Friðun húsa

Verknúmer : SN070161

159. fundur 2009
Friðun húsa, fasteignagjöld, niðurfelling
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. des. 2008, vegna samþykktar borgarráðs frá 20. s.m., varðandi niðurfellingu fasteignagjalda af friðuðum húsum til ársloka 2009. Jafnframt felur borgarráð skipulagsráði að ljúka tillögu um framtíðarfyrirkomulag fasteignagjalda vegna friðaðra húsa að höfðu samráði við Minjasafn Reykjavíkur og menningar- og ferðamálaráð.
Frestað.

124. fundur 2008
Friðun húsa, fasteignagjöld, niðurfelling
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. febrúar 2008, vegna samþykktar borgarráðs frá 31. janúar 2008, varðandi niðurfellingu fasteignagjalda af friðuðum húsum til ársloka 2008. Jafnframt felur borgarráð skipulagsráði að ljúka tillögu um framtíðarfyrirkomulag fasteignagjalda vegna friðaðra húsa að höfðu samráði við Árbæjarsafn og menningar- og ferðamálaráð.
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.

87. fundur 2007
Friðun húsa, fasteignagjöld, niðurfelling
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. mars 2007, vegna samþykktar borgarráðs frá 8. mars 2007 , varðandi niðurfellingu fasteigangjalda af friðuðum húsum til ársloka 2007. Jafnframt felur borgarráð skipulagsráði að gera tillögu um framtíðarfyrirkomulag fasteignagjalda vegna friðaða húsa að höfðu samráði við Árbæjarsafn og menningar- og ferðamálaráð.