Ásgarður 22-24, Baughús 10, Einarsnes, Vesturás 38, Mjódd, skipulag, Reitur 1.171.1, Aðalskipulag Reykjavíkur, Grófartorg, Álfabakki 20, Auglýsingaskilti/götugögn, Umferðarmiðstöð, reitur, Eyjarslóð, bryggja, SVR, Skipulagsnefnd: Ferð til Bretlands, 1995, Málþing um skipulag, umferð og umhverfi í Viðey, Bíldshöfði 7/Breiðhöfði 3 og 5, Boðagrandi 2, Hrísrimi 35-37, Hverfisgata 72, Hæðargarður 33-35, raðhús f. aldraðra, Höfðabakki 1, Klapparstígur 1-7- Skúlagata 10, Lækjargata, biðskýli, Vatnagarðar, veitingavagn, Skipholt 7, Skúlagata 19, Sporhamrar, verslun, Starmýri 2, Vottar Jehóva, Týsgata 5 - Þórsgata 1, Vesturlandsvegur bensínstöð,

Skipulags- og umferðarnefnd

21. fundur 1995

Ár 1995, mánudaginn 25. september kl. 11.00, var haldinn 21. fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: YYYYYY. Fundarritari var XXXXXX.
Þetta gerðist:


Ásgarður 22-24, breytt notkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 06.09.95, um samþykkt borgarráðs 05.09.95 á bókun skipulagsnefndar frá 04.09.95 um Ásgarð 22-24, breytta notkun.



Baughús 10, aukaíbúð
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 06.09.95, um samþykkt borgarráðs 05.09.95 á bókun skipulagsnefndar frá 04.09.95 um Baughús 10, aukaíbúð.



Einarsnes, skipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 06.09.95, um samþykkt borgarráðs 05.09.95 á bókun skipulagsnefndar frá 14.08.95 um skipulag við Einarsnes.



Vesturás 38, stækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 06.09.95, um samþykkt borgarráðs 05.09.95 á bókun skipulagsnefndar frá 04.09.95 um stækkun að Vesturási 38.



Mjódd, skipulag, frágangur
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 06.09.95, um samþykkt borgarráðs 05.09.95 á bókun skipulagsnefndar frá 31.07.95 um frágang skipulags í Norður-Mjódd.



Reitur 1.171.1, skipulagsrammi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 06.09.95, um samþykkt borgarráðs 05.09.95 á bókun skipulagsnefndar frá 14.08.95 um skipulagsramma reits 1.171.1.



Aðalskipulag Reykjavíkur,
Lagt fram bréf Óskars D. Ólafssonar með athugasemdum um markmið og leiðir í umferðarþáttum aðalskipulags, dags. 10.09.95

Vísað til meðferðar við endurskoðun aðalskipulags.

Grófartorg, skipulag.
Lagt fram bréf Þróunarfélags Reykjavíkur, dags. 05.09.95, vegna kynningar á tillögum um skipulag Grófartorgs.



Álfabakki 20, lóðarstækkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 06.09.95, varðandi bréf Olíuverslunar Íslands frá 30.08.95 um lóðarstækkun að Álfabakka 7.

Synjað.

Auglýsingaskilti/götugögn, endurskoðuð reglugerð
Lagt fram bréf Borgarskipulags, byggingarfulltrúa og umferðardeildar, dags. 19.09.95 og kynnt drög að endurskoðaðri reglugerð um skilti í lögsögu Reykjavíkur, dags. 06.09.95.



Umferðarmiðstöð, reitur, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að endurskoðuðu deiliskipulagi reits Umferðarmiðstöðvarinnar og nágrennis, dags. 07.04.94, br. 20.08.95.

Vísað til umsagnar umferðarnefndar og umhverfismálaráðs. Þar sem um er að ræða viðkvæmt og áberandi svæði í borgarmyndinni telur skipulagsnefnd nauðsynlegt að fyrir liggi afstaða umferðarnefndar og umhverfismálaráðs áður en nefndin tekur afstöðu til þess. Þá telur nefndin mikilvægt að dregið verði úr fjölda bílastæða.

Eyjarslóð, bryggja, bryggja til móttöku olíuskipa
Lögð fram að nýju tillaga Reykjavíkurhafnar að gerð bryggju til móttöku olíuskipa í Örfirisey. Tillögunni fylgir greinargerð, dags. í maí 1995.

Jón Þorvaldsson, verkfræðingur hjá Reykjavíkurhöfn, kom á fundinn og kynnti málið.
Skipulagsnefnd samþykkir svohljóðandi bókun:
"Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti, þar sem verið er að bæta umhverfis- og öryggisaðstæður á staðnum og málið fer síðan í umhverfismat (frummat) samkvæmt lögum þar um".


SVR, leiðabreyting
Lögð fram dagskrá opins fundar í stjórn SVR, sem haldinn verður í Tjarnarsal Ráðhússins þann 27.09.95, kl. 16.15.



Skipulagsnefnd: Ferð til Bretlands, 1995,
Lögð fram fundargerð frá fundi skipulagsnefndar og embættismanna í ferð skipulagsnefndar til Bretlands 9.-19. sept. 1995.



Málþing um skipulag, umferð og umhverfi í Viðey,
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða svofellda bókun:
"Skipulagsnefnd samþykkir að láta fara fram viðhorfskönnun á meðal borgarbúa um á hvern hátt fólk kýs helst að ferðast, sérstaklega til og frá vinnu og skóla. Borgarskipulagi, borgarverkfræðingi og SVR er falið að sjá um undirbúning og kynna fyrir nefndinni áður en könnunin fer fram".


Bíldshöfði 7/Breiðhöfði 3 og 5, nýbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 15.09.95, varðandi erindi BM Vallár hf, dags. 6.09.95, um leyfi til að byggja rannsóknabyggingu á lóðinni nr. 7 við Bíldshöfða. Einnig lagðir fram uppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. í september 1995.
Samþykkt.

Boðagrandi 2, frágangur á lóð
Lagt fram bréf Verkfræðist. Önn sf, dags. 22.9.95, varðandi frágang lóðarinnar Boðagrandi 2 og aðkomu og frágang bílastæða. Einnig lagðir fram uppdr. Gunnars H. Pálssonar, dags. í sept. 1995.

Samþykkt til bráðabirgða.

Hrísrimi 35-37, aukaíbúð
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 01.09.95, varðandi erindi Margrétar Isaksen, dags. 14.08.95, um leyfi til þess að fá samþykkta aukaíbúð í húsi nr. 35 við Hrísrima skv. uppdr. ARKO, dags. í ágúst 1990, br. ágúst 1995. Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 25.09.95.
Frestað.

Hverfisgata 72, bakhús
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 1.09.95, varðandi erindi Ingibjargar Sigurbergsdóttur um leyfi til að breyta og fá samþykkt sem íbúðarhúsnæði bakhúsið á lóðinni nr. 72 við Hverfisgötu skv. uppdr. Gunnars Borgarssonar, dags. 16.08.95. Einnig lögð fram bréf Magnúsar I. Erlingssonar, dags. 26.07.95, og umsögn Borgarskipulags, dags. 10.07.1995.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða svofellda bókun:
"Þar sem samþykki allra nágranna liggur ekki fyrir getur skipulagsnefnd ekki orðið við erindinu og vísar til umsagnar Borgarskipulags, dags. 10.07.1995".


Hæðargarður 33-35, raðhús f. aldraðra, aðkoma
Lagt fram bréf Gunnars Guðnasonar f.h. íbúa húsanna við Hæðargarð 33-35, dags. 18.09.95, varðandi breikkun akbrautar norðan við þjónustusel Reykjavíkurborgar skv. uppdr. Rúnars Gunnarssonar og Gunnars Guðnasonar, dags. 20.5.92, br. 16.08.95.

Skipulagsnefnd fellst ekki á erindið.

Höfðabakki 1, íbúðarhótel
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar dags. 15.09.95 varðandi erindi byggingarfélagsins Burst hf., dags. 4.09.95, um að breyta 2. og 3. hæð hússins að Höfðabakka 1 í íbúðarhótel.

Skipulagsnefnd leggst ekki gegn erindinu.

Klapparstígur 1-7- Skúlagata 10, byggingarleyfi
Lagt fram bréf Stefáns Thors f.h. skipulagsstjórnar ríkisins, dags. 13.09.95, varðandi kærða byggingarleyfisveitingu vegna húss nr. 7 við Klapparstíg.

Vísað til athugunar Borgarskipulags og byggingarfulltrúa.

Lækjargata, biðskýli,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 6.09.95, varðandi bréf Helgu Þ. Stephensen frá 28.08.95, um ónæði fyrir íbúa að Laufásvegi 4 vegna stæðis fyrir leigubifreiðar við Lækjargötu.

Skipulagsnefnd telur rétt að hugað verði að nýrri staðsetningu biðskýlis vegna farþega leigubíla í grennd við væntanlega strætisvagnabiðstöð.

Vatnagarðar, veitingavagn, lóðarumsókn
Lagt fram bréf Haraldar B. Ingólfssonar og Sigurðar Kr. Sigurðssonar, dags. 01.02.95, þar sem óskað er eftir lóð fyrir veitingavagn. Einnig lagt fram bréf sömu aðila, dags. 16.08.95, til Framfarafélagsins í Mjódd og bréf Stefáns Aðalsteinssonar f.h. Framfarafélagsins í Mjódd dags. 07.09.95
Skipulagsnefnd fellst ekki á erindið.

Skipholt 7, innrétting íbúða
Lagt fram bréf Gunnars Borgarssonar, dags. 19.09.95, varðandi ósk um að innrétta 6 íbúðir á 2.-3. hæð í húsi nr. 7 við Skipholt skv. skissu, dags. 19.09.95.

Frestað. Vísað til Borgarskipulags til athugunar.

Skúlagata 19, nýbygging
Lagt fram bréf Páls Gunnlaugssonar, dags. 11.09.95, varðandi nýbyggingu á lóð nr. 19 við Skúlagötu skv. uppdr. Arkitekta sf., dags. 11.09.95.

Skipulagsnefnd fellst ekki á erindið eins og það er lagt fyrir.

Sporhamrar, verslun, verslunarhús
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 15.09.95, varðandi erindi Plúsmarkaðarins, dags. 6.09.95, um hvort leyft verði að byggja verslunarhús á verslunar-og þjónustulóð við Sporhamra. Einnig lagðir fram uppdr. Egils Guðmundssonar, dags. í sept. 1995
Samþykkt.

Starmýri 2, ofanábygging
Lagðar fram athugasemdir Jóhanns Kristjánssonar, dags.14.09.95, vegna kynningar á ofanábyggingu á húsi nr. 2b og 2c við Starmýri.



Vottar Jehóva, lóðarumsókn
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs, dags 30.08.95, varðandi bréf safnaðar Votta Jehóva frá 21.08.95 um lóðarumsókn fyrir samkomuhús safnaðarins í Reykjavík.

Vísað til athugunar Borgarskipulags.

Týsgata 5 - Þórsgata 1, hótel/ofanábygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 15.09.95, varðandi erindi Brauðbæjar um leyfi til að breyta íbúðarhúsnæði í hótel og byggja hæð ofaná húsið á lóðinni nr. 5 við Týsgötu. Einnig lagðir fram uppdr. Rúnars Gunnarssonar, dags. 6.09.95.
Frestað.

Vesturlandsvegur bensínstöð, lóðarstækkun
Lagt fram bréf Þóris Haraldssonar f.h. Skeljungs hf., dags. 18.09.95, varðandi lóðarstækkun á bensínstöð Skeljungs við Vesturlandsveg um 50 m til austurs skv. uppdr. Hauks Harðarsonar, dags. 7.09.95.

Samþykkt til bráðabirgða.