Ármúli 19, Háaleitisbraut 41-43, Ofanleiti 1, Leifsgata 30, Skipholt 12, Grafarholt,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.

7. fundur 2002

Ár 2002, föstudaginn 15. febrúar kl. 10:00 var haldinn 7. embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:


1.02 Ármúli 19, dreifistöð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 30.01.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja nýja dreifistöð Orkuveitu Reykjavíkur á lóð (nr. 19) við Ármúla, samkv. uppdr. Ferdinands Alfreðssonar, dags. í sept. 2000.
Stærð: Dreifistöð, 15,3 ferm. og 55,1 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 2.645

Ekki gerð athugasemd við erindið.

2.02 Háaleitisbraut 41-43, deiliskipulag
Lögð fram tillaga VST, dags. í águst 2001 að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 41-43 við Háaleitsbraut. Einnig lagður fram uppdráttur dags. í nóv. 2000, með samþykki lóðarhafa og Sölva Sveinssonar rektors Fjölbrautarskólans við Ármúla, dags. 27.03.01.
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum að Síðumúla 2 og 4, og Fjölbrautarskólann við Ármúla.

3.02 Ofanleiti 1, Stækkun 4 hæðar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 06.02.02, þar sem sótt er um leyfi til að byggja vinnustofu ofan á þriðju hæð (bókasafn) Verzlunarskólans í Reykjavík á lóðinni nr. 1 við Ofanleiti. Burðarvirki viðbyggingar verði úr stáli og timbri og útveggir klæddir að utan með álplötum, samkv. uppdr. Arkitektastofunnar ehf. OÖ, dags. 28.01.02.
Stækkun: Ofanábygging 353,2 ferm. og 1.387,1 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 66.581
Frestað. Óskað er eftir nánari skýringum frá hönnuði.

6.02 Leifsgata 30, fsp. Kvistir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 06.02.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að fjölga kvistum á norðuraustur- og suðurvesturhlið hússins nr. 30 við Leifsgötu, samkv. ujppdr. Pálma Guðmundssonar Ragnars arkitekts, dags. 16.01.02. Einnig lögð fram umsögn hverfisstjóra dags. 08.02.02.
Neikvætt sbr. umsögn hverfisstjóra.

7.02 Skipholt 12, (fsp)br.kvistum
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 30.01.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að stækka kvisti á öllum hliðum þaks íbúðarhússins á lóð nr. 10 og 12 við Skipholt. Bréf eiganda dags. 22. janúar 2002 fylgir erindinu. Einnig lögð fram umsögn hverfisstjóra dags. 08.02.02.
Neikvætt sbr. umsögn hverfisstjóra.

11.02 Grafarholt, deiliskipulag austurhluti
Fjölgun íbúða í austurhluta Grafarholts. Hverfisstjóri kynnti tillögu að mögulegri fjölgun íbúða.
Kynna fyrir formanni skipulags- og byggingarnefndar.