Alþingisreitur,
Skildinganes 44,
Borgartún 28,
Borgartún 32,
Sogamýri,
Reynisvatnsás Grafarholt,
Grensásvegur 1,
Sléttuvegur,
Suður Mjódd,
Spöngin, Eir,
Heiðmörk,
Hádegismóar,
Starengi 6, íbúðir námsmanna,
Fossaleynir 1,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Hlíðargerði 12,
Laufásvegur 68,
Lækjarmelur 6,
Úlfarsbraut 70-72,
Dunhagi 18-20,
Lyngháls 1,
Húsverndarsjóður Reykjavíkur,
Úlfarsárdalur,
Blesugróf, stgr. 1.885 og 1.889,
Hraunbær 123,
Friðun húsa,
Laugardalur,
Njálsgötureitur 2,
Reynisvatnsás Grafarholt,
Skipulags- og byggingarsvið,
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Skipulagsráð
87. fundur 2007
Ár 2007, miðvikudaginn 21. mars kl. 09:11, var haldinn 87. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Sigríður Kristín Þórisdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Stefán Þór Björnsson, Stefán Benediktsson, Magnús Sædal Svavarsson, Óskar Bergsson, Ásta Þorleifsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Jón Árni Halldórsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: .
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 50335 (01.14.11)
1. Alþingisreitur, breyting á deiliskipulagi, kynning
Lagt fram erindi Batterísins dags. 14. mars 2007 varðandi breytt deiliskipulag á Alþingisreit samkvæmt uppdrætti dags. 13. mars 2007. Í breytingunni felst eftirfarandi: flutningur á húsi við Vonarstræti 12 á lóðina Kirkjustræti 6, aukin nýting á vesturhluta reits og nýbyggingar 3-5 hæðir, tengibrú á milli húsanna nr. 8, 8b, 10 og 12 við Kirkjustræti.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 70045 (01.67.60)
500191-1049
Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
2. Skildinganes 44, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga Arkþings dags. 22. janúar 2007 að breytingu á deiliskipulagi Skildinganess m.a. vegna stækkunar á byggingarreit og hækkunar á hluta þaks vegna Skildinganess 44. Grenndarkynning stóð yfir frá 13. febrúar til 13. mars 2007. Athugasemd barst frá Ágústu Guðmundsdóttur, dags. 12. mars 2007. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. mars 2007.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa.
Umsókn nr. 60750 (01.23.01)
581198-2569
Þ.G. verktakar ehf
Fossaleyni 16 112 Reykjavík
3. Borgartún 28, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn ÞG verk, dags. 21. nóvember 2006, um breytingu á deiliskipulagi á lóð nr. 28 við Borgartún skv. uppdrætti Björns Ólafssonar ark., dags. 15. nóvember 2006. Einnig lögð fram yfirlýsing um kvöð, dags. 17. nóvember 2006. Auglýsing stóð yfir frá 24. janúar til og með 7. mars 2007. Athugasemdabréf bárust frá Þyrpingu hf., dags. 23, febrúar 2007, Guðmundi G. Jónssyni f.h. Jóns og Þorvaldar ehf., dags. 2. mars 2007, Hússtjórninni Sóltúni 5 fh. íbúa í Sóltúni 5 dags. 5. mars 2007, Hússtjórninni Sóltúni 7 fh. íbúa í Sóltúni 7 dags. 7. mars 2007, Hússtjórninni Sóltúni 9 fh. íbúa í Sóltúni 9 dags. 7. mars 2007, Hússtjórninni Mánatúni 6 fh. íbúa í Mánatúni 6 dags. 7. mars 2007, íbúum Mánatúns 4 dags. ódags. Brunos Hjaltested fh. Húsfélaganna Borgartúni 30a og Borgartúni 30b, Sóltúni 1-13, Sóltúni 5, 7 og 9 og Mánatúni 4 og 6 dags. 6. mars 2007, Geirmundi Kristinssyni fh. Víka ehf dags. 2. mars 2007, Vífli Oddssyni, dags. 5. mars 2007, Arthuri Farestveit, dags. 6. mars 2007. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. mars 2007.
Synjað með vísan til framlagðra athugasemda og umsagnar skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 70058 (01.23.20)
620198-3159
Teiknistofa Garðars Halld ehf
Borgartúni 20 105 Reykjavík
4. Borgartún 32, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga teiknistofu Garðars Halldórssonar húsameistara, dags. 28. febrúar 2007, að breytingu á deiliskipulagi Borgartúns 32. Um er að ræða rúmlega 150 m2 stækkun á inndreginni efstu hæð og útbygging á efstu hæð.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð. Ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.
Umsókn nr. 60650 (01.47.1)
5. Sogamýri, breyting á Aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur dags. 28. ágúst 2006. Auglýsing stóð yfir frá 27. nóvember 2006 til og með 8. janúar 2007. Athugasemd barst frá Guðmundi Jóhanni Arasyni f.h. íbúasamtaka Laugardals þann 8. janúar 2007. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. mars 2007.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 70145
531200-3140
Teiknistofa ark Gylfi G/fél ehf
Skólavörðustíg 3 101 Reykjavík
6. Reynisvatnsás Grafarholt, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Teiknistofu Arkitekta, dags. 9. mars 2007, að deiliskipulagi íbúðarbyggðar á Reynisvatnsási.
Tillaga kynnt. Frestað.
Umsókn nr. 70122 (01.46.00)
430572-0169
VGK-Hönnun hf
Grensásvegi 1 108 Reykjavík
521291-1259
Batteríið ehf
Trönuhrauni 1 220 Hafnarfjörður
7. Grensásvegur 1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Batterísins ehf., dags. 27. febrúar 2007, að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 við Grensásveg. Í breytingunni felst að byggingarreitur fyrir helstu stækkun verður á austurhluta í stað vesturhluta, bílakjallari verður undir stórum hluta hússins. Aukið nýtingarhlutfall skýrist að mestu leyti vegna bílakjallarans. Einnig lagt fram skuggavarp dags. 8. mars 2007.
Kynnt. Frestað.
Umsókn nr. 60674 (01.79)
8. Sléttuvegur, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Studio Granda að deiliskipulagi svæðis neðan Sléttuvegar.
Birgir H. Sigurðsson tók sæti á fundinum kl. 10:14
Ólafur Bjarnason tók sæti á fundinum kl. 10:16
Kynnt. Frestað.
Umsókn nr. 70148 (04.91)
9. Suður Mjódd, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga að forsögn skipulagsfulltrúa á breytingu á deiliskipulagi fyrir Suður-Mjódd dags. í mars 2007.
Tillaga skipulagsfulltrúa að forsögn samþykkt.
Umsókn nr. 70084 (02.37.6)
440703-2590
Teiknistofa Halldórs Guðm ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
10. Spöngin, Eir, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu eru lagðir fram að nýju uppdrættir teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 8. febrúar 2007, að breytingu á deiliskipulagi Spangarinnar í Grafarvogi. Kynning stóð yfir frá 23. febrúar til og með 8. mars 2007. Athugasemdir bárust frá Þórði Halldórssyni og Ásdísi Guðmundsdóttur dags. 9. mars 2007, Valgerði Guðmundsdóttur fh. húsfélagsins Gullengi 11 ódags. og móttekið 13. mars 2007. Einnig er lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa dags. 15. mars 2007.
Athugasemdir kynntar. Frestað.
Umsókn nr. 40350 (05.1)
551298-3029
Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
11. Heiðmörk, deiliskipulag
Lögð fram tillaga að forsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. maí 2006 ásamt umsögn umhverfisráðs frá 6. júní 2006. Lögð fram umsögn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 12. mars 2007.
Tillaga skipulagsfulltrúa að forsögn samþykkt.
Umsókn nr. 70036 (04.1)
570480-0149
Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
12. Hádegismóar, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram drög að tillögu Hornsteina að breytingu á deiliskipulagi Hádegismóa, dags. 16. mars 2007. Einnig lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 18. janúar 2007, um að skipulags- og byggingarsviði verði falið að breyta deiliskipulagi í Hádegismóum.
Vísað til umsagnar umhverfissviðs og framkvæmdasviðs vegna tillagna að umferðartengingum.
Umsókn nr. 70065 (02.38)
061162-3809
Sóley Jónsdóttir
Hagasel 21 109 Reykjavík
13. Starengi 6, íbúðir námsmanna, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Sóleyjar Jónsdóttur arkitekts, dags. 1. febrúar 2007, að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Starengis 6. Breytingin felst í því að gerður er byggingarreitur fyrir áhaldahús og bílastæða fyrirkomulagi er breytt. Kynningin stóð yfir frá 12. febrúar til 12. mars 2007. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.
Umsókn nr. 70050 (02.46)
501193-2409
ALARK arkitektar ehf
Dalvegi 18 201 Kópavogur
660601-2010
Borgarhöllin hf
Reykjavíkurvegi 74 220 Hafnarfjörður
14. Fossaleynir 1, Egilshöll, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga Alark arkitekta, dags. 01.02.07, að breytingu á deiliskipulagi vegna lögunar byggingarreits c, við austanvert húsið nr. 1 við Fossaleyni og að gera 5 m háa girðingu umhverfis geymslusvæði. Lögð fram yfirlýsing lóðarhafa vegna geymslugirðingar austan Egilshallar, dags. 05.02.07. Grenndarkynning stóð yfir frá 7. febrúar til 7. mars 2007. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.
Umsókn nr. 35671
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 436 frá 20. mars 2007.
Umsókn nr. 35337 (01.81.530.6)
090461-5089
Edda Thors
Hlíðargerði 12 108 Reykjavík
080757-3369
Sigurður Guðjónsson
Hlíðargerði 12 108 Reykjavík
16. Hlíðargerði 12, breyta þaki ,byggja við húsið
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. febrúar 2007. Sótt er um leyfi til að hækka mæni um 300 mm. og endurnýjun á byggingaleyfi þar sem sótt er um leyfi til þess að hækka þak á norðurhluta húss, byggja anddyrisviðbyggingu við vesturhlið 1. hæðar, stækka kvist 2. hæðar yfir viðbyggingu, byggja annan kvist á austurþekju, breyta gluggum og setja svalahurð á suðurhlið 1. hæðar ásamt samþykki fyrir áður gerðum skjólvegg á austurhluta lóðar einbýlishússins á lóð nr. 12 við Hlíðargerði, skv. uppdr. VA arkitekta, dags. 24. febrúar 2005, síðast breytt 22. janúar 2007 . Kynningin stóð frá 14. febrúar til 14. mars 2007. Engar athugasemdir bárust.
Bréf hönnuðar dags. 22. jan. 2007 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun 1. hæðar 5 ferm., 2. hæðar 6,1 ferm., samtals 11,1 ferm., 55,9 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 3.801
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 35330 (01.19.720.7)
300761-3649
Stefán Hilmar Hilmarsson
Brautarholt 2 105 Reykjavík
17. Laufásvegur 68, forstofub. + leiðr. stærð á bílsk.
Sótt er um leyfi til þess að byggja anddyrisviðbyggingu við 1. hæð norðurhliðar, stækka nýsamþykktar svalir með geymslurými undir við suðurhlið 1. hæðar, koma fyrir heitum potti á stækkuðum svölum, breyta gluggum og bæta við glugga á 1. hæð norðurhliðar ásamt samþykki fyrir leiðréttingu teikninga og stærðar bílskúrs á lóð nr. 68 við Laufásveg.
Umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 30. janúar 2007 fylgir erindinu.
Stærð: Anddyrisviðbygging 4,1 ferm., 12,1 rúmm.
Geymsla undir svölum 32,2 ferm., 77,3 rúmm.
Bílgeymsla stækkar 4,2 ferm. og 13,1 rúmm. umfram áður bókaða stækkun.
Gjald kr. 6.800 + 6.970
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 35581 (34.53.370.4)
701297-3429
T.Guðjónsson ehf
Viðarrima 54 112 Reykjavík
521202-2540
Atorka, verktakar og vélal ehf
Vættaborgum 117 112 Reykjavík
530396-2589
Við ehf
Vættaborgum 15 112 Reykjavík
18. Lækjarmelur 6, Iðnaðarhúsnæði
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft stálgrindarhús með tólf einingum fyrir léttan iðnað með milliloft í hverri einingu og allt húsið klætt með lituðum stálasamlokum á lóð nr. 6 við Lækjarmel.
Stærð: Iðanaðarhús samtals 1562,4 ferm., 8349,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 567.786
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Ráðið gerir ekki athugasemd við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað í samræmi við umsókn.
Umsókn nr. 35479 (02.69.850.2)
240465-4349
Geir Þorsteinsson
Hafnarbraut 47a 780 Höfn
270565-3369
Sigurður Finnsson
Blásalir 7 201 Kópavogur
19. Úlfarsbraut 70-72, parhús
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt, tvílyft parhús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 70-72 við Úlfarsbraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 2. mars 2007 fylgir erindinu.
Stærð Úlfarsbraut 70: 211,2 ferm., þar af bílgeymsla 25,1 ferm.
Úlfarsbraut 72: Sömu stærðir.
Samtals: 422,4 ferm., 1341,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 91.229
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 35631 (01.54.511.3)
20. Dunhagi 18-20, óleyfisframkvæmdir
Lagt fram afrit af bréfi byggingarfulltrúa dags. 15. mars 2007 vegna ábendingar til embættis byggingarfulltrúa um óleyfisframkvæmdir í húsi nr. 18-20 við Dunhaga.
Stöðvun byggingarfulltrúa á framkvæmdum staðfest.
Umsókn nr. 60734 (04.32.60)
430289-1529
Úti og inni sf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
21. Lyngháls 1, framlenging á bráðabirgðaleyfi
Lagt fram bréf Úti og Inni, dags. 2. nóvember 2006, varðandi framlengingu á bráðabirgðaleyfi á húsi á norðvestur horni lóðar nr. 1 við Lyngháls. Einnig lagt fram bréf Prentmets, dags. 24. janúar 2007 ásamt tillögu sviðsstjóra dags. 21. mars 2007.
Samþykkt að framlengja bráðbirgðaleyfi til tíu ára með vísan tillögu sviðsstjóra. Þinglýsa skal yfirlýsingu um að leyfið sé til bráðabirgða í tíu ár.
Hanna Birna Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 11:06
Umsókn nr. 70022
22. Húsverndarsjóður Reykjavíkur, úthlutun styrkja
Lögð fram tillaga dags. 16. mars 2007 að úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur.
Framlögð tillaga samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 50646 (02.6)
441291-1089
Þyrping hf
Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
23. Úlfarsárdalur, miðsvæði
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 25. október 2005, varðandi bréf framkv.stj. Þyrpingar hf. frá 20. þ.m., þar sem óskað er eftir að ganga til samningaviðræðna við Reykjavíkurborg um kaup og uppbyggingu á miðsvæði suðurhlíða Úlfarsfells samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Einnig lagt fram bréf Þyrpingar, dags. 1. mars 2007.
Umsókn nr. 50788 (01.88.5)
24. Blesugróf, stgr. 1.885 og 1.889, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 15. mars 2007 vegna kæru á ákvörðun skipulagsráðs frá 28. september 2005 um breytingu á deiliskipulagi í Blesugróf stgr. 1.885 og 1.889. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu samþykktar skipulagsráðs Reykjavíkurborgar frá 28. september 2005 um breytt deiliskipulag Blesugrófar.
Umsókn nr. 70010 (04.34.0)
25. Hraunbær 123, umsögn vegna kæru, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 15. mars 2007 vegna kæru á synjun skipulagsráðs frá 9. febrúar 2005 á tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina nr. 123 við Hraunbæ vegna loftnetsmasturs. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
Umsókn nr. 70161
26. Friðun húsa, fasteignagjöld, niðurfelling
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. mars 2007, vegna samþykktar borgarráðs frá 8. mars 2007 , varðandi niðurfellingu fasteigangjalda af friðuðum húsum til ársloka 2007. Jafnframt felur borgarráð skipulagsráði að gera tillögu um framtíðarfyrirkomulag fasteignagjalda vegna friðaða húsa að höfðu samráði við Árbæjarsafn og menningar- og ferðamálaráð.
Umsókn nr. 70158
27. Laugardalur, ÍTR. þróun og uppbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. mars 2007 þar sem borgarráð samþykkti á fundi sínum 8. mars 2007 að fela ÍTR, í samstarfi við umhverfisráð og skipulagsráð, að taka við verkefni stýrihóps um þróun og uppbyggingu í Laugardal enda þarf að gæta að sérstöðu Laugardalsins sem græns útivistarsvæðis og tryggja að öll þróun og skipulag falli vel að umhverfinu. Jafnframt verði haft samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila á svæðinu, m.a. með samráði við íbúasamtök Laugardals. Jafnframt verði ÍTR falið að gera nýjan þjónustusamning um Fjölskyldugarðinn.
Umsókn nr. 60439 (01.19.02)
660298-2319
Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
28. Njálsgötureitur 2, reitur 1.190.2, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. mars 2007, vegna samþykktar borgarráðs frá 8. mars 2007 á afgreiðslu skipulagsráðs frá 7. mars um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi Njálsgötureits 2.
Umsókn nr. 70009
29. Reynisvatnsás Grafarholt, breyting á svæðisskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. mars 2007, vegna samþykktar borgarráðs dags. 8. mars á afgreiðsu skipulagsráðs frá 10. janúar sl. um tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins varðandi nýjan byggðareit austan Grafarholts.
Umsókn nr. 70160
30. Skipulags- og byggingarsvið, húsnæðismál
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. mars 2007 vegna samþykktar borgarráðs frá 8. mars 2007 varðandi leigu á skrifstofuhúsnæði að Borgartúni 10-12 fyrir framkvæmdasvið, skipulags- og byggingarsvið, umhverfissvið o.fl. sem og sölu á fasteignunum að Borgartúni 1, Borgartúni 3, Skúlatúni 2 og Hverfisgötu 14-14a.
Umsókn nr. 10070
31. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 16. mars 2007.