Síðumúli 19
Verknúmer : BN014118
3418. fundur 1997
Síðumúli 19, Óleyfisframkvæmdir
Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir óleyfisframkvæmdum og
draslarahætti á lóðinni nr. 19 við Síðumúla.
En þar hefur komið í ljós að byggt hefur verið bakhús á einni hæð
áfest Síðumúla 19.
Stærð hússins er áætluð um 126 ferm., 470 rúmm.
Húsið er léttbyggt og kemur útlit þess og stærðir að mestu saman
við uppdrætti sem synjað var um á byggingarnefndarfundi hinn 14.
nóvember 1996, með þeirri bókun að umsækjanda væri bent á að snúa
sér til skipulags- og umferðarnefndar með erindið.
Jafnframt er á baklóðinni timburhús af ótilgreindri stærð án þess
að leyfi hafi verið fengið fyrir því húsi.
Að tillögu byggingarfulltrúa var samþykkt með vísan til 31. gr.
byggingarlaga nr. 54/1979 að gefa eiganda Síðumúla 19, 40 daga
frest til þess að rífa viðbyggingu við bakhús og fjarlægja
timburhús af lóð.
Verði ekki orðið við þessum fyrirmælum mun
byggingarfulltrúi leggja til við byggingarnefnd að dagsektum
verði beitt.
Jafnframt var samþykkt að kæra málið til lögreglu.