Vesturlandsvegur/Miklabraut
Skjalnúmer : 9793
23. fundur 1995
Vesturlandsvegur/Miklabraut, stígakerfi
Lagt fram bréf Guðrúnar Ólafsdóttur f.h. Íslenska fjallahjólaklúbbsins, dags. 24.9.95, varðandi stígakerfi við gatnamót Sæbrautar og Miklubrautar.
Vísað til Borgarskipulags og borgarverkfræðings til tillögugerðar í samráði við Íslenska fjalahjólaklúbbinn.
17. fundur 1995
Vesturlandsvegur/Miklabraut, mat á umhverfisáhrifum
Lagður fram til kynningar úrskurður skipulagsstjóra ríkisins um breikkun Miklubrautar og Vesturlandsvegar vegna frumathugunar um mat á umhverfisáhrifum.
12. fundur 1995
Vesturlandsvegur/Miklabraut, mat á umhverfisáhrifum
Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 17.5.95, varðandi mat á umhverfisáhrifum Vesturlandsvegar. Lagt fram frummat á umhverfisáhrifum framkvæmda við Vesturlandsveg.
Stefán Hermannsson, borgarverkfræðingur, Ólafur Stefánsson frá gatnamálastjóra og Ólafur Bjarnason, yfirverkfræðingur, kynntu málið.
11. fundur 1995
Vesturlandsvegur/Miklabraut, mat á umhverfisáhrifum
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 17.5.95, varðandi mat á umhverfisáhrifum Vesturlandsvegar. Lagt fram frummat á umhverfisáhrifum framkvæmdar vegna breikkunar Vesturlandsvegar/Miklubrautar frá Höfðabakka að Skeiðarvogi. Ólafur Bjarnason kynnti.
Frestað.
4. fundur 1995
Vesturlandsvegur/Miklabraut, kynning á framkvæmdaáætlun
Kynning á framkvæmdaáætlun. Kynnt áætlun um framkvæmdir við brú yfir Vesturlandsveg um Höfðabakka.
Hönnuðirnir Ríkharður Kristjánsson og Steeve Christer komu á fundinn og gerðu grein fyrir málinu.
18. fundur 1994
Vesturlandsvegur/Miklabraut, mat á umhverfisáhrifum
Lagður fram úrskurður skipulagsstjóra ríkisins frá 18.8.94 um mat á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 63,1993 vegna lagningar mislægra gatnamóta Vesturlandsvegar og Höfðabakka.
Ólafur Bjarnason gerði grein fyrir málinu.