Vesturhús 6
Verknúmer : BN014114
3418. fundur 1997
Vesturhús 6, Tillaga til aðgerða
Á fundi byggingarnefndar þann 30. janúar sl., lagði
byggingarfulltrúi fram eftirfarandi tillögu til aðgerða vegna
seinagangs við byggingarframkvæmdir í Vesturhúsum 6:
Með bréfi dagsettu 16. ágúst 1996 til eigenda Vesturhúsa 6
þeirra Daða Þ. Ólafssonar Miðhúsum 44 og Nóns ehf.,
Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík, var þeim gefinn frestur til
októberloka 1996 til þess að ljúka við frágang hússins að utan og
jafna lóð. Nú í janúar 1997 er staða framkvæmda óbreytt. Með
vísan til 36. gr. byggingarlaga nr. 54/1978 með síðari
breytingum er lagt til að eigendum Vesturhúsa 6 þeim Daða Þ.
Ólafssyni Miðhúsum 44, 112 Reykjavík og Nón ehf. Suðurlandsbraut
6 verði gefinn frestur til 1. júní n.k. til þess að ljúka við
frágang hússins að utan og ganga frá lóð í rétta hæð. Verði ekki
orðið við þessum fyrirmælum verði beitt dagsektum kr. 50.000
fyrir hvern dag sem það dregst að ljúka verkinu. Dagsektir og
kostnað skal innheimta eftir ákvæðum í 3. mgr. 36. gr.
byggingarlaga. Með vísan til 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993
er lagt til að málsaðilum verði gefinn frestur til þess að tjá
Tjáningarfrestur er liðinn án þess að athugasemd hafi verið gerð.
Því er lagt til að tillaga til aðgerða verði samþykkt.
Samþykkt.