Sörlaskjól 38

Verknúmer : BN014115

3418. fundur 1997
Sörlaskjól 38, Aðgerðir vegna glugga
Á fundi byggingarnefndar þann 30. janúar sl., lagði
byggigarfulltrúi fram eftirfarandi:
Tillaga byggingarfulltrúa til aðgerða vegna glugga á bílskúr í
lóðamörkum. Með bréfi dags. 18. júlí 1996 til Jens Jóhannssonar
Ystaseli 31 var Jens beðinn að hafa samband við byggingarfulltrúa
vegna kæru um óleyfisglugga á bílskúr í lóðamörkum í Sörlaskjóli
38, en Jens er skráður eigandi að bílskúrnum og íbúð í húsinu
Sörlaskjóli 38. Engin viðbrögð hafa orðið frá hendi Jens
Jóhannssonar vegna ofanritaðs bréfs. Því leggur undirritaður til
með vísan til 36. gr. byggingarlaga, nr. 54/1978 með síðari
breytingum, að Jens Jóhannssyni Ystaseli 31 verði gefinn frestur
til 1. maí 1997 til þess að fjarlæga þá glugga sem eru í bílskúr
á lóðamörkum Sörlaskjóls 38 og Ægisíðu 127, loka gluggagötum með
A60 lokun og ganga frá yfirborði veggjarins á sama hátt og fyrir
er. Verði þessum fyrirmælum ekki sinnt verði beitt dagsektum kr.
15.000 á hvern dag sem það dregst að ljúka verkinu. Dagsektir og
kostnaður verði innheimt samkvæmt ákvæði í 3. mgr. 36. gr.
Með vísan til stjórnsýslulaga er jafnframt lagt til að
Jens Jóhannssyni verði gefinn frestur til að tjá sig um málið til
12. febrúar n.k.
Tjáningarfrestur er nú liðinn, án þess að skrifleg athugasemd
hafi verið gerð.
Því er nú lagt til að tillaga til aðgerða verði samþykkt.

Samþykkt.