um auglýsingu á lóðarafmörkun og landnotkunarbreytingu Austurness við Bauganes.


Áland 1, skilmálar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 08.09.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 07.09.98 um auglýsingu skilmála fyrir Áland 1.


Bakkastaðir 73, breyting á byggingarreit
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 08.09.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 07.09.98 um breytingu á byggingarreit fyrir Bakkastaði 73.


Borgartún 33, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 08.09.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 07.09.98 um auglýsingu á breytingu á skipulagi lóðar nr. 33 við Borgartún.


Bústaðavegur 61, garðskúr
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h .borgarráðs um samþykkt borgarráðs 08.09.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 07.09.98 um garðskúr að Bústaðavegi 61.


Einarsnes 28, sólstofa
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 08.09.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 07.09.98 um sólstofu að Einarsnesi 28.


Kringlumýrarbraut, gönguleið
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 08.09.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 07.09.98, varðandi umferðarljós við Kringlumýrarbraut.


Sjúkrahús Reykjavíkur, Fossvogi, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgaráðs um samþykkt borgarráðs 08.09.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 07.09.98 um stækkun Sjúkrahúss Reykjavíkur, Fossvogi.





Miðborg, þróunaráætlun,
Stefán Haraldsson, framkvæmdastj. Bílastæðasjóðs Reykjavíkurborgar kom á fundinn og gerði grein fyrir bílastæðamálum í miðborginni.

Kringlan, bílastæði, torg
Lagt fram bréf Studio Granda ehf., dags. 06.09.98, varðandi torg og bílageymslu Kringlunni 8-12, samkv. uppdr. sama, dags. í sept. 1998.
Steve Christer, arkitekt, kom á fundinn og kynnti tillöguna.

Austurstræti 18, breyting
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 04.05.98 og 31.07.98, varðandi fyrirspurn Pennans hf. Hallarmúla 4 um breytingu á götuhlið 1. og 2. hæðar á lóðinni nr. 18 við Austurstræti, samkv. uppdr. Arkitekta Skógarhlíð, dags. 21.07.1998. Einnig lagðir fram minnispunktar Borgarskipulags, dags. 15.05.98. Erindið var í kynningu frá 05.08.98 til 02.09.98, athugasemdafrestur var til 16. sept. 1998. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt

Gullinbrú, hljóðmanir
Lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 03.09.98, varðandi hljóðskerm austan Gullinbrúar á móts við Fannafold 59-67.
Samþykkt samhljóða. Nefndin mælist til þess að trjám verði plantað meðfram öllum veggnum.

Hrísateigur, hlið
Lagt fram bréf umferðardeildar borgarverkfræðings, dags. 10.09.98, varðandi tillögu að 30 km hliði á Hrísateig sunnan gatnamóta við Sundlaugaveg, samkv. uppdr. sama, dags. 10.09.98.
Samþykkt

Rauðagerði, umferð
Lögð fram mótmæli íbúa við Rauðagerði vegna hraðahindrunar fyrir framan Rauðagerði 61 og 62, dags. 10.09.98.
Vísað til umferðaröryggisnefndar.

Vesturás, hraðahindrun
Lagt fram bréf umferðardeildar, dags. 18.08.98, varðandi hraðahindrun við Vesturás, samkv. uppdr. umferðardeildar.
Vísað til umferðaröryggisnefndar.

Vesturvallagata 4,
Lagt fram bréf Jóns Ólafs Ólafssonar, arkitekts, dags. 09.09.98, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðar Vesturvallagötu 4, samkv. uppdr. Batterísins ehf, dags. 05.09.98. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 16.09.98.
Samþykkt að kynna erindið skv. 2. mgr. 26. gr. laga nr. 73/1997 fyrir hagsmunaaðilum að Vesturvallagötu 2, 6 og 6a og Holtsgötu 17.

Reykjavík/Keflavíkurflugvöllur, járnbraut
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 08.09.98, varðandi arðsemismat á lagningu járnbrautar til Keflavíkurflugvallar.
Vísað til skipulagsstjóra og borgarverkfræðings.

Verndunarsvæði vatnsbóla,
Lagt fram bréf skrifst.stj. borgarstjórnar, dags. 15.05.98, varðandi erindi frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 13. þ.m. um vatnsvernd, ásamt bréfi borgarverkfræðings, mótt. 03.09.98.
Samþykkt

Árbæjarhverfi, skátaheimili
Lagt fram bréf Guðmundar Björnssonar f.h. Skátasambands Reykjavíkur, dags. 03.04.97, varðandi lóðarumsókn fyrir skátaheimili fyrir Skátafélagið Árbúa, í Árbæ. Einnig lagt fram bréf sama aðila, dags. 17.08.98, varðandi lóð á reit þeim sem markast af Bæjarhálsi, Hraunbæ og Bæjarbraut, gengt húsi Íslandspósts. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags að lóðarafmörkun.

Samþykkt að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 26. gr. laga nr. 73/1997 sem breyting á deiliskipulagi.

Keilugrandi 1, úrskurður/landnotkunarbreyting
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 04.09.98. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 18.09.98, að breytingu á aðalskipulagi á Keilugranda 1.
Frestað

Víðihlíð 28, jarðhæð
Lagt fram bréf Valgerðar Jóhannesdóttur og Sigurðar S. Guðmundssonar, dags. 04.09.98, varðandi samþykki fyrir jarðhæð hússins að Víðihlíð 28. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 15.09.98.
Frestað

Miklabraut/Skeiðarvogur, umhverfismat/framkvæmdaleyfi
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 18.09.98, varðandi úrskurð skipulagsstjóra ríkisins, vegna mats á umhverfisáhrifum mislægra gatnamóta Miklubrautar/Skeiðarvogs. Einnig er óskað eftir framkvæmdaleyfi á grundvelli þessa úrskurðar sbr. skipulagsreglugerð nr. 400/1998.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við borgarráð að veita framkvæmdaleyfi fyrir ofangreindri framkvæmd.