Álfheimar, OLÍS, Borgahverfi, a og b hluti, Dvergaborgir 1, Frakkastígur 13, Klettasvæði, Síðumúli 19, Þverholt 20A, Vesturlandsvegur/Miklabraut, Arnarnesvegur/Jaðarsel, Suður-Mjódd, ræsi, Birkimelur, bensínstöð, Fossaleynir 2, Laugavegur 58, Grettisgata 56A, Laugavegur 92, Orkan hf., Bensínstöðvar og bensínsölur, Síðumúli 20, Smiðshöfði 1, Hafnarstræti, SVR-miðstöð, Hljóðvist, Víðidalur, dýraspítali, Þingás, byggingarlóð, Olíubirgðastöðvar,

Skipulags- og umferðarnefnd

4. fundur 1995

Ár 1995, mánudaginn 6. febrúar kl. 11.00 var haldinn 4. fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sóttu fundinn. YYYYYY. Ritari var XXXXXX.
Þetta gerðist:


Álfheimar, OLÍS, lóðarstækkun og aðkoma
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24.1.95 á bókun skipulagsnefndar frá 23.1.95 um aðkomu og lóðarstækkun bensínstöðvarinnar.



Borgahverfi, a og b hluti, skipulag svæða a og b
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24.1.95 á bókun skipulagsnefndar frá 23.1.95 um skipulag svæða a og b í Borgahverfi.



Dvergaborgir 1, lóð dreifistöðvar RR
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24.1.95 á bókun skipulagsnefndar frá 23.1.95 um lóð dreifistöðvar Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Dvergaborgir 1.



Frakkastígur 13, nýting
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 17.1.95 á bókun skipulagsnefndar frá 16.1.95 um nýtingu að Frakkastíg 13.



Klettasvæði, skipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 24.1.95 á bókun skipulagsnefndar frá 23.1.95 um skipulag Klettasvæðis.



Síðumúli 19, viðbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 17.1.95 á bókun skipulagsnefndar frá 16.1.95 um hækkun húss og breytta notkun við Síðumúla 19.



Þverholt 20A, afmörkun lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 17.1.95 á bókun skipulagsnefndar frá 16.1.95 um afmörkun lóðar að Þverholti 20A.



Vesturlandsvegur/Miklabraut, kynning á framkvæmdaáætlun
Kynning á framkvæmdaáætlun. Kynnt áætlun um framkvæmdir við brú yfir Vesturlandsveg um Höfðabakka.

Hönnuðirnir Ríkharður Kristjánsson og Steeve Christer komu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.

Arnarnesvegur/Jaðarsel, tengibraut - kynning
Lagt fram bréf framkvæmdastjóra tæknideildar Kópavogs, dags. 9.11.94 varðandi breytta legu tengibrautar milli Arnarnesvegar og Jaðarsels, ásamt breyttri legu hitaveituæðar. Einnig lagður fram uppdr. bæjarskipulags Kópavogs, dags. í nóv. 1994.



Suður-Mjódd, ræsi, kynning
Lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 3.2.1995, varðandi lagningu ræsis í Suður-Mjódd.



Birkimelur, bensínstöð, lóðarafmörkun
Lagt fram bréf Ormars Þórs Guðmundssonar, arkitekts, f.h. Skeljungs hf., dags. 1.2.95, varðandi afmörkun lóðar við Birkimel fyrir bensínstöð, samkv. uppdrætti dags. 31.1.95.

Skipulagsnefnd fellst á lóðarafmörkunina. Hús og aðkoma að því skulu leyst innan lóðar.

Fossaleynir 2, afmörkun lóðar
Lagt fram að nýju bréf Björns Arnars Magnússonar f.h. félagsmálaráðuneytisins, dags. 14.9.94, þar sem óskað er eftir um 3000 m2 lóð fyrir móttöku- og meðferðarstöð fyrir börn og unglinga. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags að deiliskipulagi ásamt skilmálum, dags. 1.2.95.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu Borgarskipulags með athugasemd varðandi fjarlægð lóða frá Hallsvegi.
Vísað til umferðarnefndar og umhverfismálaráðs. Skipulagsskilmálum jafnframt vísað til byggingarnefndar.


Laugavegur 58, viðbyggingar
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 13.1.95, varðandi ósk Tage Ammendrup um leyfi fyrir áður gerðum viðbyggingum að Laugavegi 58. Einnig lagðir fram uppdr. Ólafs Hermannssonar, dags. í nóv. 1994 og umsögn Borgarskipulags, dags. 19.1.95.
Skipulagsnefnd fellst á erindið, enda verði viðbyggingin fjarlægð borgarsjóði að kostnaðarlausu þegar krafist verður. Skipulagsnefnd beinir því til umsækjanda, að vel færi á að samræma klæðningu á húsum á lóðinni í samræmi við byggingarstíl hússins.

Grettisgata 56A, niðurfelling kvaðar
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 1.2.95, varðandi niðurfellingu kvaðar á húsi nr. 56A við Grettisgötu.

Samþykkt.

Laugavegur 92, viðbygging og breyting á lóðamörkum
Lögð fram tillaga Borgarskipulags að afmörkun lóðarinnar nr. 92 við Laugaveg, dags. 3.2.93.

Samþykkt.

Orkan hf., staðsetning bensíndæla við stórmarkaði
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 25.1.95 varðandi erindi Orkunnar hf. um leyfi til að staðsetja bensíndælur við stórmarkaði.

Vísað til umsagnar Borgarskipulags.

Bensínstöðvar og bensínsölur, staðsetning og fyrirkomulag lóða fyrir bensínstöðvar og verslun Irving Oil Ltd.
Lagðar fram athugasemdir sem borist hafa vegna kynningar á fyrirhuguðum lóðum fyrir bensínstöðvar við Hraunbæ, Stekkjarbakka og Eiðsgranda.

Skipulagsnefnd vísar málinu til borgarráðs. Nefndin telur rétt að unnið verði nánar með tillögur að bensínstöðvum við Hraunbæ og Eiðsgranda í samráði við hagsmunaaðila á þessum stöðum og jafnframt verði þess gætt, að sjávarstígur við Eiðsgranda haldist. Skipulagsnefnd hefur efasemdir um staðsetningu bensínstöðvar við Stekkjarbakka, m.a. vegna þess, að ekki liggur fyrir hvort eða hvenær ný stofnbraut verður lögð norðan Stekkjarbakka.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulagsnefnd vísuðu til bókunar sinnar á fundi nefndarinnar 9.1.95.


Síðumúli 20, geymsluskýli
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 9.12.94 varðandi erindi Gissurar Símonarsonar um að loka geymsluskýli á lóð nr. 20 við Síðumúla samkv. uppdr. Nýju teiknistofunnar hf., dags. 12.10.94.

Samþykkt.

Smiðshöfði 1, nýbygging
Lagt fram bréf Dennisar Jóhannessonar, arkitekts, f.h. Pökkunar og flutninga sf., dags.30.1.95 varðandi ósk um að reisa lager- og iðnaðarhúsnæði á lóðinni nr. 1 við Smiðshöfða, samkv. uppdr., dags. í jan. 1995.

Samþykkt.

Hafnarstræti, SVR-miðstöð, bráðabirgðahúsnæði fyrir SVR
Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 23.11.94 varðandi tillögur borgarverkfræðings um bráðabirgðahús fyrir SVR við Tryggvagötu. Einnig lagðar fram tillögur byggingadeildar borgarverkfræðings.

Frestað.

Hljóðvist, yfirlit
Lagt fram yfirlit umferðardeildar borgarverkfræðings um umferðarhávaða í Reykjavík.

Frestað.

Víðidalur, dýraspítali, afmörkun lóðar
Lagt fram að nýju bréf Landslagsarkitekta, f.h. Dýraspítala Watsons, dags. 20.1.95, ásamt tillögu að staðsetningu dýraspítala í Víðidal, dags. 29.11.94. Einnig lögð fram bókun umhverfismálaráðs frá 1.2.95.

Samþykkt.

Þingás, byggingarlóð, afmörkun
Lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags, dags. 1.2.95, að afmörkun nýrrar einbýlishúsalóðar sunnan við Þingás 37. Einnig lögð fram athugasemdabréf Bergsveins Ólafssonar, dags. 15.3.95, Brands Sveinssonar, dags. 17.3.95 og íbúa Viðaráss 30, 95, 97, 99 og 101 og Þingáss 23, 36, 37, 39, 40 og 41, dags. 17.3.95.
Frestað.

Olíubirgðastöðvar, staðsetning
Skipulagsnefnd felur Borgarskipulagi að taka saman upplýsingar um staðsetningu olíubirgðastöðva í Reykjavík, m.a. með hliðsjón af sjávarstraumum við strendur borgarinnar, umferð o.fl.