Asparf 2-12 æsuf 2-6,
Auðarstræti 3,
Borgartún 32,
Breiðavík 15,
Breiðavík 41-47,
Bíldshöfði 18,
Dalsel 1-17,
Engjavegur,
Fiskislóð 84,
Grjótháls shell,
Grófar-hag-hal-heiðas,
Höfðabakki 1,
Kaplaskjólsvegur 9,
Klapparstígur 1 - 7a,
Laugavegur 10,
Laugavegur 16,
Laugavegur 24b,
Laugavegur 66-68,
Lækjargata 6a,
Silungakvísl 21,
Skútuvogur 5,
Smiðjustígur 6,
Stakkahlíð - kennaraháskóli,
Síðumúli 28,
Sóltún 30,
Tunguháls 1,
Vitastígur 10,
Vættaborgir 10-12,
Vættaborgir 138,
Vættaborgir 55-57,
Vættaborgir 63-65,
Vættaborgir 89-91,
Afgreiðsluf. byggingarfulltrúa,
Borgartún 29,
Brú yfir sæbraut,
Ferjuvogur 2 gnoðarvogur 43,
Fornhagi hagaskóli,
Fífusel 2 - 18,
Hverfisgata 26-28,
Laugavegur 24b,
Laugavegur 53b,
Laugavegur 92,
Lindargata 1-3,
Lokastígur 9,
Selvogsgrunn 8,
Skógarhlíð 20,
Síðumúli 19,
Sólvallagata 67,
Sörlaskjól 38,
Vallarás 1 - 5 og 2 - 4,
Vatnsvv hraunprýði,
Vesturgata 5a,
Vesturhús 6,
Bárugata 19,
Grenimelur 35,
Hraunbær 36-60,
Klettagarðar 5,
Laugavegur 99,
Suðurgata 22,
Síðumúli 34,
Viðarhöfði 2,
Óðinsgata 11,
BYGGINGARNEFND
3418. fundur 1997
Árið 1997, fimmtudaginn 13. febrúar, kl. 11.00 fyrir hádegi, hél byggingarnefnd Reykjavíkur 3418. fund sinn. Fundurinn var haldin í fundarsalnum 4. hæð Borgartúni 3. Þessir nefndarmenn sátu fundinn: Gunnar L. Gissurarson, Steinunn V. Óskarsdóttir, Helgi Hjálmarsson, Halldór Guðmundsson og Ögmundur Skarphéðinsson. Auk þeirra sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Þormóður Sveinsson Ágúst Jónsson, Trausti Léosson, Gunnar Ólason, Ívar Eysteinsson, Sigríður K. Þórisdóttir og Bjarni Þór Jónsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 14066 (01.04.681.001)
Asparf 2-12 æsuf 2-6, Klæðning með steni
Sótt er um leyfi til þess að klæða austurgafl á húsinu nr. 12
við Asparfell á lóðinni nr. 2-12 við Asparfell Æsufell nr. 2-6.
með steindri klæðningu.
Gjald kr. 2.387.oo.
Frestað.
Vantar skoðunarskýrslu. Nota skal sléttar klæðningarplötur.
Ágúst Jónsson kom á fundinn kl. 11.08.
Ívar Eysteinsson kom á fundinn kl. 11.10.
Umsókn nr. 14067 (01.01.247.107)
Auðarstræti 3, viðbygging og pallur
Sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu og pall úr stáli
og steinsteypu við bakhlið hússins á lóðinni nr. 3 við
Auðarstræti og endurbyggja og breyta núverandi bílgeymslu.
Stærð: viðbygging 1. hæð 8,9 ferm., 26 rúmm., bílgeymsla 8,2
ferm., 21 rúmm.
Gjald kr. 2.387.oo + 1.122.oo.
Frestað.
Gögn ófullnægjandi.
Kynna fyrir eigendum Auðarstrætis 5 og Flókagötu 4 og 6.
Fella viðbyggingu að útliti húss.
Umsókn nr. 14087 (01.01.232.001)
Borgartún 32, Breyta í hótel
Sótt er um leyfi til þess að breyta notkun hússins á lóðinni
nr. 32 við Borgatún úr skrifstofum í hótel með 154 herbergjum.
Stærð: kjallari 380,4 ferm., 1. hæð 623,3 ferm., 2.- 5. hæð 597,3
ferm., ris 213,5 ferm., samtals 11929 rúmm. Gjald kr. 2.250.oo.
Brunavarnaruppdrættir samþykktir 09.12.1996 fylgja erindinu.
Meðfylgjandi eru athugasemdir byggingarfulltrúa dags. 11.12.1996.
Bréf Sigurðar Kjartanssonar dags. 29. janúar 1997 fylgir
erindinu. Jafnframt lagt fram bréf umsækjanda dags.
10. febrúar 1997.
Erindinu fylgir jafnframt samþykkt borgarráðs varðandi undanþágu
frá bílastæðareglum.
Samþykkt.
Með fyrivara um nánari útfærslu á lyftuhúsi.
Færa skal inn á afstöðumynd og lóðarblað rétta afstöðu
gatnamóta. Þinglýsa skal yfirlýsingu um notkun.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
þinglýsa skal ákvörðun borgarráðs vegna undanþágu frá reglum um
bílastæðagjöld.
Halldór Guðmundsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 14069 (01.02.354.401)
Breiðavík 15, Fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjölbýlishús úr
steinsteypu með sjö íbúðum á lóðinni nr. 15 við Breiðuvík.
Stærð: 1. hæð 287,5 ferm., 2. hæð 301 ferm., 3. hæð 301 ferm.,
2621 rúmm.
Gjald kr. 2.387.oo + 62.563.oo.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 14047 (01.02.354.101)
Breiðavík 41-47, Raðhús
Sótt er um leyfi til þess að byggja raðhús úr steinsteypu með
fjórum íbúðum á lóðinni nr. 41-47 við Breiðuvík.
Stærð: hús nr. 41, 1. hæð 126 ferm., 2. hæð 41 ferm., hús nr. 43,
1. hæð 119,5 ferm., 2. hæð 41 ferm., hús nr. 45, 1. hæð 119,5
ferm., 2. hæð 41 ferm., hús nr. 47, 1. hæð 126 ferm., 2. hæð 41
ferm., samtals 2124 rúmm.
Gjald kr. 2.387.oo + 50.670.oo.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 14056 (01.04.065.002)
Bíldshöfði 18, Br. á innréttingu og útliti
Sótt er um leyfi til þess að breyta innréttingu tengibyggingar
og innréttingu og útliti bakhúss á lóðinni nr. 18 við
Bíldshöfða.
Gjald kr. 2.387.oo.
Frestað.
Gera grein fyrir breytingum.
Umsækjandi hafi samband við eldvarnareftirlit.
Umsókn nr. 14048 (01.04.948.301)
Dalsel 1-17, klæðning
Sótt er um leyfi til þess að klæða húsin nr. 11 og 13 á lóðinni
nr. 1-17 við Dalsel með steindum plötum (hluti hússins var
klæddur árið 1991).
Gjald kr. 2.387.oo.
Samþykki meðeiganda dags. 17.05.1996 fylgir erindinu.
Frestað.
Vantar ástandsskýrslu. Lagfæra teikningar
Umsókn nr. 14088 (01.01.37-.-93)
Engjavegur, eldri áhorfendastúka br,
Sótt er um leyfi til þess að breyta búningsherberjum á 1. hæð,
skrifstofum ofl., setja nýjan stiga í mitt húsið og skipta um
sæti allt í eldri áhorfendastúku á Laugardalsvellinum við
Engjaveg.
Gjald kr. 2.387.oo.
Samþykkt.
Helgi Hjálmarsson og Ögmundur Skarphéðinsson sátu hjá við
afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 14081 (01.01.115.004)
Fiskislóð 84, Verkstæðis og skrifstofuhús
Sótt er um leyfi til þess að byggja verkstæðis- og skrifstofuhús
úr steinsteypu á lóðinni nr. 84 við Fiskislóð.
Stærð: 1. hæð 470 ferm., 2. hæð 70 ferm., 2064 rúmm.
Gjald kr. 2.387.oo + 49.268.oo.
Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Umsókn nr. 14059 (01.04.301.201)
Grjótháls shell, Stækkun og klæðning
Sótt er um leyfi til Þess að klæða að utan með stáli núverandi
greiðasölu til samræmis við útlit bensínstöðvar á lóð Skeljungs
við Grjótháls.
Einnig er sótt um leyfi til þess að stækka lengja til austurs
greiðasöluna.
Stækkun: 1. hæð 17,7 ferm., 64 rúmm.
Gjald kr. 2.387.oo + 1.528.oo.
Frestað.
Lagfæra teikningar. Vantar skráningartöflu.
Umsókn nr. 14090 (01.04.937.201)
Grófar-hag-hal-heiðas, Svalir og þakgluggi
Sótt er um leyfi til þess að setja þakglugga og byggja svalir úr
timbri og járni við húsið á lóðinni nr. 19 við Grófarsel.
Gjald kr. 2.250.oo.
Samþykki nágranna dags. 03.12.1996 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Umsókn nr. 14046 (01.04.070.001)
Höfðabakki 1, Klæðning
Sótt er um leyfi til þess að klæða suður- og austurhlið húss sem
liggur að skemmu á lóðinni nr. 1 við Höfðabakka með steindum
plötum og bárujárni
Gjald kr. 2.387.oo.
Ástandsskýrsla dags. 20.12.1996 fylgir erindinu.
Frestað.
Lagfæra afstöðumynd. Nota skal sléttar klæðningarplötur.
Vantar skýrslu um ástand steinsteypu.
Umsókn nr. 14036 (01.01.524.101)
Kaplaskjólsvegur 9, Hárgreiðslustofa
Sótt er um leyfi til þess að innrétta hárgreiðslustofu í húsinu
á lóðinni nr. 9 við Kaplaskjólsveg.
Gjald kr. 2.387.oo.
Samþykkt.
Þinglýsa skal sem kvöð að leyfið er bundið nafni umsækjanda.
Umsókn nr. 14058 (01.01.152.201)
Klapparstígur 1 - 7a, Breytingar úti og inni
Sótt er um leyfi til þess að breyta áður samþykktu fjölbýlishúsi
(íbúðum 1. hæðar, þvottaherbergjum á hæðum og útliti) á lóðinni
nr. 7 við Klapparstíg.
Gjald kr. 2.387.oo.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Stækka anddyri.
Umsókn nr. 14041 (01.01.171.305)
Laugavegur 10, br. á innréttingu
Sótt er um leyfi til þess að breyta innréttingu og útliti
veitingastaðarins í húsinu á lóðinni nr. 10 við Laugaveg.
Gjald kr. 2.387.oo.
Frestað.
Skoðist milli funda.
Umsókn nr. 14098 (01.01.171.403)
Laugavegur 16, Lagfæra og breyta innra skipul
Sótt er leyfi til að lagfæra og breyta húsinu lóðinni nr. 16
við Laugaveg vegna innri skipulagsbreytinga.
Gjald kr. 2.250.oo.
Staðfesting varðandi lyftu í húsinu dags. 12.02.97 fylgir
erindinu.
Samþykkt.
Umsókn nr. 14122 (01.01.172.204)
Laugavegur 24b, Nýbygging
Sótt er um leyfi til að byggja 14 hótelíbúðir, tvær bílgeymslur
og verslunarhúsnæði úr steinsteypu á lóðinni nr. 24B við
Laugaveg.
Stærð: 1. hæð 103,o ferm., 2.hæð 180,o ferm., 3. hæð 180,0 ferm.,
4. hæð 180,0 ferm., Bílgeymsla 58,0 ferm,. 2010 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 45.225.oo.
Erindið var kynnt nágrönnum með bréfi dags. 5. nóvember 1996.
Athugasemdir hafa borist með bréfum dags. 25.11.1996, 21.11.1996,
22.11.1996 og 24.11.1996.
Jafnframt hafa borist bréf frá Lögmönnum, Lágmúla 7, þar sem
óskað er eftir lengri fresti til að koma með athugasemdir.
Málinu fylgir einnig samþykki borgarráðs frá 17. f.m. og bréf
borgarlögmanns dags. s.d.
Ennfremur lögð fram yfirlýsing dags. 23.01.1997.
Samþykkt.
Þinglýsa skal kvöð á hótelíbúðirnar fjórtán að þær séu
hótelíbúðir ætlaðar til tímabundinnar íbúðar, án þess að íbúar
geti skráð þar lögheimili sitt nema í íbúð 0404 og jafnframt að
þær verði ekki seldar nema sem óskipt eign.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.
Hæðarafsetning háð samþykki byggingarfulltrúa.
Magnús Sædal Svavarsson vék af fundi kl. 12.57 að lokinni
afgreiðslu ýmissa mála.
Umsókn nr. 14060 (01.01.174.202)
Laugavegur 66-68, Stækkun
Sótt er um leyfi til þess að stækka 1. hæð verslunarhúsnæðis á
lóðinni nr. 66-68 við Laugaveg út að gangstétt.
Stækkun: 1. hæð 61,6 ferm., 211 rúmm.
Gjald kr. 2.387.oo + 5.037.oo.
Samþykki meðeigenda dags. 05.02.1997 fylgir erindinu.
Frestað.
Vísað til Borgarskipulags.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 14101 (01.01.140.508)
Lækjargata 6a, br,versl, í veitingastað
Sótt er um leyfi til þess að innrétta veitingastað á 1. hæð í
húsinu á lóðinni nr. 6a við Lækjargötu.
Gjald kr. 2.387.oo.
Erindið var kynnt nágrönnum með bréfi dags. 03.02.1997.
Mótmæli hafa borist með bréfum dags. 10.02.97, 31.01.97 og
11.02.97.
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits.
Ófullnægjandi anddyri Vantar samþykki meðeigenda.
Umsókn nr. 14127 (01.04.212.705)
Silungakvísl 21, gera tröppur og nýta rými íkj
Sótt er um leyfi til að nýta áður gert rými í kjallara, steypa
tröppur, handrið o.fl. úr steinsteypu á lóðinni nr. 21 við
Silungakvísl.
Stærð: eignarhluti Aðalsteins Unnars Jónssonar í kjallara verður
51,8 ferm., 137,7 rúmm. Eingarhluti Sigrúnar Konnýar Einarsdóttir
verður 87,5 ferm., 232,6 rúmm. Samtals 370,3 rúmm.
Gjald kr. 2.180.oo + 7.783.oo.
Meðfylgjandi er samkomulag aðila dags. 12.02.1997.
Samþykkt.
Umsókn nr. 14095 (01.01.421.701)
Skútuvogur 5, Atvinnuhúsnæði.
Sótt er um leyfi til þess að byggja skrifstofuhús og
lagerbyggingu á lóðinni nr. 5 við Skútuvog.
Stærð: 1. hæð 2490,8 ferm., 2. hæð 213,9 ferm., 3. hæð 434,2
ferm., 4. hæð 402,6 ferm., 28761 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 647.123.oo.
Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.
Umsókn nr. 14094 (01.01.171.1--)
Smiðjustígur 6, Veitingastaður
Sótt er um leyfi til þess að innrétta veitingastað í húsinu á
lóðinni nr. 6 við Smiðjustíg.
Gjald kr. 2.387.oo.
Erindið var kynnt nágrönnum með bréfi dags. 13.01.97.
Mótmæli hafa borist með bréfi dags. 05.02.97.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 14014 (01.01.271.101)
Stakkahlíð - kennaraháskóli, Fjölbýlishús út steinsteypu.
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjölbýlishús með 42
nemendaíbúðum á lóð Kennaraháskólans við Stakkahlíð.
Stærð: 1. hæð 869,3 ferm., 2. hæð 843,1 ferm., 3. hæð 843,1
ferm. Gjald kr. 2.250.oo +
Bréf Birgis Thorlacius dags. 18.01.1997 fylgir erindinu.
Erindið var kynnt nágrönnum með bréfi dags. 13.01.1997.
Mótmæli hafa borist með bréfum dags. 06.02.97, 28.01.97 og
08.02.97.
Frestað.
Vísað til Skipulags- og umferðarnefndar.
Umsókn nr. 14071 (01.01.295.002)
Síðumúli 28, Verslunar og þjónustubygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja verslunar og skrifstofuhús
úr steinsteypu á lóðinni nr. 28 við Síðumúla.
Stærð: 1. hæð 810,8 ferm., 2. hæð 795 ferm., 3. hæð 894,2 ferm.,
9005 rúmm. Gjald kr. 2.387.oo + 214.949.oo.
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnareftirlits og athuga útlit
framhliðar.
Umsókn nr. 14093 (01.01.232.202)
Sóltún 30, fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjölbýlishús úr steinsteypu
með 42 íbúðum á lóðinni nr. 30 við Sóltún.
Stærð: kjallari 471,9 ferm., 1. hæð 588,5 ferm., 2. hæð 588,5
ferm., 3. hæð 588,5 ferm., 4. hæð 588,5 ferm., 5. hæð 588,5
ferm., 9534 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 214.290.oo.
Samþykkt.
Enda verði tryggt að hljóðvist í íbúðum fari ekki yfir 30 dB og
á svölum ekki upp fyrir 55 dB.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 14057 (01.04.327.402)
Tunguháls 1, br,úti og inni
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi í
núverandi húsinu á lóðinni nr. 1-3 við Tunguháls og byggja við
frystigeymslu úr stáli.
Stærð: 1. hæð 41,3 ferm., 199 rúmm.
Gjald kr. 2.387.oo + 4.750.oo.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 14082 (01.01.173.117)
Vitastígur 10, Breyting úti
Sótt er um leyfi til þess að innrétta veitingastað og setja hurð
og loftræstirör á bakhlið hússins á lóðinni nr. 10 við Vitastíg.
Gjald kr. 2.387.oo.
Frestað.
Kynna fyrir eigendum að Laugavegi 60, 62 og 64, Grettisgötu 43A
og Vitastíg 11, 12 og 13.
Þar sem umsækjandi hyggur á veitingastarfsemi í húsnæðinu er
honum bent á að sækja ber um leyfi fyrir slíkri starfsemi til
Lögreglustjórans í Reykjavík. Embætti lögreglustjóra fjallar um
slíkar leyfisveitingar að fenginni umsögn borgarráðs. Rétt er að
taka fram að samþykkt byggingarnefndar felur ekki í sér neinar
skuldbindingar af hálfu Reykjavíkurborgar til veitingareksturs.
Umsókn nr. 14089 (01.02.346.301)
Vættaborgir 10-12, parhús
Sótt er um leyfi til þess að byggja parhús úr steinsteypu og
timbri á lóðinni nr. 10-12 við Vættaborgir.
Stærð: Hús nr. 10, 1. hæð 64,8 ferm., 2. hæð 80 ferm., bílgeymsla
31,1 ferm., hús nr. 12, 1. hæð 68,5 ferm., 2. hæð 80 ferm.,
bílgeymsla 31,1 ferm., samtals 1137 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 25.583.oo.
Frestað.
Ítrekuð fyrri bókun.
Umsókn nr. 14070 (01.02.342.202)
Vættaborgir 138, einb,hús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einbýlsihús úr steinsteypu á
lóðinni nr. 138 við Vættaborgir.
Stærð: 1. hæð 165,8 ferm., 608 rúmm.
Gjald kr. 2.387.oo + 14.513.oo.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 14053 (01.02.343.201)
Vættaborgir 55-57, Keðjuhús
Sótt er um leyfi til þess að byggja parhús úr steinsteypu klætt
utan með bárujárni á lóðinni nr. 55-57 við Vættaborgir.
Stærð: hús nr. 55, 1. hæð 69,1 ferm., 2. hæð 69,1 ferm., hús nr.
57, 1. hæð 76,4 ferm., 2. hæð 76,4 ferm., samtals 930 rúmm.
Hvor bílgeymsla 25,9 ferm., samtals 140 rúmm.
Gjald kr. 2.387.oo + 25.541.oo.
Synjað.
Umsókn nr. 14092 (01.02.343.203)
Vættaborgir 63-65, parhús
Sótt er um leyfi til þess að byggja parhús úr steinsteypu á
lóðinni nr. 63-65 við Vættaborgir.
Stærð: hvort hús 1. hæð 104,6 ferm., 2. hæð 65,8 ferm., samtals
1021 rúmm. Gjald kr. 2.387.oo + 24.371.oo.
Frestað.
Vantar samþykki eigenda Vættaborga 67, 79 og 81.
Helgi Hjálmarsson vék af fundi kl. 13.55.
Umsókn nr. 14079 (01.02.343.001)
Vættaborgir 89-91, Keðjuhús
Sótt er um leyfi til þess að byggja parhús úr steinsteypu á
lóðinni nr. 89-91 við Vættaborgir.
Stærð: hús nr. 89, 1. hæð 75 ferm., 2. hæð 84 ferm., bílgeymsla
34,6 ferm., hús nr. 91, 1. hæð 75 ferm., 2. hæð 85,8 ferm.,
bílgeymsla 30,8 ferm., hús samtals 1073 rúmm., bílgeymslur 180
rúmm., gjald kr. 2.387.oo + 29.909.oo.
Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Umsókn nr. 14109
Afgreiðsluf. byggingarfulltrúa, Afgreiðsluf. byggingarfulltrúa
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 30 frá
11. febrúar 1997.
Umsókn nr. 14120 (01.01.218.103)
Borgartún 29, Byggingarleyfi fellt úr gildi
Á fundi byggingarnefndar þann 29. ágúst 1996 var fellt úr gildi
byggingarleyfi til handa Eureka hf / Borgartún 29 s.f., sem
samþykkt var í byggingarnefnd 14. mars 1996.
Þar sem breytingar samkvæmt fyrrnefndu byggingarleyfi höfðu þegar
átt sér stað, reyndar unnar í óleyfi, verður að færa
byggingarhluta til upprunalegs horfs.
Með bréfi dags. 18. október 1996 var Eureka hf, gefinn 30 daga
frestur til þess að vinna það verk.
Ekki hefur verið orðið við þeirri kröfu.
Byggingarfulltrúi leggur því til að eigendum Borgartúns 29 s.f.,
verði gefinn 30 daga frestur með vísan til 36. gr. byggingarlaga
nr. 54/1978 til þess að fjarlægja innkeyrsludyr á suðurhlið í
vesturenda koma glugga fyrir í opinu sbr. aðra glugga í hliðinni
og fjarlægja loftræstirör af bakhlið hússins. Verði ekki orðið
við þessum fyrirmælum verði beitt dagsektum kr. 30.000 á hvern
dag sem það dregst að ljúka verkinu og þær innheimtar í samræmi
við 3. mgr. 36. gr. fyrrnefndra laga. Með vísan til 13. gr.
stjórnsýslulaga er jafnframt lagt til að
eigendum Borgartúns 29 s.f., verði gefinn frestur til 25. þ.m.
til þess að tjá sig um málið.
Byggingarnefnd frestaði tillögunni en samþykkti umsagnarfrest.
Umsókn nr. 14123
Brú yfir sæbraut, Brú yfir Sæbraut
Lagt fram bréf Ólafs Bjarnasonar f.h. borgarverkfræðings
og kynntur uppdráttur af breikkun brúar yfir Sæbraut.
Umsókn nr. 14125 (01.01.440.101)
Ferjuvogur 2 gnoðarvogur 43, Tillaga að staðsetningu bílast
Skrifstofustjóri borgarverkfræðings óskar eftir samþykki
byggingarnefndar að staðsetningu bílstæða á lóðinni Ferjuvogi 2
og Gnoðarvogi 43.
Merkt bílstæði voru færð á uppdráttinn.
Borgarráð samþykkti tillöguuppdrætti að skólalóðum á fundi
21.02.1989 með fyrirvara um staðsetningu bílstæða, sem sýna skal
á endanlegu mæliblaði þar sem því verður við komið.
Samþykkt.
Umsókn nr. 14124 (01.01.546.102)
Fornhagi hagaskóli, Bílastæði á lóð
Skrifstofustjóri borgarverkfræðings, óskar eftir samþykki
byggingarnefndar að staðsetningu bílstæða á Fornhaga (Hagaskóla).
Merkt bílstæði voru færð á uppdráttinn, en þau eru í stórum
dráttum í samræmi við afstöðumynd Hagaskóla sem samþykkt var á
fundi byggingarnefndar þann 14.10.1989.
Borgarráð samþykkti tillöguupdrætti að skólalóðum á fundi
21.02.1989 með fyrirvara um staðsetningu bílstæða, sem sýna skal
á endanlegu mæliblaði þar sem því verður við komið.
Samþykkt.
Umsókn nr. 14107 (01.04.970.601)
Fífusel 2 - 18, Lagt fram bréf
Lagt fram bréf Ritsetningar sf., þar sem óskað er eftir að
byggingarnefnd endurskoði afstöðu sína til bílastæðagjalds og
felli það niður.
Meðfylgjandi er yfirlit borgarskipulags um athugun á fjölda
bílastæða fyrir lóðirnar nr. 2-43 við Fífusel.
Jafnframt lagt fram bréf húsfélagsins Fífuseli 12,
dags. 21. okt.1996.
Samþykkt.
Umsókn nr. 14112 (01.01.171.101)
Hverfisgata 26-28, Lóðarbreyting
Lagt fram bréf Hjalta Geirs Kristjánssonar, f.h. Sameignar sf,
þar sem óskað er eftir skiptingu lóðanna Smiðjustígur 6,
Hverfisgata 26-28, samkvæmt uppdrætti mælingadeildar
borgarverkfræðings dags. 08.01.1997.
Lóðin er talin 787,6 ferm., Lóðin reynist vera 788 ferm.,
Lóðin skiptist í þrjár lóðir, þannig:
Hverfisgata 26 verður 185 ferm., Hverfisgata 28 verður 168 ferm.,
Smiðjustígur 6 verður 435 ferm.
Sjá samþykkt skipulagsnefndar 12.08.1996 og samþykkt borgarráðs
15.10.1996. Kvöð um umferð, sjá þinglesið skjal nr. A-6211/96.
Samþykkt.
Umsókn nr. 14130 (01.01.172.204)
Laugavegur 24b, Mæliblað af lóð
Lagt fram mæliblað af lóðunum Klapparstíg 35 og Laugavegi 24B.
Klapparstígur 35: Lóðin er talin 450,8 ferm., þar af skúr 40
ferm., lóðin er samkvæmt tillöguuppdrætti dags. í júní 1974, 410
ferm., lóðin reynist 411 ferm.
Þinglýst kvöð um aðkeyrslu- og gönguumferð fyrir Laugaveg 24B er
á lóðinni. sjá A-1667/97.
Laugavegur 24B: Lóðin er talin 311,7 ferm., að viðbættum skúr 40
ferm., lóðin er samkvæmt tillöguupdrætti dags. í júní 1974, 410
ferm., 359 ferm., lóðin reynist vera 358 ferm.
Kvöð um gögnuumferð er á lóðinni Laugavegur 24 fyrir
Laugaveg 24B og að hluta einnig fyrir umferð
ökutækja.
Byggingarfulltrúi leggur til að lóðin Laugavegur 24B verði
tölusett nr. 35A við Klapparstíg.
Samþykkt.
Umsókn nr. 14116 (01.01.173.021)
Laugavegur 53b, Niðurrif
Jón Sigurjónsson og Hákon Ísfeld Jónsson fh., HV-Ráðgjafar sf.,
Kleppsvegi 118, sækja um leyfi til þess að rífa eða flytja
núverandi byggingar á lóðinni nr. 53b við Laugaveg.
Frestað.
Vísað til umhverfismálaráðs.
Umsókn nr. 14110 (01.01.174.306)
Laugavegur 92, Lagt fram bréf v/viðbyggingar
Lagt fram bréf A og P lögmanna dags. 7. þ.m., vegna óska
Stjörnubíós ehf., um viðbyggingu.
Umsókn nr. 14111 (01.01.151.105)
Lindargata 1-3, Niðurrif
Framkvæmdasýsla ríkisins f.h., Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins
sækir um leyfi til þess að rífa viðbyggingu við Arnarhvál þ.e.a.s
áður dómhús Hæstaréttar.
Landnúmer 100979, matshluti 030101 stærð 868 ferm., 3112 rúmm.
Frestað.
Byggingarnefnd óskar eftir skýringum á niðurrifsþörf og
hugmyndum eigenda um uppbyggingu á lóðinni.
Umsókn nr. 13572 (01.01.181.213)
Lokastígur 9, Fella niður kvöð v/bílskúrs.
Ofanritaðir eigendur íbúðar á 1. hæð í húsinu á lóðinni nr. 9 við
Lokastíg óska eftir því að felld verði niður niðurrifskvöð á
bílskúr á lóðinni.
Umsögn Borgarskipulags dags. 12.02.1997 fylgir erindinu.
Frestað.
Kynna fyrir eigendum aðliggjandi lóða.
Umsókn nr. 14108 (01.01.350.307)
Selvogsgrunn 8, Lagt fram bréf
Lagt fram bréf Kristins Hallgrímssonar, hrl., f.h. eigenda efri
hæðar í húsinu á lóðinni nr. 8 við Selvogsgrunn vegna ágreinings
um sólpall og skjólvegg á lóðinni.
Jafnframt lagt fram bréf Elínborgar J. Björnsdóttur hdl., f.h.
eigenda neðri hæðar í sama húsi.
Einnig lagt fram álit kærunefndar fjöleignarhúsamála frá
20. nóvember 1996.
Eigendum neðri hæðar er gert að sækja um áður gerðan sólpall og
skjólgirðingu.
Umsókn nr. 14121 (01.01.705.903)
">Skógarhlíð 20, Seinagangur við nýbyggingu
Embætti byggingarfulltrúa hefur á undanförnum árum borist
kvartanir vegna seinagangs og draslaraháttar við nýbyggingu KKR
við Skógarhlíð 20.
Hinn 18. júní 1996 ritaði byggingarfulltrúi bréf til KKR og
krafðist úrbóta fyrir 1. sept. þ.á.
Ekki hefur orðið við þeim fyrirmælum sem þar voru sett.
Með vísan til ofanritaðs og bréfs frá 18. júní sl., en þar var
hótað aðgerðum er nú lagt til, með vísan til 26. gr. og 36. gr.
byggingarlaga nr. 54/1978 að KKR verði gefinn frestur til 15.
júní 1997 til þess að fjarlægja vinnupalla við húsið, flytja á
brott allt afgangs byggingarefni, jafna lóð í hæð og þekja þá
hluta sem þannig eiga að vera.
Jafnframt skal gengið frá lóðamörkum í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.
Verði ekki orðið við þessum fyrirmælum verði beitt dagsektum kr.
40.000 á hvern dag sem það dregst að ljúka verkinu og þær
innheimtar í samræmi við 3. mgr. 36. gr. fyrrnefndra laga.
Með vísan til 13. gr. stjórnsýslulaga er lagt til að eigendum
verði gefinn frestur til þess að tjá sig um málið til 25. febrúar
n.k.
Samþykkt að kynna tillögu byggingarfulltrúa varðandi dagsektir.
Helgi Hjálmarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 14118 (01.01.293.206)
Síðumúli 19, Óleyfisframkvæmdir
Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir óleyfisframkvæmdum og
draslarahætti á lóðinni nr. 19 við Síðumúla.
En þar hefur komið í ljós að byggt hefur verið bakhús á einni hæð
áfest Síðumúla 19.
Stærð hússins er áætluð um 126 ferm., 470 rúmm.
Húsið er léttbyggt og kemur útlit þess og stærðir að mestu saman
við uppdrætti sem synjað var um á byggingarnefndarfundi hinn 14.
nóvember 1996, með þeirri bókun að umsækjanda væri bent á að snúa
sér til skipulags- og umferðarnefndar með erindið.
Jafnframt er á baklóðinni timburhús af ótilgreindri stærð án þess
að leyfi hafi verið fengið fyrir því húsi.
Að tillögu byggingarfulltrúa var samþykkt með vísan til 31. gr.
byggingarlaga nr. 54/1979 að gefa eiganda Síðumúla 19, 40 daga
frest til þess að rífa viðbyggingu við bakhús og fjarlægja
timburhús af lóð.
Verði ekki orðið við þessum fyrirmælum mun
byggingarfulltrúi leggja til við byggingarnefnd að dagsektum
verði beitt.
Jafnframt var samþykkt að kæra málið til lögreglu.
Umsókn nr. 14126 (01.01.138.201)
Sólvallagata 67, Staðsetning bílstæða
Óskað er eftir samþykki byggingarnefndar að staðsetningu bílstæða
á Sólvallagötu 67 (vesturbæjarskóla).
Merkt bílstæði voru færð inn á uppdráttinn.
Borgarráð samþykkti tillöguuppdrætti að skólalóðum á fundi
21.02.1989 með fyrirvara um staðsetningu bílstæða, sem sýna skal
á endanlegu mæliblaði þar sem því verður við komið.
Samþykkt.
Umsókn nr. 14115 (01.01.532.008)
Sörlaskjól 38, Aðgerðir vegna glugga
Á fundi byggingarnefndar þann 30. janúar sl., lagði
byggigarfulltrúi fram eftirfarandi:
Tillaga byggingarfulltrúa til aðgerða vegna glugga á bílskúr í
lóðamörkum. Með bréfi dags. 18. júlí 1996 til Jens Jóhannssonar
Ystaseli 31 var Jens beðinn að hafa samband við byggingarfulltrúa
vegna kæru um óleyfisglugga á bílskúr í lóðamörkum í Sörlaskjóli
38, en Jens er skráður eigandi að bílskúrnum og íbúð í húsinu
Sörlaskjóli 38. Engin viðbrögð hafa orðið frá hendi Jens
Jóhannssonar vegna ofanritaðs bréfs. Því leggur undirritaður til
með vísan til 36. gr. byggingarlaga, nr. 54/1978 með síðari
breytingum, að Jens Jóhannssyni Ystaseli 31 verði gefinn frestur
til 1. maí 1997 til þess að fjarlæga þá glugga sem eru í bílskúr
á lóðamörkum Sörlaskjóls 38 og Ægisíðu 127, loka gluggagötum með
A60 lokun og ganga frá yfirborði veggjarins á sama hátt og fyrir
er. Verði þessum fyrirmælum ekki sinnt verði beitt dagsektum kr.
15.000 á hvern dag sem það dregst að ljúka verkinu. Dagsektir og
kostnaður verði innheimt samkvæmt ákvæði í 3. mgr. 36. gr.
Með vísan til stjórnsýslulaga er jafnframt lagt til að
Jens Jóhannssyni verði gefinn frestur til að tjá sig um málið til
12. febrúar n.k.
Tjáningarfrestur er nú liðinn, án þess að skrifleg athugasemd
hafi verið gerð.
Því er nú lagt til að tillaga til aðgerða verði samþykkt.
Samþykkt.
Umsókn nr. 14119 (01.04.720.001)
Vallarás 1 - 5 og 2 - 4, Óleyfisframkvæmdir
Á fundi byggingarnefndar þann 9. janúar sl., lagði
byggingarfulltrúi til að eiganda rýmis 0101 í Vallarási 3,
Landsbanka Íslands yrði gefinn 30 daga frestur til þess að
fjarlægja óleyfisinnréttingu úr rýminu, að viðlögðum dagsektum
kr. 10.000 á dag.
Byggingarnefnd samþykkti tillöguna, en ákvað að gefa eiganda
frest til þess að tjá sig um málið til 29. janúar sl.
Bréf fulltrúa eiganda dags. 29. janúar var síðan lagt fyrir
byggingarnefnd 30. janúar og málinu þá frestað.
Rætt hefur verið við forráðamann húsfélagsins í Vallarási 3 um að
húsfélagið festi kaup á rýminu, sú viðræða hefur ekki leitt til
niðurstöðu.
Byggingarfulltrúi leggur því til að tillaga um aðgerðir frá
9. janúar sl., verði samþykkt.
Samþykkt.
Umsókn nr. 14117 (01.04.6--.-91)
Vatnsvv hraunprýði, Niðurrif
Skrifstofustjóri borgarverkfræðings f.h., borgarsjóðs sækir um
leyfi til þess að rífa íbúðarhús og bílskúr kennt við Hraunprýði
í Blesugróf. Íbúðarhúsið er um 124 ferm., á einni hæð byggt um
1952 úr holsteini og timbri.
Bílskúrinn talinn byggður 1948 er úr timbri u.þ.b. 31 ferm.
Mh íbúðarhús 01, mh bílskúr 70. Landnúmer 111710
fastanúmer 204-6803.
Samþykkt.
Umsókn nr. 14113 (01.01.136.104)
Vesturgata 5a, Tillaga til aðgerða
Á fundi byggingarnefndar þann 30. janúar sl., lagði
byggingarfulltrúi fram eftirfarandi tillögu til aðgerða vegna
seinagangs við byggingarframkvæmdir á Vesturgötu 5A:
Hinn 24. febrúar 1994 samþykkti byggingarnefnd byggingarleyfi
fyrir flutningshús á lóðinni nr. 5A við Vesturgötu. Botn var
úttekinn hinn 6. júní 1994 og síðasta úttekt er skráð 11.
október 1996. Síðan hafa framkvæmdir legið niðri utanhúss. Með
vísan til 2.mgr. 15. gr. byggingarlaga nr. 54/1978 með síðari
breytingum svo og 36. gr. sömu laga er lagt til að eiganda
hússins Jarðvegi ehf. verði gefinn frestur til 1. ágúst n.k. til
þess að ljúka öllum framkvæmdum við húsið að utan og fullgera
lóð. Verði þessum fyrirmælum ekki sinnt verði beitt dagsektum
kr. 30.000 á hvern dag sem það dregst að ljúka verkinu.
Dagsektir og kostnaður verði innheimt samkvæmt ákvæði í 3. mgr.
36. gr. byggingarlaga. Með vísan til 13. gr. stjórnsýslulaga er
jafnframt lagt til að forsvarsmönnum Jarðvegs ehf. verði gefinn
frestur til þess að tjá sig um málið til 12. febrúar nk.
Tjáningarfrestur er nú liðinn án þess að athugasemd hafi verið
gerð.
Því er lagt til að tillaga til aðgerða verði samþykkt.
Samþykkt.
Umsókn nr. 14114 (01.02.848.005)
Vesturhús 6, Tillaga til aðgerða
Á fundi byggingarnefndar þann 30. janúar sl., lagði
byggingarfulltrúi fram eftirfarandi tillögu til aðgerða vegna
seinagangs við byggingarframkvæmdir í Vesturhúsum 6:
Með bréfi dagsettu 16. ágúst 1996 til eigenda Vesturhúsa 6
þeirra Daða Þ. Ólafssonar Miðhúsum 44 og Nóns ehf.,
Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík, var þeim gefinn frestur til
októberloka 1996 til þess að ljúka við frágang hússins að utan og
jafna lóð. Nú í janúar 1997 er staða framkvæmda óbreytt. Með
vísan til 36. gr. byggingarlaga nr. 54/1978 með síðari
breytingum er lagt til að eigendum Vesturhúsa 6 þeim Daða Þ.
Ólafssyni Miðhúsum 44, 112 Reykjavík og Nón ehf. Suðurlandsbraut
6 verði gefinn frestur til 1. júní n.k. til þess að ljúka við
frágang hússins að utan og ganga frá lóð í rétta hæð. Verði ekki
orðið við þessum fyrirmælum verði beitt dagsektum kr. 50.000
fyrir hvern dag sem það dregst að ljúka verkinu. Dagsektir og
kostnað skal innheimta eftir ákvæðum í 3. mgr. 36. gr.
byggingarlaga. Með vísan til 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993
er lagt til að málsaðilum verði gefinn frestur til þess að tjá
Tjáningarfrestur er liðinn án þess að athugasemd hafi verið gerð.
Því er lagt til að tillaga til aðgerða verði samþykkt.
Samþykkt.
Umsókn nr. 14055 (01.01.135.503)
Bárugata 19, br. tómstundarými
Spurt er hvort leyft verði að nýta áður samþykkt tómstundarrými
í bílskúr á lóðinni nr. 19 við Bárugötu sem vistrými fyrir
geðfatlaða.
Neikvætt.
Umsókn nr. 14043 (01.01.540.301)
Grenimelur 35, Svalir
Spurt er hvort leyft verði að setja svalir á suðurhlið hússins á
lóðinni nr. 35-37 við Grenimel.
Samþykki meðeigenda dags. 03.02.1997 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Minnka svalir.
Umsókn nr. 13889 (01.04.334.301)
Hraunbær 36-60, áður gerð íbúð
Spurt er hvort samþykkt verði áður gerð íbúð á 1. hæð á lóðinni
nr. 50 við Hraunbæ.
Jákvætt.
Umsókn nr. 14049 (01.01.330.901)
Klettagarðar 5, Ný framkvæmd
Spurt er hvort leyft verði að byggja viðbyggingu úr steinsteypu
við húsið á lóðinni nr. 5 við Klettagarða.
Nei.
Umsókn nr. 14074 (01.01.174.116)
Laugavegur 99, br, útliti
Spurt er hvort leyft verði að byggja við og breyta útliti
hússins á lóðinni nr. 99 við Laugaveg.
Frestað.
Vísað til Borgarskipulags.
Umsókn nr. 14104 (01.01.161.205)
Suðurgata 22, Hækkun á þaki.
Spurt er hvort leyft verði að hækka húsið á lóðinni nr. 22 við Suðurgötu samkvæmt samþykktri teikningu frá 1955.
Jafnframt lagt fram minnisblað skrifstofustjóra
borgarverkfræðings dags. 2. þ.m.
Umsögn skipulags- og umferðarnefndar frá 10.02.1997 fylgir
erindinu.
Jákvætt gagnvart hækkun, neikvætt gagnvart íbúð í risi.
Umsókn nr. 14050 (01.01.295.201)
Síðumúli 34, Köfnunarefnistankur
Spurt er hvort leyft verði að setja köfnunarefnistank á lóðina
nr. 34 við Síðumúla.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 14042 (01.04.077.501)
Viðarhöfði 2, Breyta efstu hæð í íbúðir
Spurt er hvort leyft verði að breyta 3. hæð í húsinu á lóðinni
nr. 2 við Viðarhöfða í íbúðir eða íbúðarhótel.
Nei.
Umsókn nr. 14035 (01.01.184.521)
Óðinsgata 11, Viðbygging.
Spurt er hvort leyft verði að byggja við 1. hæð hússins á
lóðinni nr. 11 við Óðinsgötu eins og meðfylgjandi teikningar og
bréf lýsa.
Frestað.
Skoðist milli funda.