Vallarás 1 - 5 og 2 - 4

Verknúmer : BN014119

3418. fundur 1997
Vallarás 1 - 5 og 2 - 4, Óleyfisframkvæmdir
Á fundi byggingarnefndar þann 9. janúar sl., lagði
byggingarfulltrúi til að eiganda rýmis 0101 í Vallarási 3,
Landsbanka Íslands yrði gefinn 30 daga frestur til þess að
fjarlægja óleyfisinnréttingu úr rýminu, að viðlögðum dagsektum
kr. 10.000 á dag.
Byggingarnefnd samþykkti tillöguna, en ákvað að gefa eiganda
frest til þess að tjá sig um málið til 29. janúar sl.
Bréf fulltrúa eiganda dags. 29. janúar var síðan lagt fyrir
byggingarnefnd 30. janúar og málinu þá frestað.
Rætt hefur verið við forráðamann húsfélagsins í Vallarási 3 um að
húsfélagið festi kaup á rýminu, sú viðræða hefur ekki leitt til
niðurstöðu.
Byggingarfulltrúi leggur því til að tillaga um aðgerðir frá
9. janúar sl., verði samþykkt.

Samþykkt.