Skipulagsráð, tillaga

Skjalnúmer : 9878

13. fundur 1996
Bensínstöðvar og bensínsölur, niðurfelling
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21.5.96 á bókun skipulagsnefndar frá 20.5.96 um breytingu á landnotkun bensínstöðvalóða við Bæjarháls og Eiðsgranda.



12. fundur 1996
Bensínstöðvar og bensínsölur, niðurfelling
Lögð fram tillaga Borgarskipulags og borgarverkfræðings, dags. 17.5.96, að niðurfellingu á áður samþykktum bensínstöðvarlóðum við Bæjarháls og Eiðsgranda. Jafnframt verði landnotkun lóðarinnar við Bæjarháls breytt í stofnanasvæði.

Samþykkt. (Guðrún Zoega sat hjá).

26. fundur 1995
Bensínstöðvar og bensínsölur, OLÍS
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 25.10.95, varðandi erindi Olíuverslunar Íslands frá 16. og 17.10.95, þar sem sótt er um lóðir fyrir starfsemi fyrirtækisins.



13. fundur 1995
Bensínstöðvar og bensínsölur,
Lagt fram breytt minnisblað borgarverkfræðings og forstöðumanns Borgarskipulags um bensínstöðva- og bensínsölulóðir, dags. 9.6.95.

Vísað til borgarráðs.

12. fundur 1995
Bensínstöðvar og bensínsölur,
Lagt fram minnisblað borgarverkfræðings, dags. 17.05.95, um bensínstöðvarlóðir og/eða bensínsölulóðir.

Frestað.

13. fundur 1995
Bensínstöðvar og bensínsölur, staðsetning og fyrirkomulag lóða fyrir bensínstöðvar við Hraunbæ og Eiðsgranda
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 30.05.95 á bókun skipulagsnefndar frá 22.05.95 um staðsetningu og fyrirkomulag lóða fyrir bensínstöðvar við Hraunbæ og Eiðsgranda.



10. fundur 1995
Bensínstöðvar og bensínsölur, staðsetning og fyrirkomulag lóða fyrir bensínstöðvar við Hraunbæ og Eiðsgranda
Lagðar fram athugasemdir, sem bárust vegna auglýsingar varðandi landnotkunarbreytingu vegna staðsetningar verslunar og þjónustu (bensínafgreiðsla og verslun) við Hraunbæ/Bæjarháls í Árbæ og á fyllingu með dælistöð fráveitu við Eiðsgranda. Ennfremur lagðar fram umsagnir Borgarskipulags um athugasemdirnar.
Frestað að ósk Gunnars Jóhanns Birgissonar.

11. fundur 1995
Bensínstöðvar og bensínsölur, staðsetning og fyrirkomulag lóða fyrir bensínstöðvar við Hraunbæ og Eiðsgranda
Lagðar fram að nýju athugasemdir, sem bárust vegna auglýsingar varðandi landnotkunarbreytingu vegna staðsetningar verslunar og þjónustu (bensínafgreiðsla og verslun) við Hraunbæ/Bæjarháls í Árbæ og á fyllingu með dælistöð fráveitu við Eiðsgranda. Ennfremur lagðar fram umsagnir Borgarskipulags um athugasemdirnar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umsagnir Borgarskipulags.

4. fundur 1995
Bensínstöðvar og bensínsölur, staðsetning og fyrirkomulag lóða fyrir bensínstöðvar og verslun Irving Oil Ltd.
Lagðar fram athugasemdir sem borist hafa vegna kynningar á fyrirhuguðum lóðum fyrir bensínstöðvar við Hraunbæ, Stekkjarbakka og Eiðsgranda.

Skipulagsnefnd vísar málinu til borgarráðs. Nefndin telur rétt að unnið verði nánar með tillögur að bensínstöðvum við Hraunbæ og Eiðsgranda í samráði við hagsmunaaðila á þessum stöðum og jafnframt verði þess gætt, að sjávarstígur við Eiðsgranda haldist. Skipulagsnefnd hefur efasemdir um staðsetningu bensínstöðvar við Stekkjarbakka, m.a. vegna þess, að ekki liggur fyrir hvort eða hvenær ný stofnbraut verður lögð norðan Stekkjarbakka.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulagsnefnd vísuðu til bókunar sinnar á fundi nefndarinnar 9.1.95.


3. fundur 1995
Bensínstöðvar og bensínsölur, staðsetning og fyrirkomulag lóða fyrir bensínstöðvar og verslun Irving Oil Ltd.
Lögð fram átta athugasemdabréf vegna fyrirhugaðra lóða fyrir bensínstöðvar við Hraunbæ, Stekkjarbakka og Eiðsgranda.



1. fundur 1995
Bensínstöðvar og bensínsölur, staðsetning og fyrirkomulag lóða fyrir bensínstöðvar og verslun Irving Oil Ltd
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 4.1.95, varðandi staðsetningu og fyrirkomulag þriggja lóða fyrir bensínstöðvar og verslun Irving Oil Ltd. Einnig lagðar fram tillögur Ögmundar Skarphéðinssonar, arkitekts, dags. í janúar 1995. Ögmundur Skarphéðinsson kom á fundinn og kynnti tillögurnar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða svofellda bókun:
"Skipulagsnefnd samþykkir að fram fari kynning á framlögðum tillögum um bensínstöðvalóðir".
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulagsnefnd óskuðu bókað:
"Við samþykkjum að fram fari kynning á tillögunum að bensínstöðvalóðum, en gerum sömu fyrirvara og fram koma í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks í borgarráði 3. janúar s.l., vegna þessa máls og vísum jafnframt til þeirrar bókunar".


25. fundur 1994
Bensínstöðvar og bensínsölur, lóðaumsókn Olíufélagsins hf.
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs varðandi umsókn Olíufélagsins hf. um lóðir fyrir bensínstöðvar.



25. fundur 1994
Bensínstöðvar og bensínsölur, lóðaumsókn Olíuverslunar Íslands
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 23.11.94 varðandi umsókn Olíuverslunar Íslands hf. um lóðir fyrir bensínstöðvar (þjónustustöðvar).

Ennfremur lögð fram vegna mála nr. 646, 647 og 648.94 greinargerð Borgarskipulags um bensínstöðvar í Reykjavík, dags. í nóv. 1994.

25. fundur 1994
Bensínstöðvar og bensínsölur, lóðaumsókn Skeljungs hf.
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 23.11.94, varðandi umsókn Skeljungs hf. um lóðir fyrir bensínstöðvar með tilheyrandi verslunarstarfsemi.