Brautarholt 10-14
Skjalnúmer : 7436
23. fundur 1998
Brautarholt 10-14, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 6.10.98. á bókun skipulags- og umferðarnefndar sama dag um nýbyggingu við Brautarholt 10-14.
21. fundur 1998
Brautarholt 10-14, nýbygging
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 04.05.98, varðandi nýbyggingu á lóðinni nr. 10-14, samkv. uppdr. ABS teiknistofu, dags. í jan. 1998, síðast br. í júní 1998. Einnig lagðir fram minnispunktar Borgarskipulags, dags. 06.05.98, br. 26.06.98.
Kynningin stóð frá 27.07.98 til 24.08.98. Þrjú athugasemdabréf bárust: Bréf Bjarna Axelssonar, f.h. eigenda og leigjenda að Brautarholti 8, dags. 30.07.98, bréf Kistufells s/f, dags. 19.08.98 og bréf Leiguvals sf, ásamt leigutökum, Skipholti 11-13, dags. 17.08.98. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 2.10.98.
Nefndin samþykkir umsögn Borgarskipulags, dags. 2.10.98, og tillögu að uppbyggingu á lóðinni. Við skipulag lóða á þessu svæði, sem enn eru í eigu Reykjavíkurborgar, verði haft í huga að bæta úr bílastæðaskorti.
14. fundur 1998
Brautarholt 10-14, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 04.05.98, varðandi nýbyggingu á lóðinni nr. 10-14, samkv. uppdr. ABS teiknistofu, dags. í jan. 1998, síðast br. í júní 1998. Einnig lagðir fram minnispunktar Borgarskipulags, dags. 06.05.98, br. 26.06.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Skipholti 9-24, Brautarholti 8 og 16 og Laugavegi 162, enda verði nýtingarhlutfall á lóð ekki meira en 1,15.