Miklabraut/Skeiðarvogur
Skjalnúmer : 7440
5. fundur 1999
Miklabraut/Skeiðarvogur, mislæg gatnamót
Formaður skipulags- og umferðarnefndar lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Hvaða áhrif hefur lokun Skeiðarvogs við Miklubraut vegna framkvæmda sem þar standa yfir á umferðina í grennd.
12. fundur 1999
Miklabraut/Skeiðarvogur, mislæg gatnamót
Þá leggur nefndin áherslu á að unnið verði að útfærslu á góðum stígatengingum (göngu- og hjólreiðastígum) norðan Miklubrautar milli aðalstígs og byggðar.#
25. fundur 1998
Miklabraut/Skeiðarvogur, mislæg gatnamót
Lögð fram tillaga Studio Granda, dags. í sept. 1998 að brúarmannvirkjum vegna mislægra gatnamóta Miklubrautar, Skeiðarvogs og Réttarholtsvegar.
Steve Crister arkitekt kom á fundinn og kynnti tillöguna.
12. fundur 1999
Miklabraut/Skeiðarvogur, gönguleiðir
SKUM 15.0399: Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 09.03.99, varðandi gönguþverun Skeiðarvogs.
20. fundur 1998
Miklabraut/Skeiðarvogur, aðalskipulagsbreyting
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15.09.98 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 14.09.98 um aðalskipulagsbreytingu við Miklubraut/Skeiðarvog. Jafnfram samþykkti borgarráð framkvæmdir við verkið samkv. bréfi borgarverkfræðings frá 14. þ.m.
19. fundur 1998
Miklabraut/Skeiðarvogur, umhverfismat/framkvæmdaleyfi
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 18.09.98, varðandi úrskurð skipulagsstjóra ríkisins, vegna mats á umhverfisáhrifum mislægra gatnamóta Miklubrautar/Skeiðarvogs. Einnig er óskað eftir framkvæmdaleyfi á grundvelli þessa úrskurðar sbr. skipulagsreglugerð nr. 400/1998.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við borgarráð að veita framkvæmdaleyfi fyrir ofangreindri framkvæmd.
18. fundur 1998
Miklabraut/Skeiðarvogur, aðalskipulagsbreyting
Lögð fram að nýju tillaga að landnotkunarbreytingu, dags. 12.06.98. Einnig lögð fram athugasemdabréf íbúa við Sogaveg, dags. 26.08.98 og Lögfræðistofunnar sf, dags. 26.08.98, ásamt umsögn skipulagsstjóra, dags. 4.9.98 og borgarverkfræðings, dags. 02.09.98 um athugasemdirnar. Einnig kynntar tillögur umferðardeildar að gangbraut yfir Skeiðarvog, undirgöng undir götuna og göngubrú yfir.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir samhljóða umsagnir skipulagsstjóra og borgarverkfræðings, dags. 4.9.98 og 2.9.98, ásamt tillögu að landnotkun samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016. Borgarverkfræðingi falið að kanna möguleika á undirgöngum undir Skeiðarvog samkvæmt tillögu umferðardeildar nr. 2.
17. fundur 1998
Miklabraut/Skeiðarvogur, aðalskipulagsbreyting
Lögð fram tillaga að landnotkunarbreytingu, dags. 12.06.98. Einnig lögð fram athugasemdabréf íbúa við Sogaveg, dags. 26.08.98 og Lögfræðistofunnar sf, dags. 26.08.98, ásamt umsögn skipulagsstjóra, dags. 4.9.98 og borgarverkfræðings, dags. 02.09.98 um athugasemdirnar.
Frestað.
16. fundur 1998
Miklabraut/Skeiðarvogur, aðalskipulagsbreyting
Lagt fram bréf borgarverkfræðings dags. 13.08.98 varðandi mat á umhverfisáhrifum vegna mislægra gatnamóta Miklubrautar og Skeiðarvogs og skipulag umferðar á byggingartíma.
12. fundur 1998
Miklabraut/Skeiðarvogur, mislæg gatnamót
Lagt fram bréf borgarverkfræðings dags. 3.06.98 vegna gatnamóta Miklubrautar/Skeiðarvogs og landnotkunarbreytingar.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir erindi borgarverkfræðings með 4 atkv. Óskar D. Ólafsson sat hjá.
9. fundur 1998
Miklabraut/Skeiðarvogur, mislæg gatnamót
Lagðir fram að nýju uppdrættir og líkan að mislægum gatnamótum Miklubrautar/Skeiðarvogs, sbr. bréf borgarverkfræðings, dags. 19.03.98. Einnig lögð fram umsögn umhverfismálaráðs frá 25.03. s.l. ásamt greinargerð borgarverkfræðings, dags. 24.04.98.
Á fundinn komu Baldvin Einarsson verkfræðingur, Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt og Steve Christer arkitekt, og kynntu málið.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu að mislægum gatnamótum Miklubrautar, Skeiðarvogs og Réttarholtsvegar með 6 atkv. gegn 1 (Óskar D. Ólafsson á móti).
Óskar D. Ólafsson óskaði bókað:
#Undirritaður leggst gegn fyrirhuguðum mislægum gatnamótum Miklubrautar og Skeiðarvogs. Eru eftirfarandi rök færð fyrir þeirri afstöðu:
1. Ljóst er, að fenginni reynslu mislægra gatnamóta á Vesturlandsvegi að umferðarhraði eykst með því að gera akstur bifreiða hægara um vik eins og mislæg gatnamót gera. Þetta eykur hættu á aukinni tíðni alvarlegra slysa og er alvarlegt þegar horft er til þess að á þessum stað er Miklubrautin í nánum tengslum við íbúabyggð.
2. Göngu- og hjólaleiðum er ýtt út sunnan megin Miklubrautar fyrir tæknilegar lausnir mislægu gatnamótanna. Almennt séð rýra þessi gatnamót aðgengi og möguleika óvarinnar umferðar.
3. Mannvirkið sem slíkt mótar umhverfið mjög mikið og breytir aðkomunni að borginni. Mannvirkið gefur skýr skilaboð um þann sess sem bíllinn skipar í borgarskipulaginu. Að mati undirritaðs, þá lýtir fyrirhuguð framkvæmd borgina.
4. Framkvæmdin stangast enn frekar á við þær megináherslur sem framsýnt aðalskipulag Reykjavíkurborgar hefur lagt til ársins 2016. Hún er úr takti við þá framtíðarsýn sem gerir ráð fyrir því að dregið verði úr skaðlegum áhrifum bílaumferðar. Bent hefur verið á betri lausn sem gefur margfalda arðsemi miðað við þá dýru framkvæmd sem kostuð yrði úr sameiginlegum sjóðum skattgreiðenda. Það er kominn tími til að samfélagið forgangsraði sameiginlegum fjármunum þannig að fólk hafi forgang fram yfir dýrar og ljotar lausnir svo að umferð bíla verði bæði aukin, hraðari og hættulegri.
Óskar Dýrmundur Ólafsson#
Guðrún Ágústsdóttir óskaði bókað:
#Ég get tekið undir margt af því sem fram kemur í bókun Óskars D. Ólafssonar. Hins vegar er það svo að í nýja aðalskipulaginu er sú stefna mörkuð að auka ekki umferðarrýmd fyrir bílinn vestan Elliðaáa, þó með þeirri undantekningu að gert er ráð fyrir mislægum gatnamótum við Skeiðarvog/Miklubraut.#
Fulltrúar í skipulags- og umferðarnefnd, að undanskildum Óskari D. Ólafssyni, óskuðu bókað:
#Það eru nefndinni nokkur vonbrigði hversu landfrek tillagan er, en slíkt reyndist óumflýjanlegt vegna umferðarflæðis og til að hlífa íbúðabyggð við Rauðagerði. Með markvissri landmótun og gróðri verður þó hægt að draga verulega úr áhrifum umferðarrampanna. Þá leggur nefndin áherslu á að unnið verði að útfærslu á góðum stígatengingum (göngu- og hjólreiðastígum) norðan Miklubrautar milli aðalstígs og byggðar.#
7. fundur 1998
Miklabraut/Skeiðarvogur, mislæg gatnamót
Lagðir fram uppdrættir og líkan að mislægum gatnamótum Miklubrautar/Skeiðarvogs, sbr. bréf borgarverkfræðings, dags. 19.03.98. Á fundinn komu Baldvin Einarsson og Finnur Kristinsson, sem kynntu tillöguna ásamt Ólafi Bjarnasyni, yfirverkfræðingi.
Frestað.