Breiðhöfði 10

Skjalnúmer : 6328

6. fundur 2000
Breiðhöfði 10, br. á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 29. febrúar 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 21. s.m. um breytingu á deiliskipulagi að Breiðhöfða 10.


4. fundur 2000
Breiðhöfði 10, br. á deiliskipulagi
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Thomas Jan Stankiewicz arkitekts, að breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða á lóðinni nr. 10 við Breiðhöfða, dags. 09.12.99. Málið var í kynningu frá 13. janúar til 12. febrúar 2000. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að það samþykki kynnta tillögu sem breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða.

1. fundur 2000
Breiðhöfði 10, br. á deiliskipulagi
Lögð fram að nýju tillaga Thomas Jan Stankiewicz arkitekts, að breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða á lóðinni nr. 10 við Breiðhöfða, dags. 09.12.99.
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum að Funahöfða 7-15, oddatölur, Eldshöfða 2-10, sléttar tölur, Eirhöfða 11 og Stórhöfða 9 sem óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 26. gr. sbr. 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997.

26. fundur 1999
Breiðhöfði 10, br. á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Thomas Jan Stankiewicz arkitekts, að breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða á lóðinni nr. 10 við Breiðhöfða, dags. 09.12.99.
Frestað.

20. fundur 1996
Breiðhöfði 10, nýbygging
Lagt fram bréf bygggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 9.8.96, varðandi byggingu skrifstofuhúss samkv. uppdr. Thomas Jan Stankiewicz, dags. 29.7.96. Ennfremur lagt fram bréf Thomas J. Stankiewicz arkitekts og Sigurbjörns Óla Ágústssonar, framkv.stjóra f.h. Einingaverksmiðjunnar, dags. 12.09.96.
Samþykkt.