Grjótagata 12, Kennaraháskólinn/Sjómannaskólinn, Klukkurimi 6-12, Langirimi, Skúlagata 30, Spöng, Austurstræti 22, Barónsstígur 2-4, Ferlimál fatlaðra, Bíla má hvíla, Breiðhöfði 10, Breiðavík 16, Eddufell, Fellagarðar, Klapparstígur 35A, Skúlagata 17, Torgsala í miðbænum, Vesturlandsvegur, Skeljungur, Vitastígur 3, Reglur um auglýsingar skipulaga,

Skipulags- og umferðarnefnd

20. fundur 1996

Ár 1996, mánudaginn 23. september kl. 09:30, var haldinn 20. fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðmundur Gunnarsson, Guðrún Jónsdóttir, Guðrún Zoëga, Guðrún Ágústsdóttir og Óskar Bergsson. Fundarritari var Ágúst Jónsson
Þetta gerðist:


Grjótagata 12, niðurfelling á kvöð
Lagt fram bréf borgarstjóra f. h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.8.96 á bókun skipulagsnefndar frá 12.8.96 varðandi niðurfellingu á kvöð um umferð á lóð nr. 12 við Grjótagötu.



Kennaraháskólinn/Sjómannaskólinn, skipulag lóða
Lagt fram bréf borgarstjóra f. h. borgarráðs um afgreiðslu borgarráðs 10.9.96 á bókun skipulagsnefndar frá 8.7.96 um skipulag lóðar Kennaraháskólans og Sjómannaskólans og bókun skipulagsnefndar frá 9.9.96 um frávik frá fyrri samþykkt og áfangaskiptingu framkvæmda. Borgarráð staðfesti tillögur skipulagsnefndar með fyrirvara um byggingarmagn síðari áfanga. Tekið skal fram að ekki er tekin afstaða til innra skipulags á lóð Óháða safnaðarins.


Klukkurimi 6-12, gestabílastæði
Lagt fram bréf borgarstjóra f. h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.8.96 á bókun skipulagsnefndar frá 26.8.96 um gestabílastæði að Klukkurima 6-12.



Langirimi, miðsvæði
Lagt fram bréf borgarstjóra f. h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 10.9.96 á bókun skipulagsnefndar frá 9.9.96 um breytt lóðamörk við Langarima



Skúlagata 30, stækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f. h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.8.96 á bókun skipulagsnefndar frá 26.8.96 um stækkun húss á lóðinni nr. 30 við Skúlagötu.



Spöng, skipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f. h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 27.8.96 á bókun skipulagsnefndar frá 26.8.96 um kynningu á deiliskipulagstillögu Spangar í Borgarholti. Ennfremur er samþykkt tillaga um úthlutunarskilmála, dags. 2. þ.m. Þá er samþykkt að veita Þyrpingu h.f. fyrirheit um úthlutun byggingarréttar á Spönginni í stað Hagkaups h.f.


Austurstræti 22, viðbygging
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 26.07.96, varðandi fyrirspurn Þórarins Ragnarssonar um leyfi til að byggja tvær ofanábyggingar á húsið á lóðinni nr. 22 við Austurstræti, samkv. uppdr. mótt. 30.07.96. Einnig lögð fram umsögn borgarminjavarðar, dags. 23.08.96 og bréf Húsfriðunarnefndar ríkisins, dags. 12.09.96.
Skipulagsnefnd synjar erindinu eins og það liggur fyrir með 2 samhljóða atkvæðum (Guðrún Zoëga, Óskar Bergsson og Guðmundur Gunnarsson sátu hjá).

Barónsstígur 2-4, aðkoma
Lagt fram bréf Sverris Hermannssonar, f.h. Neskjörs h.f., dags. 18.09.96, varðandi ósk um breytingu á innakstri frá Barónsstíg, í innakstur frá Hverfisgötu. Einnig lagðir fram uppdr. Arkitektaþjónustunnar, dags. 18.09.96.

Frestað. Vísað til umsagnar umferðarnefndar og forstjóra SVR. Guðrún Zoëga óskaði bókað "Umbeðin breyting er til mikilla bóta frá því sem nú er (innkeyrsla frá gatnamótum) og tel ég því rétt að samþykkja hana."

Ferlimál fatlaðra, skýrsla
Lögð fram og kynnt skýrslan Aðgengi fatlaðra hjá Reykjavíkurborg-III, dags. í september 1996.

Skipulagsnefnd samþykkti samhljóða svohljóðandi bókun: Skipulagsnefnd leggur til við Borgarráð Reykjavíkur að stjórnendur stofnana geri ráð fyrir að bæta aðgengi fatlaðra í samræmi við ábendingar og forgangsröðun sem fram kemur í skýrslu Ferlinefndar Reykjavíkur frá september 1996. Í þessu felst að sérstök fjárupphæð á fjárhagsáætlun hverrar stofnunar 1997 - 2001 verði merkt bættu aðgengi fatlaðra þannig að eftir fimm ár verði úrbótum lokið. Þessi áætlun verði yfirfarin árlega af byggingardeild borgarverkfræðings til þess að sjá hvernig miði með úrbætur.
Þessi bókun er í samræmi við samþykkt skipulagsnefndar frá 11. des. 1995 og samþykkt borgarráðs frá 09. jan. 1996.


Bíla má hvíla,
Skýrsla með niðurstöðum úr könnun á viðhorfi og þátttöku í hvíldardegi bílsins þ. 22. ágúst s.l. lögð fram og kynnt. Jafnframt sagt frá niðurstöðum umferðartalninga í tengslum við daginn.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða svofellda bókun: Skipulagsnefnd vill lýsa yfir ánægju sinni með verkefnið um hvíldardag bílsins þ. 22. ágúst 1996 með yfirskriftinni "Bíla má hvíla". Nefndin leggur til að hvíldardagur bílsins verði haldinn árlega og dagsetning hans og undirbúningur miðaður við að nemendur á öllum skólastigum geti tekið virkan þátt í verkefninu.

Breiðhöfði 10, nýbygging
Lagt fram bréf bygggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 9.8.96, varðandi byggingu skrifstofuhúss samkv. uppdr. Thomas Jan Stankiewicz, dags. 29.7.96. Ennfremur lagt fram bréf Thomas J. Stankiewicz arkitekts og Sigurbjörns Óla Ágústssonar, framkv.stjóra f.h. Einingaverksmiðjunnar, dags. 12.09.96.
Samþykkt.

Breiðavík 16, lóðarstækkun, nýbygging
Lagt fram á ný bréf Árna Friðrikssonar f.h. lóðarhafa, dags. 28.08.96, varðandi skiptingu lóðarinnar Breiðavík 14-18, þannig að hún verði annars vegar skráð nr. 18 og hins vegar nr. 14-16. Ennfremur lagður fram uppdr. Arkitekta h/f dags. 16.09.96 og samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða skiptingu lóðarinnar og skipulag á báðum lóðunum skv. framlögðum uppdr. Arkitekta h/f. Breytingu á númeri lóðanna vísað til byggingarfulltrúa.

Eddufell, Fellagarðar, aðkoma að bílastæðum
Lagt fram erindi teiknist. ÚTI - INNI dags. 04.09.96 um aðkomu að bílastæðum við verslunarmiðstöðina Fellagarða við Drafnarfell og Eddufell og breytta biðstöð leigubifreiða við Norðurfell ásamt uppdr. dags. sept. 1996.

Samþykkt.

Klapparstígur 35A, viðbygging
Lagt fram bréf frá Gerpi h.f., dags. 20.09.96, varðandi uppbyggingu á lóðinni Laugavegur 24B. Ennfremur lagðir fram uppdr. Arkþings, dags. í ágúst 1996.

Frestað. Skipulagsnefnd er jákvæð gagnvart erindinu en gerir athugasemdir við bílastæði og þak við mörk lóðar nr. 24A við Laugaveg.

Skúlagata 17, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram að nýju erindi teiknist. Úti og inni um uppbyggingu lóðarinnar Skúlagötu 17, breyting á staðfestu deiliskipulagi samkv. uppdr. dags. í ágúst 1996.

Frestað.

Torgsala í miðbænum, söluturn
Lagt fram að nýju bréf Frímanns Júlíussonar, dags. 06.09.96, varðandi umsókn um nýja staðsetningu á söluturni, sem nú stendur á Lækjartorgi. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 16.09.96.

Skipulagsnefnd samþykkir umsögn Borgarskipulags og er erindinu því synjað.

Vesturlandsvegur, Skeljungur, bensínstöð
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, f.h. byggingarnefndar, dags. 13.09.96, varðandi umsókn Skeljungs h.f. um viðbyggingu við bensínsöluna við Vesturlandsveg, samkv. uppdr. Hauks Harðarsonar arkitekts, dags. 04.09.96.

Samþykkt.

Vitastígur 3, breytt landnotkun
Lagt fram að nýju bréf eigenda að Vitastíg 3, dags. 06.05.96, þar sem farið er fram á að breyta landnotkun að Vitastíg 3, þannig að heimila megi íbúðir í húsinu, sem er á iðnaðarsvæði. Einnig lagt fram bréf Árna I. Magnússonar, f.h. Prentmóts ehf., dags. 06.05.96 og bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 12.07.96 og 09.09.96. Ennfremur bréf íbúa, dags. 20.08.96, varðandi endurupptöku málsins.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd leggur til við borgarráð að sótt verði um landnotkunabreytingu skv. 3. og 4. mgr. 19. gr. skipulagslaga vegna lóðar nr. 3 við Vitastíg, þannig að heimila megi íbúðir. Einnig beinir nefndin til Borgarskipulags að við endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur verði gert ráð fyrir blandaðri landnotkun á reitnum í heild, þ.e. athafnasvæði/íbúðir."

Reglur um auglýsingar skipulaga,
Skipulagsnefnd samþykkir svohljóðandi bókun: "Á síðustu mánuðum hefur komið í ljós nauðsyn þess að borgaryfirvöld móti sér reglur um hvernig standa skuli að kynningu á skipulagi þegar um minniháttar breytingar er að ræða þar sem ekki eru fyrirmæli í lögum um kynningu og athugasemdarétt íbúa. Skipulagsnefnd samþykkir að fela forstöðumanni Borgarskipulags og byggingarfulltrúa að gera drög að reglum um meðferð þessara mála og leggja þau fyrir nefndina eigi síðar en 1. desember n.k."