Eyjarslóð, bryggja
Skjalnúmer : 10035
22. fundur 1995
Eyjarslóð, bryggja, bryggja til móttöku olíuskipa
Lagt fram bréf borgarlögmanns f.h. borgarráðs, um samþykkt borgarráðs 26.09.95 á bókun skipulagsnefndar frá 25.09.95 um gerð Eyjagarðar, bryggju til móttöku olíuskipa.
21. fundur 1995
Eyjarslóð, bryggja, bryggja til móttöku olíuskipa
Lögð fram að nýju tillaga Reykjavíkurhafnar að gerð bryggju til móttöku olíuskipa í Örfirisey. Tillögunni fylgir greinargerð, dags. í maí 1995.
Jón Þorvaldsson, verkfræðingur hjá Reykjavíkurhöfn, kom á fundinn og kynnti málið.
Skipulagsnefnd samþykkir svohljóðandi bókun:
"Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti, þar sem verið er að bæta umhverfis- og öryggisaðstæður á staðnum og málið fer síðan í umhverfismat (frummat) samkvæmt lögum þar um".
16. fundur 1995
Eyjarslóð, bryggja, bryggja til móttöku olíuskipum
Lögð fram tillaga Reykjavíkurhafnar að gerð bryggju til móttöku olíuskipa í Örfirisey. Tillögunni fylgir greinargerð, dags. í maí 1995.
Jón Þorvaldsson verkfræðingur kom á fundinn og skýrði málið.
Frestað. Skipulagsnefnd fellst á að unnið verði áfram að málinu, en að það verði lagt fyrir nefndina á ný.