Norður-Mjódd/Stekkjarbakki
Skjalnúmer : 6110
11. fundur 1999
Norður-Mjódd/Stekkjarbakki, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 15.4.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 12. s.m. um Norður-Mjódd/Stekkjarbakka, breytt deiliskipulag.
7. fundur 1999
Norður-Mjódd/Stekkjarbakki, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju breytt tillaga Borgarskipulags að lóðarafmörkun, byggingarreit, skilmálum og umferðaraðkomum, dags. 23.1.98 br. 8.1.99 á stgr. 4.602 sem markast af Reykjanesbraut, Stekkjarbakka og Álfabakka, ásamt umsögn Borgarskipulags frá 26.06.98. Einnig lögð fram athugasemdarbréf Lovísu Jóhannsdóttur og Þórarins Ragnarssonar f.h. Stekks ehf. dags. 25.02.99, Sveins Indriðasonar mótt. 5.3.99 og Grétars Áss Sigurðssonar, dags. 3.3.99, og Braga Jóhannssonar, dags. 5.3.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 8. mars 1999 og umsögn borgarverkfræðings, dags. 11. dags. mars ´99.
Frestað
Formaður lagði fram eftirfarandi bókun:
#Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir deiliskipulagstillögu að Norður-Mjódd dags. 8.1.99 ásamt umsögn Borgarskipulags og borgarverkfræðings um athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma.
Lögð er áhersla á að tengibraut sem gert er ráð fyrir frá gatnamótum Reykjanesbrautar og Stekkjarbakka verði framkvæmd um leið og mislægu gatnamótin og þá verði lokað aðkomum beint frá Stekkjarbakka að deiliskipulagssvæðinu .#
6. fundur 1999
Norður-Mjódd/Stekkjarbakki, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju breytt tillaga Borgarskipulags að lóðarafmörkun, byggingarreit, skilmálum og umferðaraðkomum, dags. 23.1.98 br. 8.1.99 á stgr. 4.602 sem markast af Reykjanesbraut, Stekkjarbakka og Álfabakka, ásamt umsögn Borgarskipulags frá 26.06.98. Einnig lögð fram athugasemdarbréf Lovísu Jóhannsdóttur og Þórarins Ragnarssonar f.h. Stekks ehf. dags. 25.02.99, Sveins Indriðasonar mótt. 5.3.99 og Grétars Áss Sigurðssonar, dags. 3.3.99, ásamt samantekt Borgarskipulags dags. 8. mars 1999.
Frestað
2. fundur 1999
Norður-Mjódd/Stekkjarbakki, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 12.01.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 11. s.m. um Norður-Mjódd/Stekkjarbakka, auglýsingu deiliskipulags.
9. fundur 1999
Norður-Mjódd/Stekkjarbakki, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju breytt tillaga Borgarskipulags að lóðarafmörkun, byggingarreit, skilmálum og umferðaraðkomum, dags. 23.1.98 br. 8.1.99 á stgr. 4.602 sem markast af Reykjanesbraut, Stekkjarbakka og Álfabakka, ásamt umsögn Borgarskipulags frá 26.06.98. Einnig lögð fram athugasemdarbréf Lovísu Jóhannsdóttur og Þórarins Ragnarssonar f.h. Stekks ehf. dags. 25.02.99, Sveins Indriðasonar mótt. 5.3.99, Grétars Áss Sigurðssonar, dags. 3.3.99, og Braga Jóhannssonar, dags. 5.3.99. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 11. mars 1999.
Eftirfarandi bókun var samþykkt með atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista gegn atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og umferðarnefnd.
#Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir deiliskipulagstillögu að Norður - Mjódd dags. 8.1.99 ásamt umsögn Borgarskipulags og borgarverkfræðings um athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma. Lögð er áhersla á að tengibraut sem gert er ráð fyrir frá gatnamótum Reykjanesbrautar og Stekkjarbakka verði framkvæmd um leið og mislægu gatnamótin og þá verði lokað aðkomum beint frá Stekkjarbakka að deiliskipulagssvæðinu. Einnig skal tekið fram að verulega hefur verið komið til móts við íbúa í næsta nágrenni, m.a. með samráði á ótal fundum.#
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað.
#Með hliðsjón af öflugum og rökstuddum mótmælum þeirra sem búa i nágrenni við Norður - Mjódd/Stekkjarbakka greiðum við atkvæði gegn deiliskipulagi umræddrar lóðar. Nauðsynlegt er að hafa samráð við íbúana til þess að samkomulag og sátt geti ríkt um þetta mikilvæga svæði í næsta nágrenni við gróið íbúðahverfi.#
1. fundur 1999
Norður-Mjódd/Stekkjarbakki, deiliskipulag
Lögð fram breytt tillaga Borgarskipulags að lóðarafmörkun, byggingarreit, skilmálum og umferðaraðkomum, dags. 23.1.98 br. 8.1.99 á stgr. 4.602 sem markast af Reykjanesbraut, Stekkjarbakka og Álfabakka. Einnig lögð fram að nýju umsögn Borgarskipulags frá 26.06.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að leggja til við borgarráð að tillagan verði auglýst sem tillaga að deiliskipulagi í Norður-Mjódd.
9. fundur 1998
Norður-Mjódd/Stekkjarbakki, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs14.4. á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 26. janúar s.l. um auglýsingu deiliskipulags Norður Mjóddar
14. fundur 1998
Norður-Mjódd/Stekkjarbakki, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu og kynningu er lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags að lóðarafmörkun, byggingarreit og skilmálum dags. 23.1.98 á stgr. 4.602 sem markast af Reykjanesbraut, Stekkjarbakka og Álfabakka. Einnig lögð fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 27.08.97 og 24.12.97 ásamt bréfum Gísla H. Sigurðssonar f.h. Gróðurvara ehf, dags. 20.08.97 og 23.11.95 varðandi lóðarumsókn á svæðinu fyrir gróðrarstöð, bréfi Þórarins Ragnarssonar dags. 15.12.97 varðandi stækkun lóðar við verslunina Staldrið, bréfi Evró, dags. 10.06.98, varðandi umsókn um lóð. Eftirfarandi athugasemdabréf bárust vegna kynningar: Frá Jóni Aðalsteini Jónssyni, dags. 13.05.98, Grétari Áss Sigurðssyni, dags. 14.05.98, húseigendum og lóðarhöfum lóðanna Brúnastekkur 10 og 11, Geitastekkur 8, Gilsárstekkur 7 og 8, dags. 02.05.98, Jóhanni Einari Jónssyni, dags. 27.05.98 og undirskriftalista íbúa, mótt. 22.05.98. Ennfremur lögð fram bréf umhverfismálaráðs, dags. 13.02.98, umsögn Borgarskipulags, dags. 26.06.98 og umsögn umferðardeildar, dags. 25.06.98.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir niðurstöður í umsögn Borgarskipulags, dags. 26.6.98, og óskar eftir að hugað verði nánar að umferð og aðkomu áður en skipulagið er endanlega samþykkt.
17. fundur 1997
Norður-Mjódd/Stekkjarbakki,
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 27.8.97, ásamt bréfi Gróðurvara ehf., dags. 20. s.m. varðandi lóð á milli Stekkjarbakka, Reykjanesbrautar og Álfabakka fyrir gróðrarstöð.
Borgarskipulagi falið að gera tillögu um lóðarafmörkun og skilmála.
2. fundur 1998
Norður-Mjódd/Stekkjarbakki, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að lóðarafmörkun, byggingarreit og skilmálum dags. 23.1.98 á stgr. 4.602 sem markast af Reykjanesbraut, Stekkjarbakka og Álfabakka. Einnig lögð fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs dags. 27.08.97 og 24.12.97 ásamt bréfum Gísla H. Sigurðssonar f.h. Gróðurvara ehf, dags. 20.08.97 og 23.11.95 varðandi lóðarumsókn á svæðinu fyrir gróðrarstöð og bréf Þórarins Ragnarssonar dags. 15.12.97 varðandi stækkun lóðar við verslunina Staldrið.
Skipulags- og umferðarnefnd vísar málinu til borgarráðs og leggur til að deiliskipulagstillagan verði auglýst samkvæmt 25. gr. , sbr. 1. og 2. mgr. 18. gr. laga nr. 73/1997.
1. fundur 1996
Norður-Mjódd/Stekkjarbakki, lóðarumsókn
Lagt fram bréf Gísla H. Sigurðssonar f.h. Gróðurvara sf., dags. 23.11.95, varðandi ósk um lóð fyrir gróðrarstöð og verslun í N-Mjódd, milli Stekkjarbakka og Reykjanesbrautar.
Borgarskipulagi falið að vinna tillögu að breyttri landnotkun á reit norðan bensínstöðvar í N-Mjódd.