Dofraborgir 32-42, Fossaleynismýri, dreifistöð RR, Bæjarháls/Hraunbær, pósthús, Laufrimi 10-20, Skipholt 25, Aðalskipulag Reykjavíkur, Reitur 1.171.1, Kringlan, Grafarvogur, samnýting bíla, Egilsgata 3, Engjasel 1-23, Heiðmörk, Hæðargarður, leikskóli, Selásbraut, leikskóli,

Skipulags- og umferðarnefnd

15. fundur 1995

Ár 1994, mánudaginn 26. júní kl. 11.00, hélt skipulagsnefnd 15. fund sinn í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: YYYYYY. Ennfremur sat fundinn Jón Júlíusson áheyrnarfulltrúi. Til fundarins voru einnig boðaðir varafulltrúar í skipulagsnefnd, fulltrúar í umferðarnefnd og formenn umhverfismálaráðs og stjórnar SVR vegna umfjöllunar um endurskoðun aðalskipulags. Ritari var Ágúst Jónsson.
Þetta gerðist:


Dofraborgir 32-42, breyting á skilmálum
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 13.6.95 á bókun skipulagsnefndar frá 12.6.95 um Dofraborgir 36-42, breytingu á skilmálum.



Fossaleynismýri, dreifistöð RR, lóðarafmörkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 13.6.95 á bókun skipulagsnefndar frá 12.6.95 um lóðarafmörkun fyrir dreifistöð RR í Fossaleynismýri.



Bæjarháls/Hraunbær, pósthús, drög að deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 13.6.95 á bókun skipulagsnefndar frá 12.6.95 um opið svæði milli Bæjarháls og Hraunbæjar



Laufrimi 10-20, skipting og fyrirkomulag lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 13.6.95 á bókun skipulagsnefndar frá 12.6.95 um lóðarfyrirkomulag að Laufrima 10-18 og 20-24.



Skipholt 25, viðbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 13.6.95 á bókun skipulagsnefndar frá 12.6.95 um viðbyggingu við Skipholt 25.



Aðalskipulag Reykjavíkur, fyrirspurn
Kynnt staða endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur, umferðarþáttur.

Formaður skipulagsnefndar flutti inngang um markmið með umferðarskipulagi, en síðan kynntu eftirtaldir umferðarþætti aðalskipulags:
1. Hvernig hefur verið staðið að umferðarþætti við endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur? Gildandi aðalskipulag. Bjarni Reynarsson
2. Umferðarþáttur í endurskoðun aðalskipulags o.fl. Stefán Hermannsson.
3. Þróun og ástand umferðatmála. Helstu vandamál. Reiknilíkan umferðar. Baldvin Baldvinsson.
4. Arðsemiskannanir á stofnbrautakerfi höfuðborgarsvæðisins og "konsekvens greiningar". Ólafur Bjarnason.
5. Framkvæmdaáætlanir á stofnbrautakerfi - vegaáætlun - langtímaáætlun. Stefán Hermannsson.
6. Nýjar áherslur í umferðarmálum. Hvernig er hægt að draga úr neikvæðum áhrifum umferðar og draga úr væntanlegri aukningu umferðar. Þorvaldur S. Þorvaldsson, Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir og Hafdís Hafliðadóttir.


Reitur 1.171.1, skipulagsrammi
Lagðar fram athugasemdir vegna kynningar á tillögum Borgarskipulags að Rammaskipulagi reits 1.171.1, sem markast af Laugavegi, Smiðjustíg, Hverfisgötu og Klapparstíg.



Kringlan, umferðarmál
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að breyttu deiliskipulagi Kringlunnar, dags.3.5.94, br. 8.6.95.

Tillögunni frestað, en fallist á útfæslu á umferðareyjum.

Grafarvogur, samnýting bíla,
Lögð fram greinargerð um viðhorf íbúa í Grafarvogi til samnýtingar á bílum.

Borgarskipulagi falið að vinna frekar að málinu. Vísað til kynningar í borgarráði, umferðarnefnd og stjórn SVR.

Egilsgata 3, breyting á byggingarreit
Bréf Helgu Gunnarsdóttur, arkitekts, dags. 19.6.95, f.h. Röntgen hf. - Domus Radiologica um að reisa viðbyggingu að Egilsgötu 3 til austurs.

Samþykkt.

Engjasel 1-23, bílastæði
Lagt fram bréf íbúa við Engjasel 1-23, dags. 15.6.95, varðandi fjölgun bílastæða á svæðinu.



Heiðmörk, vatnsátöppunarhús
Lagðar fram tillögur að staðsetningu vatnsátöppunarhúss við Suðurá, ásamt greinargerð Línuhönnunar hf., dags. í júni 95 um átöppunarhús Þórsbrunns við Suðurá, Reykjavík og umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 23.6.95.

Á fundinn kom Þóroddur Th. Sigurðsson, verkfræðingur, Þorgeir S. Helgason frá Línuhönnun hf. og Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt, sem gerðu grein fyrir málinu.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða tillögu að staðsetningu vatnsátöppunarhúss sunnan Suðurár (merkt lóð nr. 3 í greinargerð Línuhönnunar hf.), með fyrirvara um breytt mörk vatnsverndarsvæða.
Vísað til umhverfismálaráðs og heilbrigðisnefndar.


Hæðargarður, leikskóli, afmörkun lóðar
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags, dags. 16.3.95, um afmörkun lóðar leikskóla við Hæðargarð á lóð Breiðagerðisskóla og breytt mörk grunnskólans. Einnig lögð fram bókun umhverfismálaráðs frá 12.4.95, athugasemdir íbúa vegna kynningar og greinargerð umferðardeildar borgarverkfræðings, dags. 22.6.95.
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. (V.Þ.V. sat hjá).

Selásbraut, leikskóli, stækkun lóðar
Lagt fram að nýju bréf forstöðumanns Dagvistar barna, dags. 18.5.95 varðandi stækkun lóðar leikskólans Heiðaborgar við Selásbraut og tillaga Borgarskipulags, dags. 17.5.95. Einnig lagðar fram athugasemdir sem fram komu vegna kynningar og minnispunktar frá fundi með íbúum þ. 22.6.95.
Skipulagsnefnd fellst ekki á stækkun leikskólalóðarinnar samkvæmt tillögu Borgarskipulags frá 17.5.95, en gert er ráð fyrir möguleika á stækkun lóðarinnar með færslu gæsluvallar.