Borgartún 32

Verknúmer : BN014087

3418. fundur 1997
Borgartún 32, Breyta í hótel
Sótt er um leyfi til þess að breyta notkun hússins á lóðinni
nr. 32 við Borgatún úr skrifstofum í hótel með 154 herbergjum.
Stærð: kjallari 380,4 ferm., 1. hæð 623,3 ferm., 2.- 5. hæð 597,3
ferm., ris 213,5 ferm., samtals 11929 rúmm. Gjald kr. 2.250.oo.
Brunavarnaruppdrættir samþykktir 09.12.1996 fylgja erindinu.
Meðfylgjandi eru athugasemdir byggingarfulltrúa dags. 11.12.1996.
Bréf Sigurðar Kjartanssonar dags. 29. janúar 1997 fylgir
erindinu. Jafnframt lagt fram bréf umsækjanda dags.
10. febrúar 1997.
Erindinu fylgir jafnframt samþykkt borgarráðs varðandi undanþágu
frá bílastæðareglum.

Samþykkt.
Með fyrivara um nánari útfærslu á lyftuhúsi.
Færa skal inn á afstöðumynd og lóðarblað rétta afstöðu
gatnamóta. Þinglýsa skal yfirlýsingu um notkun.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
þinglýsa skal ákvörðun borgarráðs vegna undanþágu frá reglum um
bílastæðagjöld.
Halldór Guðmundsson sat hjá við afgreiðslu málsins.