Laugavegur 24b

Verknúmer : BN014122

3418. fundur 1997
Laugavegur 24b, Nýbygging
Sótt er um leyfi til að byggja 14 hótelíbúðir, tvær bílgeymslur
og verslunarhúsnæði úr steinsteypu á lóðinni nr. 24B við
Laugaveg.
Stærð: 1. hæð 103,o ferm., 2.hæð 180,o ferm., 3. hæð 180,0 ferm.,
4. hæð 180,0 ferm., Bílgeymsla 58,0 ferm,. 2010 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 45.225.oo.
Erindið var kynnt nágrönnum með bréfi dags. 5. nóvember 1996.
Athugasemdir hafa borist með bréfum dags. 25.11.1996, 21.11.1996,
22.11.1996 og 24.11.1996.
Jafnframt hafa borist bréf frá Lögmönnum, Lágmúla 7, þar sem
óskað er eftir lengri fresti til að koma með athugasemdir.
Málinu fylgir einnig samþykki borgarráðs frá 17. f.m. og bréf
borgarlögmanns dags. s.d.
Ennfremur lögð fram yfirlýsing dags. 23.01.1997.

Samþykkt.
Þinglýsa skal kvöð á hótelíbúðirnar fjórtán að þær séu
hótelíbúðir ætlaðar til tímabundinnar íbúðar, án þess að íbúar
geti skráð þar lögheimili sitt nema í íbúð 0404 og jafnframt að
þær verði ekki seldar nema sem óskipt eign.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.
Hæðarafsetning háð samþykki byggingarfulltrúa.
Magnús Sædal Svavarsson vék af fundi kl. 12.57 að lokinni
afgreiðslu ýmissa mála.