Umhverfismál, viðurkenning SSH
Skjalnúmer : 8521
17. fundur 1997
Umhverfismál, viðurkenning SSH,
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs, dags. 02.07.97, varðandi viðurkenningu SSH á "Merkt framlag til umhverfis-, útivistar og skipulagsmála". Ennfremur lagt fram bréf Jónasar Egilssonar f.h. SSH, dags. 24.06.97.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir eftirfarandi bókun með 4 samhljóða atkv. (Gunnar Jóhann Birgisson, Guðrún Zoëga og Jóna Gróa Sigurðardóttir sátu hjá):
"Skipulags- og umferðarnefnd tilnefnir Aðalskipulag Reykjavíkur 1996 - 2016, sem undirritað var af umhverfisráðherra 6. ágúst s.l., til viðurkenningar á "Merku framlagi til umhverfis-, útivistar- og skipulagsmála".
Í Aðalskipulagi 1996 - 2016 er lögð áhersla á þá hugmyndafræði í umhverfismálum sem samþykkt var á umhverfisráðstefnu sameinuðu þjóðanna í Ríó de Janeiro árið 1992. Í framkvæmdaáætlun ráðstefnunnar, sem kölluð hefur verið Dagskrá 21, eru sveitarstjórnirnar hvattar til að vinna að áætlunum í anda sjálfbærrar þróunar og umhverfisverndar. Með þessari ákvörðun var verið að undirstrika hversu miklu aðgerðir sveitarfélaga skipta fyrir framgang sjálfbærrar þróunar í heiminum. Í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er komið til móts við þessa ákvörðun og leitast eftir megni að tryggja að borgin eflist og dafni á grundvelli sjálfbærrar þróunar. Sjá nánar meðfylgjandi samantekt um Aðalskipulag Reykjavíkur 1996 - 2016".