Kennaraháskóli Íslands, reitur 1.254
Skjalnúmer : 8197
5. fundur 2000
Bólstaðarhlíð, lokun
Lagt fram að nýju bréf skrifst.stj. borgarstjórnar, dags. 8. febrúar 2000, varðandi ósk borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að upplýsingar um reynslu vegna tímabundinnar lokunar Bólstaðarhlíðar verði lagðar fyrir borgarráð sem fyrst.
Formaður fór yfir málið. Verður lagt fyrir nefndina að lokinni skoðun umferðaröryggisnefndar.
4. fundur 2000
Bólstaðarhlíð, lokun
Lagt fram bréf skrifst.stj. borgarstjórnar, dags. 8. febrúar 2000, varðandi ósk borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um upplýsingar vegna tímabundinnar lokunar Bólstaðarhlíðar.
13. fundur 1999
Bólstaðarhlíð, lokun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 18.05.99 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 19.04.99 um lokun Bólstaðarhlíðar. Jafnframt lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 17. þ.m. ásamt greinargerð umferðardeildar frá 30. sept. s.l. um lokun götunnar. Borgarráð samþykkti að auglýsa tillöguna samkvæmt skipulags- og byggingarlögum.
22. fundur 1997
Bólstaðarhlíð, lokun
Lagt fram að nýju bréf borgarverkfræðings, dags. 23.10.97, með tillögu vegna lokunar Bólstaðarhlíðar. Einnig lagt fram að nýju bréf hóps um umferðarmál í Bólstaðarhlíð, dags. 06.10.97 ásamt bréfi forstjóra SVR, dags 27.09.97. Ennfremur lagt fram bréf borgarstjóra um samþykkt borgarráðs frá 28.10.97.
Tillaga borgarverkfræðings samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum (fulltrúar Sjálfstæðisflokks í nefndinni sátu hjá).
21. fundur 1997
Bólstaðarhlíð, lokun
Lagt fram bréf borgarverkfræðings dags. 23.10.97 með tillögu vegna lokunar Bólstaðarhlíðar. Einnig lagt fram að nýju bréf hóps um umferðarmál í Bólstaðarhlíð, dags. 06.10.97 ásamt bréfi forstjóra SVR dags 27.09.97.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir svofellda bókun: "Skipulags- og umferðarnefnd beinir því til borgarráðs að á fjárhagsáætlun næsta árs verði gert ráð fyrir upphitun gangstéttar á milli húsanna nr. 41 - 45 við Bólstaðarhlíð (íbúðir aldraðra) og biðstöðvar SVR við Háteigsveg. Ennfremur verði kannaðir möguleikar og kostnaður við að leggja hitalagnir í gönguleiðir frá þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar og fjölmennustu íbúðarkjörnum aldraðra að nærliggjandi biðstöðvum SVR og verslunarkjörnum með það fyrir augum að mörkuð verði sú stefna að slíkar hitalagnir verði lagðar á næstu árum". Guðrún Zoëga sat hjá og óskaði bókað: " Ég er sammála því að kannaður verði kostnaður við lagningu og rekstur hitakerfa í gangstéttir í nágrenni íbúða og félagsmiðstöðva aldraðra. Ég tel hins vegar rétt að bíða eftir niðurstöðum slíkrar könnunar áður en stefna verður mörkuð í þessu efni". Erindinu frestað að öðru leyti.
20. fundur 1997
Bólstaðarhlíð, lokun
Kynnt staða máls vegna lokunar Bólstaðarhlíðar. Ennfremur lögð fram fundargerð íbúa við Bólstaðarhlíð, aðila frá foreldrafélagi og umferðaröryggishóp Háteigsskóla, dags. 10.09.97, bréf hóps um umferðarmál í Bólstaðarhlíð, dags. 06.10.97 ásamt fundargerðum frá 15.09.97, 30.09.97 og 06.10.97.
16. fundur 1997
Bólstaðarhlíð, lokun
Lögð fram að nýju bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs dags. 6.08.97 vegna erindis Nýherja hf. dags. 29.07.97, þar sem lokun Bólstaðarhlíðar fyrir umferð er mótmælt, bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 13.08.97, vegna undirskriftalista íbúa við Bólstaðarhlíð 41-45, bréf skrifst.stj. borgarstj. dags. 19.08.97, varðandi undirskriftalista/mótmæla íbúa við Bólstaðarhlíð, bréf fulltrúa íbúa við Bólstaðarhlíð og atvinnureksturs við Skaftahlíð og Stakkahlíð, dags. 12.08.97. Ennfremur lögð fram fundargerð Borgarskipulags frá fundi með íbúum, dags. 19.08.97 og bréf Bjarneyjar Harðardóttur f.h. Umferðaröryggishóps Æfingaskólans, dags. 24.08.97. Lögð fram samantekt Borgarskipulags um lokun Bólstaðarhlíðar, dags. 01.09.97 og bréf forstj. SVR, varðandi leiðakerfi SVR, dags. 07.08.97.
16. fundur 1997
Bólstaðarhlíð, lokun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 18.07.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 07.07.97, um lokun Bólstaðarhlíðar í tilraunaskyni í 12 mánuði.
17. fundur 1997
Bólstaðarhlíð, lokun
Lögð fram að nýju bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs dags. 6.08.97 vegna erindis Nýherja hf. dags. 29.07.97, þar sem lokun Bólstaðarhlíðar fyrir umferð er mótmælt, bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 13.08.97, vegna undirskriftalista íbúa við Bólstaðarhlíð 41-45, bréf skrifst.stj. borgarstj. dags. 19.08.97, varðandi undirskriftalista/mótmæla íbúa við Bólstaðarhlíð, bréf fulltrúa íbúa við Bólstaðarhlíð og atvinnureksturs við Skaftahlíð og Stakkahlíð, dags. 12.08.97. Ennfremur lögð fram fundargerð Borgarskipulags frá fundi með íbúum, dags. 19.08.97 og bréf Bjarneyjar Harðardóttur f.h. Umferðaröryggishóps Æfingaskólans, dags. 24.08.97. Lögð fram samantekt Borgarskipulags um lokun Bólstaðarhlíðar, dags. 01.09.97 og bréf forstj. SVR, varðandi leiðakerfi SVR, dags. 07.08.97, og bréf skólastjóra Ísaksskóla, dags. 3.9.97. Ennfremur lagt fram bréf Nýherja, dags. 1.9.97, varðandi lokun Bólstaðarhlíðar.
15. fundur 1997
Bólstaðarhlíð, lokun
Lögð fram tillaga umferðardeildar, dags. í júlí 1997 að lokun Bólstaðarhlíðar í tilraunaskyni. Einnig lögð fram að nýju bréf Bjarneyjar Harðardóttur, f.h. Umferðarnefndar Æfingaskólans, dags. 24.05.97, ásamt undirskriftum ca 430 íbúa norðurhlíða, dags. 03.05.97, bréf Guðnýjar Helgu Gunnarsdóttur f.h. kennara Æfingaskólans, dags. 20.05.97, varðandi lokun á Bólstaðarhlíð og bréf Þorgeirs Pálssonar og Guðmundar Geirssonar dags. 25.05.97 um hraðahindranir í Bólstaðarhlíð.
Samþykkt í tilraunaskyni í 12 mánuði
12. fundur 1997
Bólstaðarhlíð, lokun
Lagt fram bréf Bjarneyjar Harðardóttur, f.h. Umferðarnefndar Æfingaskólans, dags. 24.05.97, ásamt undirskriftum ca 430 íbúa norðurhlíða, dags. 03.05.97. Einnig lögð fram bréf Guðnýjar Helgu Gunnarsdóttur f.h. kennara Æfingaskólans, dags. 20.05.97, varðandi lokun á Bólstaðarhlíð og bréf Þorgeirs Pálssonar og Guðmundar Geirssonar dags. 25.05.97 um hraðahindranir í Bólstaðarhlíð.
Vísað í áframhaldandi vinnu sem hafin er við umferðarskipulag í hverfinu.