Endurheimt votlendis í Reykjavík,
Heiðmörk,
Visthæfar bifreiðar,
Hringbraut,
Afnot af borgarlandi vegna viðvarandi viðburða sumarið 2016,
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, RÚV reitur,
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðborgin,
Laugavegur 32B og 34B,
Hverfisskipulag, Hlíðar 3.1 Háteigshverfi,
Hverfisskipulag, Hlíðar 3.2 Hlíðarhverfi,
Hverfisskipulag, Hlíðar 3.3 Öskjuhlíðarhverfi,
Háteigsvegur 1 og 3,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Bykoreitur, reitur 1.138,
Borgargötur,
Græna netið,
Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar,
Þingholtsstræti 18,
Grettisgata 62,
Kirkjusandur 2, Íslandsbanki,
Aðgerðaráætlun í úrgangmálum í Reykjavík til 2020,
Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðsiflokksins,
136. fundur 2016
Ár 2016, miðvikudaginn 3. febrúar kl. 9:10, var haldinn 136. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Sverrir Bollason, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Sigurður Ingi Jónsson og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Nikulás Úlfar Másson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir
Fundarritari er Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 140241
1. Endurheimt votlendis í Reykjavík,
Lögð fram tillaga ásamt greinargerð umhverfis- og skipulagsráðs dags. 15. desember 2014 varðandi endurheimt votlendis í Reykjavík. Einnig er lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. janúar 2015.
Einnig er lögð fram skýrsla Verkís dags. 30. janúar 2016.
Þórólfur Jónsson deildarstjóri og Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri taka sæti á fundum undir þessum lið.
Fulltrúi Verkís Arnór Sigfússon kynnir.
Umsókn nr. 160001
681077-0819
Samtök sveitarfél höfuðborgarsv
Hamraborg 9 200 Kópavogur
2. Heiðmörk, ályktun um Heiðmerkurveg
Lagt fram bréf samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 21. desember 2015, varðandi ályktun um Heiðmerkurveg. Einnig er lagt fram minnisblað samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýtingu á höfuðborgarsvæðinu, dags. 18. desember 2015. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 26. janúar 2016.
Kl. 10:00 víkur Herdís Anna Þorvaldsdóttir af fundi Júlíus Vífill Ingvarsson tekur sæti á fundinum á sama tíma.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 26. janúar 2016 samþykkt.
Umsókn nr. 160030
3. Visthæfar bifreiðar, reglur um bílastæði fyrir visthæfar bifreiðar í Reykjavík (USK2016010088)
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 26. janúar 2016, varðandi gjaldfrjáls stæði fyrir visthæfar bifreiðar í Reykjavík
Vísað til umsagnar hjá bílastæðanefnd, óskað eftir að umsögnin liggi fyrir innan þriggja vikna.
Umsókn nr. 150234
4. Hringbraut, umferðaröryggi (USK2015100071)
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 26. janúar 2016 ásamt tillögu verkfræðistofunnar Eflu, dags. 26. janúar 2016 vegna gatnamóta Hringbrautar og Hofsvallagötu.
Stefán Finnsson yfirverkfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Frestað.
Vísað til umsagnar Hverfisráðs vesturbæjar, óskað er eftir að umsögnin liggi fyrir innan þriggja vikna.
Umsókn nr. 160031
5. Afnot af borgarlandi vegna viðvarandi viðburða sumarið 2016, auglýsing
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. janúar 2016 þar sem lagt er til að auglýst verði afnot af borgarlandi fyrir lengri viðvarandi viðburði í borgarlandi með stórskjáum, sviði og annarri meðfylgjandi umgjörð, sumarið 2016.
Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 10070
6. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 29. janúar 2016.
Umsókn nr. 150706
7. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, RÚV reitur, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í febrúar 2016, að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í breytingu á byggingarmagni, fjölda íbúða og breytta landnotkun á RÚV reitnum.
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.
Jafnframt samþykkt að kynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum á opnum íbúafundi skv. 2. mgr.30. gr. skipulagslaga.
Umsókn nr. 160076
8. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðborgin, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. í febrúar 2016, vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í starfsemi við götuhliðar, markmið um virkar götuhliðar, skilgreiningu landnotkunar og sérákvæði um starfsemi, göngugötur og torg og almenn markmið um miðborgina.
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Vísað til borgarráðs
Umsókn nr. 150782 (01.17.22)
500191-1049
Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
9. Laugavegur 32B og 34B, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Sigurðar Hallgrímssonar, mótt. 30. desember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 vegna lóðanna nr. 32B og 34B við Laugaveg. Í breytingunni felst að byggja tengibyggingu úr gleri ofan á hluta þaks byggingarinnar, á lóð nr. 32B við Laugaveg, við lóðarmörk í suðaustur, að rífa og endurbyggja eins hæðar skúrbyggingu við lóðarmörk lóðarinnar nr. 34B við Laugaveg til suðurs. Einnig verði leyft að rífa þrjár hæðir af núverandi turnbyggingu við lóðarmörk til suðvesturs. Þess í stað verði leyft að byggja ofan á endurbyggða fyrstu hæð tveggja hæða tengibyggingu sem tengir saman Laugaveg 34A og Laugaveg 34B, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf., dags. 17. desember 2015. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 21. janúar 2016 og umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 29. janúar 2016.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 150530 (03.1)
10. Hverfisskipulag, Hlíðar 3.1 Háteigshverfi, skipulags- og matslýsing
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að skipulags- og matslýsingu fyrir Hlíðar hverfi 3.1 Háteigshverfi dags. 15. september 2015. Einnig er lögð fram umsögn Vegagerðarinnar, dags. 27. nóvember 2015, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 2. desember 2015, umsögn Minjastofnunar dags. 7. desember 2015, umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 14. desember 2015 og umsögn Veðurstofu Íslands, dags. 17. desember 2015.
Ævar Harðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Umsagnir kynntar.
Umsókn nr. 150531 (03.2)
11. Hverfisskipulag, Hlíðar 3.2 Hlíðarhverfi, skipulags- og matslýsing
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að skipulags- og matslýsingu fyrir Hlíðar hverfi 3.2 Hlíðarhverfi dags. 15. september 2015. Einnig er lögð fram umsögn Vegagerðarinnar, dags. 27. nóvember 2015, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 2. desember 2015, umsögn Minjastofnunar dags. 7. desember 2015, umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 14. desember 2015 og umsögn Veðurstofu Íslands, dags. 17. desember 2015.
Ævar Harðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Umsagnir kynntar.
Umsókn nr. 150532 (03.3)
12. Hverfisskipulag, Hlíðar 3.3 Öskjuhlíðarhverfi, skipulags- og matslýsing
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að skipulags- og matslýsingu fyrir Hlíðar hverfi 3.3 Öskjuhlíðarhverfi dags. 15. september 2015. Einnig er lögð fram umsögn Vegagerðarinnar, dags. 27. nóvember 2015, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 2. desember 2015, umsögn Minjastofnunar dags. 7. desember 2015, umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 14. desember 2015 og umsögn Veðurstofu Íslands, dags. 17. desember 2015.
Ævar Harðarson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Umsagnir kynntar.
Umsókn nr. 140621 (01.24.42)
691101-2580
Bakkastaðir eignarhaldsfél ehf.
Pósthólf 17 121 Reykjavík
660298-2319
Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
13. Háteigsvegur 1 og 3, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Bakkastaða eignarhalsfélags ehf. dags. 21. nóvember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.244.2, Egilsborgarreits, vegna lóðanna nr. 1 og 3 við Háteigsveg. Í breytingunni felst að heimilt er að hækka að hluta núverandi byggingar Háteigsvegar 1 um eina hæð, byggja einnar hæðar verslunarhúsnæði á norðurhluta lóðar með kjallara. Skilmálar eru settir um uppbyggingu og kvaðir um holræsi og graftarrétt á norðurmörkum lóðanna nr. 1 og 3 falla út, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Traðar ehf. dags. 1. júní 2015. Einnig er lagt fram bréf skipulagsfulltrúa til umsækjanda dags. 3. mars 2015 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 14. apríl 2015. Tillagan var auglýst frá 27. júlí 2015 til og með 16. september 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðrún B. Birgisdóttir ásamt beiðni um framlengingu á fresti, dags. 7. september 2015, Kristján Andrésson og Hrafnhildur Einarsdóttir, dags. 7. september 2015, Þorkell Pétursson dags. 7. september 2015, stjórn húsf. Rauðarárstíg 41, dags. 7. september 2015, Elfa Sif Logadóttir og Marinó A. Jónsson, dags. 7. september 2015, Guðrún Helga Magnúsdóttir, dags. 7. september 2015, Hverfisráð Hlíða dags. 7. september 2015, Þrúður Helgadóttir, dags. 9. september 2015 og Svava María Atladóttir dags. 9. og 10. september 2015, húsfélag Rauðarárstíg 41 dags. 14. september 2015, Ólafur Torfason f.h. Íslandshótel hf. dags. 15. september 2015 og eigendur Háteigsvegi 2 og 4 ásamt Rauðarárstíg 41, dags. 16. september 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. nóvember 2015, ásamt breyttum uppdrætti Teiknistofunnar Traðar dags. 15. 2016.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 45423
14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 861 frá 2. febrúar 2016.
Umsókn nr. 160047 (01.13.8)
070859-2119
Páll Hjalti Hjaltason
Gnitanes 10 101 Reykjavík
15. Bykoreitur, reitur 1.138, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Páls Hjalta Hjaltasonar, mótt. 18. janúar 2016, um að skilgreina fjölda íbúða á reit 1.138, Bykoreit, eins og í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og skilgreina landnotkun í samræmi við stefnu aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 um aðalgötur. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. janúar 2016.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Umhverfis og skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að umsækjandi láti vinna deiliskipulag i samræmi við fyrirspurnina, á eigin kostnað.
Afgreiðsla þessi felur ekki i sér skuldbindingu af hálfu umhverfis og skipulagsráðs til að fallast á væntanlega tillögu að deiliskipulagi.
Umsókn nr. 160026
16. Borgargötur, starfshópur
Lögð fram tillaga að starfshópi um borgargötur í Reykjavík.
Frestað.
Umsókn nr. 160027
17. Græna netið, Starfshópur
Lögð fram tillaga að starfshópi um græna netið í Reykjavík . Einnig er lagt fram erindisbréf dags. 2. febrúar 2016.
Samþykkt að skipa Magneu Guðmundsdóttir, Sigurð Inga Jónsson, Björn Inga Edvardsson og Snorra Sigurðsson í starfshópinn.
Umsókn nr. 160029
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
18. Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar, drög (USK2016010085)
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. janúar 2016, vegna samþykktar borgarráðs frá 21. janúar 2016 um að vísa drögum að nýrri mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar, dags. 19. janúar 2016, til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
Umsókn nr. 130351 (01.18.00)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
19. Þingholtsstræti 18, kæra 40/2013, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 23. apríl 2013 ásamt kæru, dags. 21. apríl á samþykkt byggingarfulltrúa frá 19. mars 2013 þar sem samþykkt var umsókn þar sem sótt var um samþykki fyrir áður gerðri klæðningu á austur - og vesturhlið Þingholtsstrætis 18, á lóðinni Lækjargata MR. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 11. júlí 2013. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 28. janúar 2016. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúa frá 19. mars 2013 um að samþykkja byggingarleyfisumsókn fyrir áður gerðri klæðningu á austur - og vesturhlið Þingholtsstrætis 18.
Umsókn nr. 150111 (01.19.01)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
20. Grettisgata 62, kæra 15/2015, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 20. febrúar 2015 ásamt kæru þar sem kært er byggingarleyfi vegna viðbyggingar og svala á annarri og þriðju hæð, fyrir lóð nr. 62 við Grettisgötu. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 31. mars 2015. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 28. janúar 2016. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa frá 22. desember 2014 að veita byggingaleyfi vegna viðbyggingar og svala á annarri og þriðju hæð, fyrir lóð nr. 62 við Grettisgötu.
.
Umsókn nr. 150109 (01.34.51)
420299-2069
ASK Arkitektar ehf.
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
21. 09">Kirkjusandur 2, Íslandsbanki, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. janúar 2016, vegna samþykktar borgarráðs frá 21. janúar 2016, á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna lóðarinnar nr. 2 við Kirkjusand.
Umsókn nr. 150068
22. Aðgerðaráætlun í úrgangmálum í Reykjavík til 2020, (USK2015030021)
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. janúar 2016, vegna samþykktar borgarstjórnar frá 19. janúar 2016 á aðgerðaráætlun í úrgangsmálum í Reykjavík til 2020.
Umsókn nr. 160033
23. Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðsiflokksins, fjölgun ferðamanna og tilheyrandi eftirspurn eftir gistirýmum í Reykjavík
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Júlíus Vífill Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir, leggja fram eftirfarandi fyrirspurn varðandi fjölgun ferðamanna og tilheyrandi eftirspurn eftir gistirýmum í Reykjavík. Fjölgun gistirýma, og íbúða sem notaðar eru í skammtímaleigu, hefur verið gríðarlega mikil. Slík ör breyting á borgarbragnum veldur skiljanlegu óöryggi borgarbúa í nærumhverfi sínu. Þær áhyggjur sem heyrst hafa um að stefnuleysi sé varðandi utanumhald þeirrar nýju stöðu sé komið á hættustig eru því skiljanlegar. Kvótar hafa verið settir varðandi hótelrými í Kvosinni, en hvaða reglur gilda um hótelrými á öðrum svæðum miðborgarinnar og aðliggjandi hverfa? Hvaða stefnumótun er um önnur gistirými og gistiheimili? Nauðsynlegt er að eftirlit sé virkt og fyrir liggi hvernig til dæmis eigi að meta og mæla vistvæni hverfa, s.s. hvenær talið sé að gengið sé á félagsauð þeirra.
Frestað.